Skógræktarritið - 15.05.2012, Blaðsíða 42
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201240
kynnast sögu garð- og skógræktar frá fyrstu árum
20. aldar. Gamli Gróðrarstöðvargarðurinn er núna
tæplega 110 ára gamall. Mörg af elstu trjánum í
garðinum eru orðin stofnfúin og á fallanda fæti.
Áhugahópurinn um Gömlu Gróðrarstöðina hefur
sem markmið að stofnað verði skóg- og trjáræktar-
safn í garðinum milli verkfærahússins og Gróðrar-
stöðvarhússins. Með þeim hætti telur hann að best
verði haldið á lofti því brautryðjendastarfi sem hafið
var í upphafi 20. aldar. Nauðsynlegt er að hafin verði
endurgerð og stefnumótun fyrir garðinn og nánasta
umhverfi. Nýlegt deiliskipulag sem Akureyrarbær
gerði fyrir þetta svæði, Krókeyrarsvæðið, gerir ein-
mitt ráð fyrir því að þar séu vaxtarmöguleikar fyrir
ýmiskonar safnastarf til framtíðar. Innst í innbænum
á Akureyri er fjölbreytt safna- og menningarsvæði,
söfnin eru eins og perlur á bandi. Minjasafn um fyrsta
spítala í bænum, Aðalstræti 14, safn um fyrstu stór-
stúku á Íslandi, Aðalstræti 46, Nonnasafnið, Aðal-
stræti 54 og Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58.
Greið og góð gönguleið er á milli allra þessara safna.
Nyrst á Krókeyrarsvæðinu er Iðnaðarsafnið í gamla
verkfærahúsi Ræktunarfélagsins og nýlega opnaði
mótorhjólasafn í nýbyggðu húsi austan við Iðnað-
arsafnið. Innsta safnið á þessari perlufesti er Flug-
minjasafnið á Akureyrarflugvelli. Veruleg ástæða er
til að koma upp safni í Gömlu Gróðrarstöðinni sem
gefur góða hugmynd um þá þróun sem orðið hefur
bæði á verklegri og fræðilegri þekkingu í skóg- og
trjárækt á Íslandi í rúma öld. Vandfundinn er staður
sem hentar betur slíkri starfsemi
en Gamla Gróðrarstöð Ræktun-
arfélags Norðurlands.
Sigurður Blöndal hefur sagt að
skógarteigurinn í Gömlu Gróðr-
arstöðinni sé einn hinn merkasti
á Íslandi frá skógræktarsögulegu
sjónarmiði3. Hugmyndir áhuga-
hópsins eru að fyrst um sinn
verði komið upp útisafni þar
sem til sýnis yrðu tæki og tól sem
enn eru til og tengjast skógrækt-
arstarfinu. Gerður verði stígur
um garðinn, gömul og merki-
leg tré verði merkt og fróðleik
miðlað með upplýsingaskiltum
um ræktunarárangur einstakra
trjátegunda. Garðurinn yrði opið almenningssvæði
og fengi nýtt hlutverk sem tengist því upprunalega
markmiði Ræktunarfélags Norðurlands að upplýsa
og útbreiða þekkingu og áhuga á skógrækt meðal
almennings.
Heimildir
1. Árni Jónsson. 1951. Skýrslur tilraunastöðvanna 1947-
1951. Rit Landbúnaðardeildar A-flokkur Nr. 4. 10-34.
Atvinnudeild Háskólans.
2. Bjarni E. Guðleifsson. 2002. Minjasafnsgarðurinn á Ak-
ureyri. Skógræktarritið 2002 (2), 31-39.
3. Bjarni E. Guðleifsson og Helgi Þórsson. 2002. Eyfirskir
frumkvöðlar í trjárækt. Í: (ritstj. Bjarni E. Guðleifsson)
Ásýnd Eyjafjarðar. Skógar að fornu og nýju. Skógræktar-
félag Eyfirðinga. 25-36.
4. Guðrún Þ. Björnsdóttir. 1918. Skýrsla yfir gróðurtil-
raunir í gróðrarstöðinni sumarið 1918. Ársrit Ræktunar-
félags Norðurlands 1917-1918, 64-71.
5. Jakob H. Líndal. 1911. Yfirlit um starfsemi Ræktun-
arfélags Norðurlands frá ársbyrjun 1911 til aðalfundar
1912. Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands 1911, 76-85.
6. Jakob H. Líndal. 1916. Um trjárækt. Ársrit Ræktunar-
félags Norðurlands 1916, 28-77.
7. Páll Briem. 1903. Ræktunarfélag Norðurlands. Störf
þess og verkefni. Ársskýrsla Ræktunarfélags Norður-
lands 1903, 1-17.
8. Sigurður Sigurðsson. 1903. Stuttur leiðarvísir um gróð-
ursetningu trjáa og runna í kringum hús og bæi. Árs-
skýrsla Ræktunarfélags Norðurlands 1903, 31-38.
9. Sigurður Sigurðsson. 1909. Tilraunir með trjárækt á
Norðurlandi. Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands 1909,
58-80.
10. Stefán Stefánsson. 1913. Ræktunarfjelagið tíu ára.
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands 1913, 27-49.
7. mynd. Gróðrarstöðvarhúsið umvafið gömlum trjágróðri
um 2000. Mynd : Aðalsteinn Svanur Sigfússon