Skógræktarritið - 15.05.2012, Page 87
85SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012
Inngangur
Við útplöntun aspa og víðitegunda er nokkuð al-
gengt að rótum sé plantað dýpra en þær hafa áður
staðið og er það gjarnan talið til bóta, m.a. þar sem
plantan verði stöðugri og nái betri rótfestu. Einn-
ig er talið að aspir geti myndað nýtt rótarkerfi frá
stofni sem leyst geti gamla rótarkerfið af hólmi.
Á síðustu árum hefur færst í vöxt að jarðvegi sé
fyllt upp að stofni trjáa, aðallega öspum, og var það
gert snemmsumars árið 2008 við Kringlumýrar-
braut, þar sem um 90 tré voru felld inn í hljóðmön
sem sett var upp m.t.t. hljóðvistar vegna fyrirhug-
aðra bygginga við Fossvogsveg. Sumarið 2010 voru
síðan aspir felldar inn í hljóðmön sem liggur með-
fram Hringvegi 1 í Mosfellsbæ.
Markmiðið með rannsókninni er að kanna áhrif
jarðvegsfyllinga á heilbrigði og vöxt trjáa. Rann-
Höfundar Magnús Bjarklind, Ólafur Eggertsson, Þorbergur Hjalti Jónsson og Árni Bragason
sóknin er unnin að frumkvæði verkfræðistofunnar
EFLU í samstarfi við Rannsóknastöð skógræktar
á Mógilsá, Félag skrúðgarðyrkjumeistara og Um-
hverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar.
Rannsóknin var unnin í tveimur hlutum. Haustið
2010 var tré grafið upp úr hljóðmöninni við Kringlu-
mýrarbraut og mat lagt á viðarvef og rótarkerfi þess.
Haustið 2011 voru síðan borkjarnar teknir úr trjám
í möninni og á aðliggjandi svæði til að leggja mat
á áhrif framkvæmdanna á vöxt þeirra. Vöktun á
svæðinu hefur farið fram síðan framkvæmdum lauk.
Lýsing á svæðinu og framkvæmdum við hljóð-
mön
Rannsókn fór fram á trjáröð af alaskaöspum (Popu-
lus trichocarpa), (um 90 tré) sem standa meðfram
austurhlið Kringlumýrarbrautar, á milli Bústaða-
Aspirnar við Kringlumýrarbraut
– áhrif jarðvegsfyllingar á heilbrigði og vöxt trjánna
1. mynd. Aspirnar á hljóðmöninni við Kringlumýrarbraut, haustið 2010.