Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 159
Kitsjá.
150
yirðist |iað ekki rjett, ogfyrri merkingin er ekki fullnægj-
andi. Fyrir því er nauðsynlegt, að athuga enn betur, livers
konar heiniili eða dvöl getur kallast »fast, aðsetur«.
}>ess ('r þá fyrst að geta, að það virðist eigi rjett að
miða við það, hvort maður liati heimili annars staðar á
landinu. Eptir lausamannalögunum 2. febr. 1894 á sjer-
liver lausamaður að hafa fast ársheimili, en hann er ekki
skyldur að dvelja þar. Nú má setja það dæmi, að hann
ráði sig á einhverjum bæ í öðrum hreppi sem sjómann
yfir vetrar- vor- og haustvertíð og ennfremur sem kaupa-
mann að sumrinu. }>á sýnist vera hans í hreppnum full—
nægja því að vera.fast aðsetur. Skólakennari getur haft
konu sína og' börn, hús og heirnili í einum hreppi og ver-
ið þar yfir sumarið, en farið svo undir veturinn í þann
hrepp, þar sem skólinn er, og dvalið þar allan veturinn.
Vetrardvöl hans sýnist fullkomlega mega teljast fast að-
setur. Bóndi ræður sig til að smíða hús fyrir mann í
öðrum hreppi, hefur fæði og húsnæði og dvelur mestan
hlivta ársins í hreppnum. fetta virðist einnig verða að
telja fast, aðsetur, þó að lögheimili hans sje annars staðar.
}>að virðist því ekki mega eingöngu fara eptir því,
hvort maður á heimili annars staðar, lieldur hvernig veru
manns eða dvöl er háttað, og þá má auðvitað taka tillit
til lögheimilis manns. }>aö sem mest þarf að taka
tillit til er það, að dvölin sje föst, en ekki komin
af tilviljun, óhöppum eða þannig háttað að vera manns
sje alveg óákveðin eða óvís. Ef manni er lofað að vera
á einhverju heimili annaðhvort af því, að liann er í kynn-
isför eða hann verður veikur o. sv. frv., þá er eigi hægt
að telja slíkt fast aðsetur; það er heldur eigi fast aðsetur,
þegar maður bíður eptir skipsferð, eptir öðrum manni, ept-
ir veðri, eptir góðri færð. }>að er heldur eigi fast aðset-
ur, þegar maður fer í aðra sveit og dvelur þar, meðan
þar er góð veiði, góð atvinna o. sv. frv.; í öllum þessum
ástæðum er veran óvís, óákveðin eða tilfellileg. Að vísu
mun það sjaldan eiga sjer stað, að veru manns sje þann-
ig háttað í fulla 4 mánuði, en þetta getur iðulega komið
fyrir urn nokkurn hluta af 4 mánaða dvöl manns, þannig
að aðsetur manns sje fast t. a. m. 3*/a mánuð, en svo