Skógræktarritið - 15.05.2012, Page 45

Skógræktarritið - 15.05.2012, Page 45
43SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012 vangsmælingum kolefnisforða og kolefnisbindingu trjágróðurs innan þéttbýlis Reykjavíkur. Hér verða kynntar helstu niðurstöður þeirrar rannsóknar en vettvangsvinna fór fram sumarið 2008 og niður- stöður voru birtar í BSc ritgerð Gústafs Jarls Viðars- sonar vorið 2010.5 Aðferðir Til þess að meta kolefnisforða og kolefnisbindingu var valið sérstakt úrtak mæliflata þar sem gerðar voru mælingar á trjágróðri og runnum. Úrtakið á þá að vera marktækt dæmi um útbreiðslu og eðli trjá- gróðurs í þéttbýli Reykjavíkurborgar. Svæði innan byggðra hverfa voru flokkuð og ákvarðað hversu stór hluti þeirra teldist til svæða þar sem trjágróður vex. Notast var við landupplýsingakerfi til þess að leggja út mælifleti og afmarka úrtaksþýðið. Með úrtaksþýði er átt við það svæði sem telst til rann- sóknarsvæðis. Til þess að skilgreina úrtaksþýðið var stuðst við gögn frá Landupplýsingadeild Reykjavík- urborgar. Heildarflatarmál Reykjavíkur var 12.730 hektarar á þessum tíma, þar af var þéttbýli og úti- vistarsvæði 4.555 hektarar. Af því svæði töldust 3.158 hektarar til byggðra svæða eða um 70% af þéttbýli. Mismunandi hverfi Reykjavíkurborg- ar hafa verið hnituð inn á kort og tegundir hverfa skilgreindar (sjá 1. mynd). Við þessa rannsókn var ákveðið að úrtaksþýðið væri byggð hverfi, en undir þá flokkun falla íbúðarsvæði, miðsvæði, hafnar- og athafnasvæði, svæði fyrir þjónustustofnanir, mið- borg og blönduð byggð. Innan úrtaksþýðis voru t.d. ekki útivistarsvæði, óbyggð hverfi eða opin svæði til almennra nota. 1. mynd. Hverfagerðir og staðsetning útlagðra mæliflata.9 Eftir að úrtaksþýðið hafði verið skilgreint, var lagt út fast net mæliflata, þar sem 500 metrar voru á milli allra flata. Hver flötur var hringlaga, náði yfir 200 m2 svæði og stóð fyrir 25 hektara svæði. Heild- arfjöldi flata sem lagðir voru út varð 124, en fjöldi flata sem innihélt trjágróður og notaður er í þessari rannsókn var 58. Farið var yfir myndkort af mæliflötum og þeir mælifletir þar sem augljóslega óx enginn trjágróður (götur, hús, o.s.frv.) voru útilokaðir. Næst var farið á alla mælifleti þar sem tré kynnu að vera til stað- ar og þeir athugaðir nánar. Ennfremur var rætt við eigendur garða, bæði til þess að fá leyfi fyrir mæl- ingum innan lóðar og til að spyrjast fyrir um aldur trjágróðurs innan mæliflatar. Þar voru síðan gerð- ar þær mælingar á trjágróðri sem nauðsynlegar eru til hægt sé að reikna út kolefnisforða og kolefnis- bindingu þeirra. Helstu breytur sem skráðar voru á hverjum mælifleti voru trjátegund, hæð nú, fyrir einu ári og fyrir fimm árum, þvermál í brjóst- og Silfurreynir við Skólavörðustíg. Dæmi um hvernig tré geta hlíft trjám fyrir veðri og vindum og þar með minnkað til dæmis kyndingarkostnað húsa. Mynd: Brynjólfur Jónsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.