Skógræktarritið - 15.05.2012, Síða 31

Skógræktarritið - 15.05.2012, Síða 31
29SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012 Vindmælingar í Reykjavík Breska setuliðið setti upp vindmæli á Reykjavíkurflugvelli síðla árs 1940. Þaðan eru elstu samfelldu vindmælingar hérlendis. Íslendingar tóku við rekstri mæli- tækja á Reykjavíkurflugvelli um vorið 1946i. Árið 1973 flutti Veðurstofa Íslands starfsemi sína á Bústaðaveginn þar sem hún er enn. Áfram var þó vindur mældur í tengslum við flug á Reykjavíkurflugvelli. Á árunum 1946-1973 eru gildi vinds fyrir Reykjavík frá flugvellinum, en frá því snemma árs 1974 frá Bústaðaveg in- umii. Fyrstu árin eftir flutninginn urðu menn varir við breytingar, hægari vind og sérstaklega dró úr tíðni hvassviðra. Á Veðurstofunni höfðu menn samanburð þar sem lesið var til skiptis af vindmælinum á Reykjavíkurflugvelli við gerð flugvalla- skeytis og síðan mælinum á túninu við Bústaðaveginn þegar útbúið var hefð- bundið veðurskeyti sem fært var í bók. Tóku athugunarmenn fljótt eftir því að vindur var heldur hægari við Veðurstofuna, en á flugvellinum. Einkum kom það fram í tíðni hvassviðraiii. Vindmælar á þessum tíma voru tengdir við penna og 10 mínútna meðalvindhraði skrifaðist út á pappírsörk sem endurnýjuð var einu sinni á sólarhring. Nokkuð tímafrekt er að vinna úr þessum mælingum og innri samanburður á milli Reykjavíkurflugvallar og Veðurstofunnar í vindhraða er ekki fyrirliggjandi. En aldamótaárið 2000 urðu enn breytingar á mælingum. Þær voru tvíþættar. Annars vegar var skipt um gerð mælis við Veð- urstofuna í maí 2000. Gamli skálamælirinn af Lambert gerð var tekin niður og í hans stað settur upp svokallaður Young skrúfumælir. Við þessi skipti hægði greinilega á mældum vindi og sýna meðaltölur fyrir og eftir það mjög glöggt. Hin nýja gerð mælitækja er fullkomnari og þykir gefa mun réttari mynd af vindhraðanum. Þannig má ætla að ofmat eldra mælitækis hafi numið 5-10% og við samanburð þarf að leiðrétta fyrir þeirri skekkju. Á undan Lambert vindmælunum var notast við norska mæla sem einnig eru álitnir hafa ofmetið vindinn af svipaðri stærðargráðu. Um svipað leyti og skipt var um mæli við Veðurstofuna var sett upp sjálfvirk mælistöð á Reykjavíkurflugvelli með samskonar vindmæli og við Bústaðaveginn. Í gagnasafni Veðurstofunnar er að finna meðalgildi vindhraða frá árinu 1949. Fyrir þann tíma var vindur skráður í vindstigum í bækur og veðurskeyti og því ekki gerð tilraun hér til að taka með allar vindmælingarnar frá því snemma á stríðsárunum. 1949 – 1973 Reykjavíkurflugvöllur. Skálamælir lengst af, af norskri gerð í 17 metra hæð. 1974 – 2000 Veðurstofan við Bústaðaveg. Svokallaður Lambert skálamælir í 10 metra hæð. 2000- Veðurstofan við Bústaðaveg. Young skrúfumælir í 10 metra hæð. hverfi Laugardalsins. Árið 1957 einkenndist um- hverfi Laugardals af ræktuðum túnum og engjum. Knattspyrnuvöllurinn var risinn með lítilli áhorf- endastúku, byggðin var um þetta leyti að rísa í Álf- heimum og þar í grennd, en síðar komu húsin við Suðurlandsbraut. Byggðin í Túnunum var hins vegar komin til sögunnar og orðin nokkuð gróin á þessum tíma. Ótrúlegar breytingar hafa átt sér stað í Laug- ardalnum á þeim rúmlega 50 árum sem liðin eru. Mikill trjágróður er nú einkennandi fyrir svæðið ásamt íþróttamannvirkjum og í austri brýtur byggð- in á Laugarnesi og í Heimahverfinu upp vindinn enn frekar. Vindafar á höfuðborgarsvæðinu Reykjavík telst ekki vera vindasamur staður. Meðal- vindhraði síðustu árin (2001-2010) mælist um 4,2 m/s og þykir lágt í íslensku samhengi. Til saman- burðar er meðalvindur á ársgrundvelli um 7,0 m/s á Keflavíkurflugvelli og þarna á milli er í raun himinn og haf. Reykjavík nýtur skjóls af Esjunni í NA-átt og greinilega einnig í N-átt þegar komið er austur fyrir Skólavörðuholt. Telja má A- og SA-áttir til ríkjandi vindátta og byggðin ásamt trjárækt í nýlegu hverf- unum í austurhluta Reykjavíkur og nágrannabyggð- arlögum hefur dregið úr vindstyrk úr þeim áttum þar sem mælt er við Veðurstofuna og áður á Reykja- víkurflugvelli. Vindur á milli suðurs og vesturs kem- ur hins vegar af opnu hafi og minnst skjól að hafa á Veðurstofunni frá nánasta umhverfi í slíkum vindi. Óveðursáttirnar eru SA og SV-átt, en vindur með A-átt nær sér sjaldnast á strik í Reykjavík. Sunn- an Straums, í Kollafirði og á Kjalarnesi hvessir hins vegar oft þegar þannig háttar til. Að sumarlagi er hafgola af NV ríkjandi á góðviðrisdögum, en hægur A-andvari að næturlagi. Þétt byggð ásamt trjágróðri er líkleg til að ná að dempa slíkan vind að sumarlagi, samanborði við opin eða mjög gisin svæði. Niðurstöður vindmælinga Um vindmælingar í Reykjavík er fjallað í ramma- grein, en nokkuð örðugt er um raunhæfan sam- Vindmælar í mælareit við Veðurstofu Íslands. Staðalhæð vindmælinga er 10 metrar yfir jörðu, en mælir í toppi mastursins til hægri er í 30 metra hæð. Mynd: Sigvaldi Árnason.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.