Skógræktarritið - 15.05.2012, Qupperneq 41

Skógræktarritið - 15.05.2012, Qupperneq 41
39SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012 lengdarmældu ársvöxtinn á frá 1917-1936 eða í 20 ár. Má sjá meðaltöl í töflunni hér að neðan yfir árs- vöxt og sumarhita fyrsta og síðasta mælingarárið. Reiknuð var fylgni ársvaxtar við sumarhita (maí – september) svo sem í hinu fyrra tilfellinu og hér var það aðeins íslenska ilmbjörkin sem sýndi ein- hverja jákvæða tengingu við sumarhitann, en litla þó (r=0,36 P=0,10). Vera má að betri tenging milli vaxtar og hita hefði náðst með því að notast við aðra mánuði en maí – september. Seinni tímar Sama ár og Jóna hóf störf hjá Ræktunarfélaginu, árið 1924, tekur Ólafur Jónsson við framkvæmdastjórn Ræktunarfélagsins og var hann sá sem lengst sat í því embætti, allt til ársins 1949, en 1947 tekur ríkið við rekstri stöðvarinnar, sem þá var nefnd Tilrauna- stöðin á Akureyri, en hún var flutt að Möðruvöllum í Hörgárdal 1974. Ólafur var mikill brautryðjandi í búnaðarmálum og ýmsum greinum jarðfræðinnar. Hann sveigði starfsemi félagsins meira inn á hefð- bundinn landbúnað og varð það á ýmsum svið- um brautryðjandi í þeim efnum1. Skógræktarmálin færðust á hendur annarra aðila. Árni Jónsson tók við tilraunastjórastarfinu 1947 og gegndi því til 1970. Ekki virðist trjágróðri hafa verið eins vel sinnt þegar leið á öldina og var Gróðrarstöðvargarðurinn kominn í nokkra niðurníðslu um 1960. Starfsemi Ræktunarfélagsins í Gömlu Gróðrar- stöðinni stóð að heita óslitið frá 1904 til 1974. Þó skiptust á skin og skúrir. Á tímabili annaðist Skóg- ræktarfélag Eyfirðinga hirðingu og rekstur garðs- ins og var með plöntuuppeldi í græðireitum Rækt- unarfélagsins frá 1955 til 1963. Tilraunir félagsins færðust til Tilraunaráðs ríkisins þegar það tók eign- ir félagsins á leigu og um allnokkurt skeið, eða frá 1947−1964, var lítið umleikis hjá félaginu annað en útgáfustarfssemi. Árið 1974 eignaðist Akureyrarbær að nýju land og byggingar Ræktunarfélagsins. Hér að ofan hafa verið rifjaðar upp að því er við teljum fyrstu skipulegu trjáræktarrannsóknir á Ís- landi og minnt á frumkvöðlana sem af mikilli hug- sjón ruddu braut fyrir það sem síðar varð. Í Gróðrar- stöðinni voru á sínum tíma reistar styttur af tveimur frumherjanna, Páli Briem og Sigurði Sigurðssyni, og standa þær lítt áberandi inni í trjágarðinum norðan og sunnan við Gróðrarstöðvarhúsið. Skóg- og trjáræktarsafn Skógrækt ríkisins og Norðurlandsskógar fengu afnot af Gamla Gróðrarstöðvarhúsinu árið 2005. Segja má að þá hafi skógræktar- og rannsóknarvinna haf- ist í húsinu að nýju. Meðal starfsfólks þessara stofn- ana og nokkurra fleiri hefur skapast áhugi og skiln- ingur á að varðveita og efla þau menningarverðmæti sem grundvöllur var lagður að strax á fyrstu árum Ræktunarfélag Norðurlands. Í þeim tilgangi hefur verið stofnaður áhugahópur með þátttöku starfs- manna Akureyrarbæjar, Skógræktar ríkisins, Norð- urlandsskóga og Garðyrkjufélags Akureyrar um að Gróðrarstöðvargarðurinn fái nýjan tilgang og geti í framtíðinni orðið aðdráttarafl fyrir alla þá sem vilja Ársvöxtur 1917, sm Ársvöxtur 1936, sm Meðalársvöxtur, sm Ilmbjörk 18 28 20,7 Reynir 51 15 26,3 Síberíulerki 33 25 18,9 Rauðgreni 27 20 16,8 Fjallafura 29 18 15,6 Heggur 41 17 30,2 Broddhlynur 70 35 51,9 Sumarhiti, °C 7,8 8,7 8,6 6. mynd. Gróðurhús og vermireitir vestan við íbúðarhús um 1960. Kristján Ármannsson vökvar og Sigrún Baldursdóttir fylgist með. Mynd: Iðunn Ágústsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.