Skógræktarritið - 15.05.2012, Page 89
87SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012
Borkjarnasýni
Borkjarnar voru teknir úr öspum á fjórum mismun-
andi svæðum (mynd 4 og 6) og voru 5 lifandi tré
valin á hverju svæði. Sýnin voru tekin í 0,3 m hæð
frá yfirborði fyllingar (mynd 5). Kjarnar úr trjánum
sem lágu utan áhrifasvæðis framkvæmda (Svæði D)
voru tekin í brjósthæð (1,3 m).
Breidd árhringja var mæld í öllum borkjörnum
og breyting á grunnfleti trjánna reiknuð út frá ár-
hringjabreiddum. Meðal árleg breyting á grunnfleti
var síðan reiknuð út fyrir hvert svæði. Árhringir
voru einnig mældir í öspinni sem grafin var upp úr
hljóðmöninni til að kanna hvenær frumuskiptingu í
vaxtarvef neðan jarðvegsfyllingar lauk eftir að fyllt
var að öspunum. Hæð trjánna var mæld og þver-
mál á þeim sem stað sem sýnin voru tekin. Í töflu 1
eru nánari upplýsingar um sýnatökusvæðin, ástand
trjánna, hæð, þvermál og fyllingarþykkt.
Uppgröftur á ösp, aðferð
Ákveðið var að grafa upp eina ösp í suðurenda man-
arinnar, á svæði A (mynd 4), þar sem fyllingin er
4. mynd. Loftmynd af rannsóknarsvæðum. Sýnatökustaðir
(A-D). Mynd úr Borgarvefsjá Reykjavíkurborgar.
5. mynd. Sýnataka úr öspum með árhringjabor í 0,3 m
hæð frá yfirborði.
6. mynd. Myndir
af trjám á sýna-
tökusvæði A-D.
Staðsetningu
trjánna má sjá á
mynd 4.