Skógræktarritið - 15.05.2012, Page 12

Skógræktarritið - 15.05.2012, Page 12
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201210 an notuð sem n.k. vegakort til að komast að sam- eiginlegri sýn ólíkra sjónarmiða. Þá kom það álit fram í máli frummælenda að Ísland þyrfti langtíma rammaáætlun um skóga og að efla þyrfti áhuga ungs fólks og sveitarfélaga til þátttöku í mótun fram- tíðarsýnar um gildi skóga. Mikilvægt sé að bænd- ur hafi áhuga og taki virkan þátt. Eins skipti frjáls félög sem vinna að samfélagsáherslum skóga líka miklu máli. Lykilatriði fyrir framgang skóga sé að koma því á framfæri við almenning hvert sé í raun og veru mikilvægi skóga fyrir velferð manns og nátt- úru. Þröstur Eysteinsson minnti á að hér á landi eykst skóglendi hlutfallslega hraðast á heimsvísu, en ekki sem hlutfall af landsstærð, enda væru markmið okkar um skógarþekju einungis 5% af láglendi. Til samanburðar hyggjast Danir tvöfalda skógarþekju næstu 100 árin, þannig að hún verði 24% af land- inu. Möguleikar Íslendinga gætu legið í því að mæta markmiðum loftslagssáttmála Sþ með því að auka útbreiðslu skóga og rækta fljótvaxnar tegundir, t.d. sem kolefnisgjafa fyrir kísiliðnaðinn. „Það er svona framleiðsla til iðnaðarnota, ekki síður en framleiðsla á byggingartimbri, sem gera mun skógrækt sjálf- bæra á Íslandi sagði Þröstur.i i Bændablaðið, 10. nóv. 2011. Mennta- og menningarmálaráðherra afhendir skólastjóra Ártúnsskóla viðurkenningu Árs skóga ,,fyrir árangursríkt brautryðjendastarf í skógartengdu útinámi”. Mynd: Jón R. Jónsson. Þann 13. desember var í samráði við verkefnið Lesið í skóginn veitt viðurkenning til Ártúnsskóla í Reykjavík fyrir árangursríkt brautryðjendastarf í skógartengdu útinámi. Það var mennta- og menn- ingarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, sem afhenti skólanum viðurkenningarskjal, ásamt fyrsta ein- taki myndarinnar Skógurinn og við. Í framhaldi var myndin gefin í alla grunnskóla landsins ásamt leið- beiningum um skógartengd verkefni í samráði við Lesið í skóginn. Þótti okkur sem staðið höfum að viðburðum á Ári skóga viðeigandi að ljúka árinu með því að líta með þessum hætti til íslenskra ung- menna sem framtíðar Íslands. Hér hefur verið getið helstu viðburða á Ári skóga án þess að upptalningin sé tæmandi. Til viðbótar má nefna að í tilefni af Ári skóga gaf Íslandspóstur út sérstök Evrópufrímerki. Þá efndu SR og Félag tré- rennismiða til samstarfs um gjörnýtingu á Oslóar- trénu frá 2010. Alls skiluðu tuttugu trérennismiðir og tálgarar inn gripum sem sýndir voru í Ráðhúsi Reykjavíkur fram á árið 2012. Félag trérennismiða var einnig með námskeið í tilefni af Ári skóga og sýndi nytja- og listmuni í framhaldi af því á sýning- unni Skáldað í tré á Fitjum í Skorradal. Stóð sýning- in í fimm mánuði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.