Skógræktarritið - 15.05.2012, Blaðsíða 80
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201278
hefur hjarað einangraður á þessu þurra svæði í þús-
undir ára.
Við komuna til Briançon kom til móts við okkur
André Prochasson frá ONF en hann er höfuðpaur
og upphafsmaður hugmyndar um að vista erfðaefni
franskra fjallaskóga uppi á Íslandi (The French-Ice-
landic forestry partnership, eins og hann kaus að
kalla verkefnið). Um kvöldið var þingað um það
efni á veitingahúsi í bænum og enn frekar bragðað á
frönsku hnossgæti.
André hefur varið síðustu 20 árum á þessu svæði
og einkum fengist við verndun skóga og jarðvegs
og sýslað með skriðu- og snjóflóðavarnir. Hann er
þeirrar skoðunar að beit sé stærsti einstaki þátturinn
í því hvar skógar- og trjámörk eru á hverjum tíma en
þessi mörk hafa í gegn um tíðina rólað 400-600 m
upp og niður.
Col du Galibier – Bonnenuit – Lanslevillard –
Bramas
Nú var aftur haldið í vesturátt upp í Lautaret-skarð
en snúið til norðurs upp í enn hærra skarð Col du
Galibier án þess að gefa okkur tíma til að skoða
grasagarðinn í neðra skarðinu. Á leiðinni upp stöðv-
aði André oft för til að sýna okkur hvað væri við að
fást í verndun skóga og jarðvegs í háfjöllum. Þarna
sáum við augljós merki ofbeitar og stórar fjárhjarðir
gengu til beitar. Víða var enginn skógur nema stöku
reynitré og virtust þau eiga erfiða tíma. Lítið var af
elri og það ræfilslegt.
Hér erum við komnir norður í Savoie hérað í
svokölluðum Rón Ölpum og í þorpinu Bonnenuit
(nafnið þýðir góða nótt) hittum við fyrir skógar-
vörð svæðisins Harvé Lopez og Chantale Faure
skógtækni (Forest, wood and energy regional
service). Þarna var tekinn drjúg kennslustund í
fallegum lerki skógi og fræðst um líf- og erfðafræði
tegundarinnar, jarðvegsástand og hvað það sé í líf-
eðlisfræði og vistfræði lerkis og sambýlissveppa
sem geri lerkið að þessari lykiltegund í skógunum.
André fræddi okkur um jarðfræði þessa héraðs sem
er all skrautleg, afar mismunandi jarðvegssamsetn-
ing allt eftir því hvernig berglög leggjast (fellinga-
fjöll) og hvar setlög eru og hvernig efni úr þeim
dreifist niður hlíðar.
André er reyndar þeirrar skoðunar að til að lerk-
ið skipi þennan sess í beitarskógum og skógarnir
séu í e.k. jafnvægi sé hæfileg beit nauðsynleg í um-
setningu næringarefna, enda eru skógar af þessari
gerð beinlínis til orðnir sem sérstakt vistkerfi gegn-
um a.m.k. 5.000 ára beit búfjár. André virtist telja
nautgripi einkar þýðingarmikla í þessu hlutverki (at-
hyglisvert í samanburð við þá skoðun Skota að þung
húsdýr geti skaðað rótarkerfi trjáa). Megin tilgangur
eða stefna í skógræktinni þarna er margs konar til-
brigði af því sem kalla mætti beitarskóg. Sylvopast-
Timbur er í gríðarlegri sókn sem byggingarefni í Frakk-
landi og hvers konar not eru fundin upp og prófuð. Öll
vegrið sem bar fyrir augu okkar í fjallahéruðum voru gerð
úr bergfurubolum. Mynd: Brynjólfur Jónsson.
Bergfuran er álitin gríðarlega mikilvæg og öflug til að
binda jarðveg í rýru brattlendi, vegköntum og skriðum.
Mynd: SKÞ.