Skógræktarritið - 15.05.2012, Blaðsíða 30
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201228
Fjölskrúðug trjárækt í Reykjavík
Gera má ráð fyrir því að trjárækt í elstu hverfum
Reykjavíkur við Kvosina hafi strax um aldamótin
1900 verið farin að veita skjól og staðbundið yndi
á góðum sólardögum. Þá bar mest á ræktun stak-
stæðra lauftrjáa með áberandi krónur. Tegundir eins
og reynir, silfurreynir, gráreynir að ógleymdri ilm-
björkinni voru ríkjandi í görðum borgarbúa fram-
an af og allt fram yfir miðja 20. öldina. En upp úr
1950 má segja að bylting verði í þessum efnum þeg-
ar gróðrarstöðvar fara að bjóða upp á alaskaösp og
sitkagreni. Fljótlega verða þetta vinsælustu garðtrén
hjá húseigendum í Reykjavík. Mjög víða má finna
há og tilkomumikil tré af þessum tegundum í grón-
um hverfum þar sem þau hafa náð að vaxa hátt yfir
þakmæni húsanna. Eitt og eitt tré hefur ekki mikil
áhrif á vindinn, en þegar þau eru farin að mynda
gisinn skóg í heilu hverfunum fara þau að brjóta
upp vindinn. Á sama tíma og þessi hægfara breyt-
ing verður á útliti höfuðborgarinnar, einkum á ár-
unum 1970 til 1990, er stórfelld útplöntun á Heið-
mörk farin að skila árangri og greniskógarnir þar
hafa vafalítið markverð áhrif í þá veru að draga úr
vindi. Einkum í A-lægum vindáttum sem segja má
að séu ríkjandi á höfuðborgarsvæðinu.
Ekki er hægt að aðskilja þátt vaxandi og hækk-
andi trjágróðurs frá sjálfri byggðinni og útþenslu
hennar á síðustu áratugum. Vindur eykst alla jafna
með hæð og í neðsta loftlaginu neðan 50 metra eða
svo ræðst dempun vindsins af hrjúfleika yfirborðs-
ins. Við köllum það líka yfirborðshrýfi eða einfald-
lega hrýfi. Það er minnst yfir hafi, jöklum og slétt-
um eyðisöndum, en mest er hrýfið í stórborgum og í
þéttu skóglendi. Breytingar á landnotkun sem leiða
til aukins hrýfis draga því úr meðalvindi nærri yf-
irborði, þó svo að vindhraðinn hærra uppi haldist
óbreyttur. Staðalhæð vindhraðamælinga er 10 metr-
ar frá yfirborði, en eðli málsins samkvæmt höfum
við ekki síður áhuga á vindinum neðar eða í tæp-
lega 2 metra hæð þar sem daglegar athafnir okkar
fara fram. Við verðum því að hafa hugfast að þegar
við sjáum niðurstöður á mældum vindi verður að
taka með í reikninginn dempun niður í 2 metra hæð.
Þessi dempun vex með auknu hrýfi yfirborðs.
Fróðlegt er að bera saman tvær myndir úr Reykja-
vík sem sýna þær breytingar sem orðið hafa á um-
2. mynd. Horft yfir hluta Grasagarðsins í Laugardal í maí 2011. Laugardalurinn hefur gróið hratt á hálfri öld og þar sem
áður var vindasamur berangur er nú einkar skjólsælt og sumargott, þökk sé trjágróðri og þéttingu byggðar næst dalnum.
Mynd: Árni Geirsson.