Skógræktarritið - 15.05.2012, Page 12
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201210
an notuð sem n.k. vegakort til að komast að sam-
eiginlegri sýn ólíkra sjónarmiða. Þá kom það álit
fram í máli frummælenda að Ísland þyrfti langtíma
rammaáætlun um skóga og að efla þyrfti áhuga ungs
fólks og sveitarfélaga til þátttöku í mótun fram-
tíðarsýnar um gildi skóga. Mikilvægt sé að bænd-
ur hafi áhuga og taki virkan þátt. Eins skipti frjáls
félög sem vinna að samfélagsáherslum skóga líka
miklu máli. Lykilatriði fyrir framgang skóga sé að
koma því á framfæri við almenning hvert sé í raun
og veru mikilvægi skóga fyrir velferð manns og nátt-
úru. Þröstur Eysteinsson minnti á að hér á landi
eykst skóglendi hlutfallslega hraðast á heimsvísu, en
ekki sem hlutfall af landsstærð, enda væru markmið
okkar um skógarþekju einungis 5% af láglendi. Til
samanburðar hyggjast Danir tvöfalda skógarþekju
næstu 100 árin, þannig að hún verði 24% af land-
inu. Möguleikar Íslendinga gætu legið í því að mæta
markmiðum loftslagssáttmála Sþ með því að auka
útbreiðslu skóga og rækta fljótvaxnar tegundir, t.d.
sem kolefnisgjafa fyrir kísiliðnaðinn. „Það er svona
framleiðsla til iðnaðarnota, ekki síður en framleiðsla
á byggingartimbri, sem gera mun skógrækt sjálf-
bæra á Íslandi sagði Þröstur.i
i Bændablaðið, 10. nóv. 2011.
Mennta- og menningarmálaráðherra afhendir skólastjóra Ártúnsskóla viðurkenningu Árs skóga ,,fyrir árangursríkt
brautryðjendastarf í skógartengdu útinámi”. Mynd: Jón R. Jónsson.
Þann 13. desember var í samráði við verkefnið
Lesið í skóginn veitt viðurkenning til Ártúnsskóla
í Reykjavík fyrir árangursríkt brautryðjendastarf í
skógartengdu útinámi. Það var mennta- og menn-
ingarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, sem afhenti
skólanum viðurkenningarskjal, ásamt fyrsta ein-
taki myndarinnar Skógurinn og við. Í framhaldi var
myndin gefin í alla grunnskóla landsins ásamt leið-
beiningum um skógartengd verkefni í samráði við
Lesið í skóginn. Þótti okkur sem staðið höfum að
viðburðum á Ári skóga viðeigandi að ljúka árinu
með því að líta með þessum hætti til íslenskra ung-
menna sem framtíðar Íslands.
Hér hefur verið getið helstu viðburða á Ári skóga
án þess að upptalningin sé tæmandi. Til viðbótar má
nefna að í tilefni af Ári skóga gaf Íslandspóstur út
sérstök Evrópufrímerki. Þá efndu SR og Félag tré-
rennismiða til samstarfs um gjörnýtingu á Oslóar-
trénu frá 2010. Alls skiluðu tuttugu trérennismiðir
og tálgarar inn gripum sem sýndir voru í Ráðhúsi
Reykjavíkur fram á árið 2012. Félag trérennismiða
var einnig með námskeið í tilefni af Ári skóga og
sýndi nytja- og listmuni í framhaldi af því á sýning-
unni Skáldað í tré á Fitjum í Skorradal. Stóð sýning-
in í fimm mánuði.