Lögfræðingur - 01.01.1898, Síða 146
Páll Briem.
140
(um sveitarútsvör), sjá Hb. f. hrn., bls. 90—97 hjer að
framan, Skýring laga nr. 12 frá 9. ágúst 1889 o. fl.
eptir Jón Magnússon í Tímariti Bókm.fjel. 1897, bls.
100—112. og llitsjá lijer að aptan.
105) Lög 24. jan. 1890 um meðgjöf með ósldlgetnum
börnum o. fl. Eptir 1. gr. í lögum þessum er móður ó-
skilgetins barns heimilt að krefjast þess, að föður þess
verði gjört að skyldu, að greiða að minnsta kosti helming
af barnsfararkostnaðinum; getur hún heimtað þetta eins
og meðlagiö með barninu.
í 2. gr. eru ákvæði um það, að meðlög með óskil-
getnu barni, allt, til 10 ára aldurs, megi lieimta í dánar-
búi föður þess sem gjaldkræfa skuld, en beiðnin verður að
koma til skiptaráðanda, áður en skuldlýsingarfrestur er liðinn
eða 0 mánuðir frá láti föðursins, hafi skuldlýsingarfrestur
eigi verið boðaður *). Meðlag skal þó aldrei leggja út, ef
óskilgetna barnið er fætt, eptir að faðir þess kvongaðist, og
konan eða hjónabandsbörnin eru á lífi. Ef ekkja barns-
föðursins situr í óskiptu búi, þá á hún að jafnaði að greiða
meðlög með óskilgetnu barni. Um meðlög, sem greidd
eru úrbúi barnsföðurs samkvæmt lögum þessum, skal fara
sem um íje forráðsleysingja (ómyndugra).
1) í ættmannarjetti I. H. Deuntzers, háskólakennara, 3. útg. hls.
313—315 eru lög pessi skýrð pannig, að eptir orðunum verði
að teija meðlagið sem hverja aðraskuld, er greiða skuli jafnt
í gjaldfærum sem gjaldprota búum.
En með hæstarjettardómi 1896 (Ugcskrift for Retsvæsen
1896, bls. 397) er ákveðið, að meðlagið skuli að eins greiða
i gjaldfærum eða skuldgreiðslufærum búum (sjá N. Lasseu,
Meddel. fra d, Retspraxis i Tidskrift f. Retsvidenskab. 1897.
bls. 437.