Skógræktarritið - 15.05.2012, Blaðsíða 81

Skógræktarritið - 15.05.2012, Blaðsíða 81
79SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012 ure var orðið sem André notaði gjarna og gladdist yfir hverri kúadellu sem hann sá í skóginum. André taldi sig geta metið með því einu að skoða jarðvegssnið í lerkiskógum hvort nægilegur um- gangur beitardýra væri í skógum; þar sem kúadellur (eða kindaspörð) féllu til í nægjanlegu magni væri næringarefnaástand jarðvegsins best fyrir gott lerki í þessari hæð. Semsagt: ofanjarðargróður segði til um ofbeit en neðanjarðarstarfsemi segði til um skort á beit (svona sem þumla-fræði í rekstri góðra lerki- skóga). Það er spurning hvort þýða má orðið sylvopasture (með ypsilon upp á frönsku) sem hagaskóga frem- ur en beitarskóga. Hagi ku vísa til beitar í aðhaldi (undir stjórn) samanber að halda fé sínu til haga, fremur en frítt-ráfandi. Sylvopasture er ekki uppfinning seinni tíma skóg- fræði heldur aldagömul búskaparhefð bænda á svæðinu. Í Vallorie eru skógarmörk víða mun lægri en „efni standa til“ og gestgjafar sögðu okkur að undanfarna fjóra áratugi hafi verið lögð mikil áhersla á að rækta upp skógarlundi í hlíðum og brekkum til að binda snjóa og jafna vatnsbúskap. André kallaði skógar- mörkin einfaldlega „vígvöllinn“ þar sem trjágróð- ur tækist á við ofbeit eða óstjórnaða beit fremur en loftslagsaðstæður. Menn telja almennt að skógarmörk hafi færst nið- ur um 400-600 m með búsetu manna en rannsóknir (C 14 og árhringjafræði) sýna að skógur var hærra frá því fyrir um 50.000 árum og þar til beitarbúskapur hófst fyrir um 10.000 árum. Hér hefur lengi verið stunduð verndarskógrækt en það er erfitt verk og á árum áður þurfti oft að flytja jarðveg á hestum um langan veg til að hægt væri að rækta tré. André taldi bergfuruna afar þýðingarmikla í þeim tilgangi að varna skriðurennsli hvort sem það er í hlíðum eða manngerðum vegfláum og þess háttar, þar væri engin tegund betri. Náttúrulegir lerkiskógar þurfa að geta þolað ágústfrost allt niður í 1.400 m hæð og snjó í öllum mánuðum. Frostskemmdir eru algengar en samt er skógurinn að gefa verðmætt timbur með allt að 12 m beinum bolum. Við urðum að hraða för til að ná til Bramas um hádegisbil en André gaf sér þó tíma til að stoppa Þung beit var víða augljós hátt í hlíðum, hér sést stór fjárhópur í Lautaret skarði. Mynd: Brynjólfur Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.