Skógræktarritið - 15.05.2012, Síða 93

Skógræktarritið - 15.05.2012, Síða 93
91SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012 liggur neðan við mörk súrefnis (á loftfirrtu svæði, anaerobic) drepst. Áhrif jarðvegsfyllinga koma hratt fram, þar sem engin viðarvöxtur mælist neðan við loftfirrt mörk sumarið eftir að fyllt var að öspunum. Á öspum geta nýjar rætur myndast á stofni ofan við loftfirrt mörk, þ.e. á 0 - 80 cm dýpi. Nýju ræt- urnar eru virkastar á 20-40 cm dýpi og mestur grunnflötur róta er á því dýpi (mynd 10). Meginhluti gamla stoðrótarkerfisins í uppgröfnu öspinni var ofan við 40 cm dýpi. Ræturnar virðast geta lifað niður á u.þ.b. 80 cm dýpi (háð súrefnis- innihaldi jarðvegs). Þar af leiðandi má áætla að kaf- færing stoðrótarkerfis um sem nemur allt að 40 cm gæti verið þolanleg fyrir tréð, þ.e. meginhluti stoð- rótarkerfis gæti e.t.v. lifað það af. Ljóst er að sá hluti rótarkerfis sem færi niður fyrir loftfirrt mörk myndi drepast. Hér er átt við að rannsóknin á öspinni gefi til kynna að fylling eða djúp útplöntun sem nemur að hámarki 40 cm geti sloppið til en hefur í engum tilfellum góð áhrif á vöxt eða heilbrigði trjánna. Sem dæmi má nefna að aspir á svæði C virðast hafa þol- að fyllingu sem nemur um 50 cm. Rannsóknin staðfestir að fylling eða djúp útplönt- un neðan við ofangreind mörk hafi neikvæð áhrif á vöxt, heilbrigði og líftíma aspa. Þau tré sem verða verst úti við miklar jarð- vegsfyllingar eða djúpa útplöntun eru stærri tré. Nýjar rætur sem myndast á stofni geta aldrei séð stóru tré fyrir nægjanlegu fram- boði næringarefna og vatns þar sem eldra rótarkerfi drepst. Leiða má líkum að því að ef fyllt er meira en t.d. 100 cm upp að stórum trjám (>5 m) munu þau bera varanlegan skaða og skapa hættu innan fárra ára. Þetta á við um stóran hluta þeirra aspa sem standa við Kringlumýrarbraut og einnig margar þær aspir sem árið 2010 voru felldar inn í hljóð- mön sem liggur meðfram Hringvegi 1 í Mos- fellsbæ. Hafa ber í huga að rannsókn þessi nær til trjátegundar (aspa) sem hefur mikið álags- þol, m.a. gagnvart jarðvegsdýpi. Líklegt er að áhrif jarðvegsfyllinga á aðrar stórvaxn- ar trjátegundir, sem notaðar eru í sambæri- legum tilgangi og aspir, hefðu mun alvarlegri áhrif á heilbrigði og líftíma. Vonandi gefst tækifæri á að rannsaka breytilegt álagsþol trjátegunda, m.t.t. ólíkra aðstæðna, í náinni framtíð. Höfundar vona að niðurstöður rannsóknarinn- ar verði jákvætt innlegg í faglega uppbyggingu og umhirðu trjágróðurs á Íslandi. Þolmörk aspa gagn- vart jarðvegsdýpi eru nú betur þekkt en áður sem og áhrif á viðarvöxt og heilbrigði. Framhald rannsókna Gert er ráð fyrir að fylgst verði með ástandi aspanna við Kringlumýrarbraut á næstu árum. Mögulega verður önnur ösp grafin upp til síðari samanburðar. Miklar líkur eru á að þær aspir sem fyllt hefur ver- ið að í Mosfellsbæ muni á næstu árum verða fyrir skemmdum og því er reiknað með að fylgjast með ástandi þeirra á næstu árum. Þakkir Við þökkum eftirfarandi aðilum sem aðstoðuðu okkur við rannsókn þessa; Þorkeli Gunnarssyni og Hirti Jóhannssyni hjá Félagi Skrúðgarðyrkjumeist- ara og Þórólfi Jónssyni hjá Umhverfis- og sam- göngusviði Reykjavíkurborgar. Heimildir: Pirone, P., J. Hartman, M. Sall, og T. Pirone. 1988. Tree Maintenance. Sixth Edition. Oxford Univ. Press, New York, 514 bls.                              ! "#$%& '' ()(*+,,()(*++," - ./   0      1 ! 
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.