Lögfræðingur - 01.01.1898, Qupperneq 85
Handbók fyri r hreppsnefndarmenn.
85
hreppsnefndin í vafa um, livort hún hafi heimild til að
aðslækni, leita hjá honum allrar þeirrar leiðbeiningar, sem
þær þurfa til þess að gegna þeiiri sýslan sinni, sem hjer er
um að ræða, og fá hjá honum tilsögn um, hvernig vömum
gegn næmum sjúkdómum verði helst við komið. Einnig
skulu hreppsnefndirnar eða aukanefndir þeirra í öllum grein-
um styðja hreppstjórann (sbr. 28. gr. hreppstjóraregiugjörð-
arinnar), til þess að framfylgja þeim fyrirskipunum, sem sýslu-
maðurkann að gjöra, til þess að stemma stigu fyrir útbreiðslu
næmra sjúkdóma samkvæmt tillögum og ráðleggingum hjer-
aðslæknis.
Ennfremur skulu hreppsnefndirnar í sjávarplássum eða
aukanefndirnar styðja lögregluvaldið og hreppstjðrana til alls
þess, sem lýtur að því að gæta söttvarnarlaganna (laga 17.
desbr. 1875, og viðaukalaga 24. okt. 1879).
3. gr. Hreppsnefndirnar skulu hafa nákvæmt eptirlit með
öllu því, er til almenns þrifnaðar og hreinlætis horfir, svo
sem að salerni og byrgðar forir sjeu á hverjum bæ, helst á
afviknum stöðum. Nefndin skal gjöra sjer far um, að menn
byggi svo hús sín, að sem minnstur verði raki í þeim, að þau
sjeu rúmgóð. björt ogsvoumbúið, að hleypa megi inn hreinu
lopti; húu skal sjá um, að ekki sje fleira fólk í baðstofum
eða húsum að staðaldri, en heilsusamt þyki, þegar tillit er
tekið til rúms og stærðar hússins. Nefndin skal vandlæta
um allskonar hreinlæti á heimilum i hreppnum, |og komist
hún að því, að eitthvert heimili annaðhvort sökum fátæktar
eða hirðuleysis og óþrifnaðar sje svo ásigkomið, að heimilis-
mönnum sje við heilsutjóni búið, skal hún gjöra sitt ýtrasta
til að bætt verði úr þessu.
4. gr. Hreppsnefndirnar eða aukanefndir þeirra skulu
brýna fyrir mönnum, að sulli úr hausum af höfuðsóttarkindum
og sollið siátur skal brenna eða grafa svo djúpt í jörðu, að
hundar ekki geti náð því, og yfir höfuð styðja hreppstjórana
af fremsta megni í því, að framfylgja fyrirmælum tilsk. 25-
júní 1869 um hundahald (nú Jög 22. maí 1890, 5. gr.