Skógræktarritið - 15.05.2012, Qupperneq 18

Skógræktarritið - 15.05.2012, Qupperneq 18
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201216 Höfundar Kesara Anamthawat-Jónsson og Ægir Þór Þórsson Í þessari grein er fjallað um grasafræðilega og erfðafræðilega eiginleika birkis úr Bæjarstaðarskógi. Bæjarstaðarbirkið hefur verið rannsakað á rannsóknarstofu í plöntuerfðafræði við Háskóla Íslands í yfir tvo áratugi. Rannsóknin er liður í stærra verkefni sem snýr að erfðafræði íslenska birkisins og er unnið í samstarfi við ýmsar stofnanir, m.a. Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins, Mógilsá. Við höfum kann- að plöntur úr náttúruskóglendum víða af landinu. Þær hafa verið greindar með tilliti til fjölda litninga en þannig fundust þrír hópar birkis, ferlitna birki (Betula pubescens), tvílitna fjalldrapi (Betula nana) og hópur þrílitna blendinga eða skógviðarbróðir (sjá skýringu í grein9). Aðferðum grasafræði, tölfræði og sameindaerfðafræði hefur einnig verið beitt í rannsókninni. Markmið þessarar greinar er að kynna í fyrsta sinn helstu niðurstöður er varða birki úr Bæjarstaðarskógi. Birtar og óbirtar niðurstöður sýna fram á að birki úr Bæjarstaðarskógi er talsvert frábrugðið öðrum birkistofnum á Íslandi. Ennfremur benda þær til þess að Bæjarstaðarskógur hafi ekki myndast af landnámsbirki heldur hafi upphaflega verið ræktaður skógur. Bæjarstaðarbirki er almennt kennt við birkikvæmi sem er upprunnið úr Bæjarstaðarskógi, en fræ það- an hafa verið ræktuð upp, plöntum fjölgað og þær gróðursettar víða um land. Kvæmið er það allra mikilvægasta fyrir skógrækt á Íslandi. Bæjarstaðar- skógur, sem er um 5 km fyrir innan Skaftafell, er einn af hávöxnustu og fegurstu birkiskógum lands- ins, með allt að 12 m háum, beinvöxnum trjám. Nafn skógarins bendir til þess að þar hafi staðið bær, Jökulfell, sem getið er í máldögum frá 14. öld. Rústir bæjarins sáust fram yfir aldamótin 1700. Beit og uppblástur fóru illa með skóginn fyrrum og var hann því girtur af árið 1935, alls 22 ha, sem voru að hálfu vaxnir skógi. Skógræktarfélag Íslands sá um framkvæmdirnar. Birki í Bæjarstaðarskógi – útlit og greining til tegunda Fyrir tólf árum fórum við í Bæjarstaðarskóg til að safna sýnum fyrir úttekt á tilvist og umfangi teg- undablöndunar milli birkis og fjalldrapa í náttúru- legum skógum og skóglendum á Íslandi2,6,12,13,14,16. Bæjarstaðarskógur var mjög ólíkur öðrum birki- skógum á Suðausturlandi. Í honum voru afar glæsi- leg og hávaxin birkitré (1. mynd) og ungviði sem var Bæjarstaðarbirki 1. mynd. Birkitré í Bæjarstaðarskógi (1999)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.