Skógræktarritið - 15.05.2012, Page 17
Værðarstundir
Við upphaf göngu þinnar
úr gæfulindum streymir.
Og undir verndarvængjum,
þú væntingarnar geymir.
Þá blómgast vor og angar
og værðarstundir langar
þig vísdómsorðin dreymir.
Í lífsins værðarlundi
þú leitar til að skilja.
Magnaður í raunum
er máttur afls og vilja.
Unaðsgrænar grundir,
og gullnar sælustundir
gráma dagsins hylja.
Við ferðalok þú hvílist,
í hvelfdum kyrrðarboga,
og veist að eilífð alla
mun ævisól þín loga.
Þú lítur farna vegu
í lífi yndislegu
við lygna himinsvoga.
Værðarhvammur
Við enda Værðarstígs er Værðarhvammur. Þar
má tylla sér niður og njóta kyrrðar og útsýnis yfir
Hvaleyrarvatn, skógræktina og gróna mela. Út frá
hvamminum má síðan ganga eftir fjölbreytilegum
gönguleiðum í ýmsar áttir.
Þegar þetta er ritað hafa fjölmargir farið um
Værðarstíg og notið einstakrar náttúrufegurðar í
Höfðaskógi, sest niður í Værðarhvammi og notið
útsýnis yfir Hvaleyrarvatn og perlur skógarins. Þau
laun þjóna best tilgangi verkefnisins.
Anna Rut og Daði Snær una sér vel í skógarrjóðri.
– frystu plönturnar eru tilbúnar
til afhendingar eftir páska
Barri hf rekur fullkomnustu skógarplöntustöð á
Íslandi að Valgerðarstöðum 4 í nágrenni Egilsstaða.
Barri er leiðandi fyrirtæki í innleiðingu nýjunga á sviði
skógarplönturæktunar og hefur byggt sérhannaða
kæli- og frystigeymslu fyrir skógarplöntur.
Til sölu verða í vor ýmsar tegundir skógarplantna
bæði í pappakössum af frysti og bökkum með
plöntun yfirvetruðum á hefðbundinn hátt.
Barri hf. rekur Gróðrarstöðina á Tumastöðum í
Fljótshlíð. Á Tumastöðum verða til sölu flestar
tegundir skógarplantna og pottaplöntur sem eru
ræktaðar hjá fyrirtækinu.
Barri selur og sendir skógarplöntur um allt Ísland auk
Færeyja og Grænlands.
Ræktunargeta Barra er allt að 130 þúsund fjölpotta-
bakkar á ári.
Vorið er að koma
Barri hf.