Skógræktarritið - 15.05.2012, Page 54
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201252
urnýja sig og sá sér ört út.1,5,15,17 Ásókn beitardýra
í reynivið er staðfest í fjölmörgum erlendum rann-
sóknum.7,9,10,11 Leif Kullman11 segir að af 808 trjám
sem skoðuð voru báru 78% nýleg merki beitar. Allt-
af virðist reyniviðurinn vera ein sú fyrsta trjátegund
sem beitardýr bíta. Hugsanlegt er að það geti skýrt,
eða verið hluti af skýringunni, hvers vegna reynivið-
ur myndar hvergi samfelld skóglendi.
Í sambandi við hvernig reyniviðurinn viðheldur
sér sást í rannsókninni að rótarskot virðast leika þar
stórt hlutverk. Þetta atriði er þekkt 17 en einnig er
talið að fjöldi rótarskota geti sagt til um líðan trés-
ins.7,15 Hugsanlegt er að mikinn fjölda rótarskota
sem mynda kögur megi rekja til beitarskemmda
en um leið er það aðferð til að halda beit frá aðal-
stofni.11 (mynd 7)
Niðurstöður sýna meðal fylgni, r = 0,42, milli
sumarhita (júní – ágúst) og árhringjavaxtar. Við
rannsóknir á sambandi sumarhita og árhringjavaxt-
ar sem Ólafur Eggertsson14 framkvæmdi á ungum
reynitrjám í Ásbyrgi kom í ljós að besta fylgnin var
milli júlíhita og árhringjabreiddar. Í Trostansfirði
var fylgnin fyrir júlíhita r = 0,38 samanborið við
r = 0,75, í Ásbyrgi. Þennan mikla mun á fylgni er
vart hægt að útskýra nema með mismunandi veður-
fari. Miklar hitasveiflur geta verið milli ára í Ásbyrgi
en mun jafnari júlíhiti frá ári til árs í Stykkishólmi.
Þó gæti líka haft áhrif að meðalaldur reynitrjánna
í rannsókninni í Ásbyrgi var 52 ár en meðalaldur
trjánna í Trostansfirði 70 ár. Því eins og fram hefur
komið virðast ung reynitré vaxa hraðar en eldri tré
og svara betur hitaaukningu með meiri vexti. Athug-
að var einnig hver væri fylgni árhringjabreiddar við
júlí – ágúst-hita. Kom fram aðeins meiri fylgni en við
júní – ágúst hita sem nam 0,01 (júní - ágúst r = 0,42;
júlí-ágúst r = 0,43). Þar sem um óverulegan mun er
að ræða var ákveðið að nota júní - ágúst-hita til við-
miðunar í þessari rannsókn.
Með hækkandi sumarhita eykst vöxtur reyni-
viðarins.4 Í rannsókn Gerðar Guðmundsdóttur og
Bjarna D. Sigurðssonar4 kemur fram að reyniviður-
inn liggur heldur hærra í hitasvörun en birki (Be-
tula pubescens) en ferillinn er mjög svipaður og nær
hámarksvexti við um það bil 3°C lægra hitastig hjá
reyninum. Þó að hærri sumarhiti stuðli að meiri
vexti bæði birkis og reyniviðar er aukning vaxtar-
hraða reyniviðarins meiri og getur hann því hugsan-
6. mynd. Fjöldi sauðfjár í Trostansfirði, samkvæmt ásetningsskýrslum á vinstri ás og meðaltals fjöldi „fæddra“ reynitrjáa
fyrir hvern áratug á hægri ás.
7. mynd. Reynitré í Trostansfirði með þéttan krans
rótarsprota kringum annan aðalstofninn. Mynd: ÓE.