Skógræktarritið - 15.05.2012, Qupperneq 34
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201232
ins skjóls, heldur gerast breytingar meira í stökkum.
Síðustu sumur hefur verið áberandi hægviðrasamt
og skjólsælt í höfuðborginni og meðalgildi talsvert
lægri en áður hafa sést. Þannig mældist meðalvind-
ur mánaðar í fyrsta sinn í Reykjavík undir 3 m/s í
júlí og ágúst 2007 og síðan aftur í júní og júlí 2009.
Sumarið 2010 var sérlega hægviðrasamt með alla
sumarmánuðina undir þessum mörkum og nú síðast
í ágúst 2011.
Í þessari fremur óvísindalegu athugun á vindi í
Reykjavík voru sumarmánuðirnir ekki skoðaðir
sérstaklega, en þá er laufskrúðið vitanlega mest. Í
samræmi við það sem áður hefur verið sagt myndi
maður ætla að samdráttur í vindhraða væri meiri að
sumrinu, heldur en að vetrinum. Við fyrstu sýn gefa
tölurnar það ekki til kynna. Áhugavert væri að fara
nánar ofan í saumana á vindmælingum í Reykjavík.
Kafa ofan í frumgögn og freista þess að eyða þess-
ari óvissu sem er vegna mælitækni og flutnings vind-
mæla. Eins að skoða einstakar vindáttir, breytileika
eftir árstíðum og jafnvel dægursveiflu vindsins að
sumrinu.
Lokaorð
Aukinn trjágróður og vaxandi byggð hefur dregið úr
vindi á Reykjavíkursvæðinu og benda mælingar til
þess að lækkun ársmeðalvindhraða geti numið um
0,1 m/s á áratug frá því um 1950. Vera má að síð-
ustu 10 árin eða svo hafi lækkunin verið enn meiri.
Með hlýnandi veðurfari upp á síðkastið hefur dög-
um sem hægt er að njóta útiveru á sumrin fjölgað.
Víða er þó svöl hafgola og aðrir ríkjandi vindar til
óþæginda þó svo að sæmilega hlýtt sé í
veðri og sólríkt. Það telst til aukinna lífs-
gæða hér á landi að geta setið úti og notið
sólardaganna. Með einföldum og vel út-
færðum aðgerðum má brjóta upp vind-
inn og bæta skjól. Trjágróður gegnir þar
miklu hlutverki og máttur hans er mestur
við að hægja á vindröstinni sem blæs yfir
höfðum okkar. En líka staðbundið með
skjólbeltum og öðrum markvissum að-
gerðum í skipulagi til að draga úr vind-
inum.
Heimildir
Adda Bára Sigfúsdóttir. 1997. Veðurstöð-
in í Reykjavík 1920-1996. Greinargerð VÍ-
G97031-ÚR25. Veðurstofa Íslands, Reykja-
vík.
Gústaf Jarl Viðarsson. 2010. Kolefnisforði og
árleg kolefnisbinding trjáa í byggðum hverf-
um Reykjavíkurborgar. B.S. ritgerð, Land-
búnaðarháskóli Íslands, Hvanneyri.
Hilmar Garðarsson. 1999. Saga Veðurstofu Ís-
lands. Mál og Mynd, Reykjavík.
Trausti Jónsson. 2003. Langtímasveiflur IV,
Illviðrabálkar. Greinargerð VÍ-ÚR14. Veður-
stofa Íslands, Reykjavík.
Veðurstofa Íslands. Tímaraðir fyrir valdar veð-
urstöðvar. Af vefsíðu apríl 2012. http://www.
vedur.is/vedur/vedur far/medaltalstoflur/
______________
i Hilmar Garðarsson. 1999.
ii Adda Bára Sigfúsdóttir. 1997.
iii Trausti Jónsson. 2003.
iv Nálgast má gögnin á vefsíðu Veðurstofunnar.
v Gústaf Jarl Viðarsson, 2010.
Gerðu garðverkin skemmtilegri
Þýsk gæðatæki
sem auðvelda þér
garðvinnuna
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð
Keðjusagir
Rafmagns- eða
bensíndrifnar
Hekkklippur
Rafmagns- eða
bensíndrifnar
Úðabrúsar
1-20 ltr.
Með og án
þrýstijafnara
Sláttuorf
Rafmagns- eða
bensíndrifin
Garðsláttuvélar
Rafmagns- eða
bensíndrifnar
Sláttutraktorar
Ýmsar útfærslur
Einnig
mosatætarar,
jarðvegstætarar,
laufblásarar,
kantskerar