Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 73

Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 73
71SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012 Þriðji fjallahringur: Interlaken– Genthal Um nóttina hafði gránað niður í ca 1.600 m og var veður svalt og hráslagalegt. Ákveðið var að nota daginn til að skoða sig um á láglendi og kíkja til fjalla milli élja. Farið var niður í bæinn Interlaken með viðkomu á verslunarplani þar sem skoða mátti margar útgáfur af hinum furðulegustu heyskapar- vélum Svisslendinga enda ekki fyrir neinar venju- legar vélar að fóta sig á snar-snar-bröttum túnum bænda. Síðdegis var skotist að nýju áleiðis upp í Susten- pass en snúið af leið upp í Genthal til að forvitn- ast um aðstæður og trjávöxt þar í hæstu hæðum. Skemmst er frá því að segja að við enda vegar í rúm- lega 1.800 m hæð gaf á að líta föngulegan sembra- furuskóg. Komin var snjóföl og erfitt að finna köngla á jörðu og því varð afrakstur ekki mikill en gaman að rölta um í „mistýsku“ kafaldi innan um tröll- auknar og sumar ævafornar sembrafurur. Sembra- furan virtist þarna algerlega einráð við skógarmörk. Við rákumst einnig á svartylli (Sambucus nigra) og úlfareyni (Sorbus x hostii) sligaðan af berjaklösum. Á bakaleið niður dalinn var sérstaklega skyggnst eftir fræi á garðahlyn sem virðist aðal trjátegundin í norð-vestur hlíð dalsins (sólarmegin) en lítið eða ekkert um fræ á trjám fyrr en niðri í 1.500 m hæð. Ferðin um Sviss var fyrst og fremst skoðunarferð og fræsöfnun ekki aðal atriði en hugsuð til að geta þó prufað einhver sýnishorn. Ef fræ væri gott mætti ætla að nokkur hundruð plöntur fengjust af hverju kvæmi. Þótt vafalítið megi kaupa fræ af Svisslend- ingum úr efstu mörkum skóga þá má reikna með að það sé ekki vafningalaust enda er ólíklegt að inn- fæddir séu að sækja þangað mikið af fræi nema þá fyrir plöntun í svipaðri hæð og fræþroski er vafalít- ið stopull og fjarri því árviss. Í það heila söfnuðum við félagarnir rúmum tveimur kg af sembrafurufræi í Sviss en annars var eftirtekjan eins og í töflu 1. Undirrituðum fannst merkilegt að gera sér grein fyrir að bergfuran sem við erum að nota í skógrækt á Íslandi er hreint ekki dæmigerð fyrir bergfuruna sem Tafla 1. Sviss Sýni nr. Tegund Staður N A H. m y.s. Sv-4 Sembrafura P.cembra Furkapass 46°33´38,8” 08°21´49,7” 1.890 Sv-6 Sembrafura P.cembra Furkapass 46°33´50,1” 08°21´30,5” 1.940 Sv-9 Sembrafura P.cembra Flüelapass 46°47´14,4” 09°55´04,5” 1.980 Sv-10 Sembrafura P.cembra Flüelapass 46°49´24,3” 09°55´59,8” 2.090 Sv-15 Sembrafura P.cembra Genthal 46°46´25,0” 08°20´36,6” 1.850 fræ gr. Sv-4 Evrópulerki L. decidua Furkapass 46°33´38,8” 08°21´49,7” 1.890 54 Sv-5 Evrópulerki L. decidua Furkapass 46°34´06,3” 08°22´16,1” 1.800 <5 Sv-10 Evrópulerki L. decidua Flüelapass 46°46´24,6” 09°56´04,9” 2.090 <5 Sv-13 Evrópulerki L. decidua Ofenpass 46°39´48,9” 10°12´20,0” 1.800 40 Sv-14 Evrópulerki L. decidua Julierpass 46°27´46,8” 09°46´35,95” 2.040 7 Sv-2 Bergfura P.uncinata Sustenpass 46°43´58,0” 08°24´57,1” 1.980 11 Sv-6 Bergfura P.uncinata Furkapass 46°33´50,1” 08°21´30,5” 1.940 14 Sv-11 Bergfura P.uncinata Ovaspin 46°40´24,6” 10°10´03,3” 1.820 3 Sv-12 Bergfura P.uncinata Ofenpass 46°38´22,9” 10°17´31,6” 2.150 85 Sv-1 Rauðgreni P.abies Sustenpass 46°44´15,74” 08°23´41,16” 1.570 7 Sv-3 Rauðgreni P.abies Sustenpass 46°44´39,0” 08°30´28,4” 1.650 10 Sv-5 Rauðgreni P.abies Furkapass 46°34´06,3” 08°22´16,1” 1.800 51 Sv-9 Rauðgreni P.abies Flüelapass 46°47´14,4” 09°55´4,5” 1.980 <10
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.