Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isRakel með landsliðinu til Svíþjóðar / B1 Fer Snorri með Atla til Friesenheim? / B1 4 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í Frá rannsóknum yfir í þróun lyfja / C4 Boð og bönn í bandarískum greiningum / C6 Mokfiskirí við Eyjar / C9 Fjallaloftið gerir best / C11 RÍKISSJÓÐUR hefur á grundvelli heimildar í fjárlögum gengið frá samningi um kaup á Valhöll, Þing- völlum, ásamt lóðarréttindum og öðrum tilheyrandi réttindum. Selj- andi er Hótel Valhöll ehf. Í tilkynningu fjármálaráðuneytis- ins kemur fram að kaupverðið er 200 milljónir og er samið um að andvirð- ið gangi til greiðslu á áhvílandi veð- skuldum. Í tengslum við kaupin var samið um að fella niður málarekstur vegna ágreinings aðila um eignar- réttindi á staðnum. Lengi verið heimild í fjár- lögum fyrir kaupunum Geir H. Haarde, fjármálaráð- herra, segist vera mjög ánægður með það að loks skuli hafa náðst að gera samning um að ríkið kaupi þessa eign. „Það hefur verið heimild í fjárlögum í mjög mörg ár til þess að gera þetta. Og þetta gerist núna í tengslum við ákveðið fjárhagslegt uppgjör sem á sér stað milli ríkisins og aðaleigandans, þ.e. varðandi upp- gjör skulda sem hafa hvílt á Valhöll og að hluta til einnig á Hótel Örk. Niðurstaðan er sú að ríkið eignast þessa gömlu og glæstu eign með öll- um réttindum sem henni fylgja. Og þar með falla einnig niður allar deil- ur og ágreiningsmál sem uppi hafi verið um lóðar- og eignarréttindi, viðbyggingu og annað.“ Aðspurður um hvernig stefnt sé að því að hagnýta þessa eign segir Geir að það hafi ekki enn verið ákveðið en: „ég geri ráð fyrir því að forsætisráðuneytið og Þingvalla- nefnd muni hafa forystu um að marka þarna stefnu um skynsam- lega nýtingu á húsinu.“ Geir segist telja kaupverðið vera mjög sanngjarnt. Verðið sé auðvitað alltaf umdeilanlegt enda liggi ekki fyrir nokkurt markaðsverð. „En ég tel engu að síður að við getum vel við unað.“ Mun lægra verð en Kruger bauð Jón Ragnarsson, einn af eigendum Hótel Valhallar, sagðist ekki vilja tjá sig um söluna umfram það sem kom- ið hafi fram í tilkynningu fjármála- ráðuneytisins. Ekki sé um það að ræða að segja þurfi upp starfsfólki þar sem hótelið hafi ekki verið í rekstri. Aðspurður segir Jón að verðið sem Verino Investment bauð fyrir hönd Howard Kruger í Valhöll haustið 2000 hafi verið mun hærra. „En það voru óljós atriði í sambandi við lóðarréttindi og sú sala gekk því ekki en ég er mjög sáttur við það verð sem ég hef nú fengið fyrir Val- höll.“ Jón segir að fyrirhugað uppboð á Hótel Örk hafi gengið til baka, þ.e. það hafi þegar verið afturkallað í kjölfar kaupsamningsins á Valhöll. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ríkið kaupir Hótel Valhöll með öllum réttindum á 200 milljónir SENDINEFND Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins fagnar ákvörðun íslenskra stjórn- valda um veiðileyfagjald. Hún segir einnig að umfangsmikl- ar skipulagsumbætur stjórn- valda í því skyni að auka skil- virkni og vaxtarmöguleika hagkerfisins séu lofsverðar. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar, en hún kynnti sér íslensk efnahagsmál í síð- ari hluta marsmánaðar. Skattaumhverfið orðið alþjóðlegra Í skýrslunni segir að skattabreytingar sem tóku gildi á þessu ári endurbæti skattheimtu af tekjum ríkis- ins, einkum vegna sparnaðar og fjárfestingar, og færi ís- lenska skattaumhverfið nær því sem gerist á alþjóðavett- vangi. Þá fagnar nefndin ákvörð- uninni um veiðigjald sem sé ætlað að ná til þeirrar rentu sem lykilauðlind þjóðarinnar gefi af sér. Sendinefndin lítur einnig til þeirrar ætlunar að halda áfram að lækka skuldir hins opinbera með einkavæðingu margra ríkisfyrirtækja sem var frestað árið 2001 vegna markaðsaðstæðna. Í þessu samhengi hvetur sendinefnd- in stjórnvöld til þess að huga að því að auka hlutverk einkarekstrar í þjónustu- greinum sem nú eru reknar af hinu opinbera svo sem á sviði heilsugæslu og mennt- unar. Er það álit nefndarinn- ar að skref í þessa átt gætu bætt þjónustuna og jafnframt létt á útgjaldabyrði hins op- inbera. Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn Veiði- leyfa- gjaldi fagnað TALSMAÐUR bandaríska álfyrir- tækisins Alcoa, sem er meðal þeirra fyrirtækja sem íslensk stjórnvöld vonast eftir samstarfi við um stór- iðju á Austurlandi, segir í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið sé ætíð að leita að nýjum tækifærum í álframleiðslu í heiminum en spurt var hvort Alcoa hefði áhuga á að taka þátt í uppbyggingu álvers á Ís- landi. Jake Siewert, aðstoðarforstjóri upplýsingamála hjá Alcoa, staðfesti einnig í samtali við blaðið að fulltrúi íslenskra stjórnvalda hefði nýlega sett sig í samband við fyrirtækið og lýst yfir áhuga á að fá Alcoa til við- ræðna um þátttöku í stóriðjuverk- efni á Íslandi. Siewert vildi ekkert segja til um viðbrögð Alcoa við þessu erindi stjórnvalda. Fyrirtækið myndi væntanlega fá frekari upplýsingar og fylgjast með framvindu mála hér á landi. Hann sagði, aðspurður, að talsmenn Norsk Hydro hefðu ekki verið í viðræðum við Alcoa um þátt- töku í Reyðarálsverkefninu. Með starfsemi í 38 löndum Alcoa er stærsta álfyrirtæki í heimi með árlega framleiðslugetu upp á 3,2 milljónir tonna af áli. Fyr- irtækið var stofnað í Pittsburgh í Bandaríkjunum um miðjan níunda áratug 19. aldar og hefur vaxið jafnt og þétt síðan. Höfuðstöðvarnar eru í Pittsburgh í Pennsylvaníu-ríki. Al- coa er með 350 verksmiðjur í 38 löndum, m.a. á nokkrum stöðum í Evrópu, og hjá fyrirtækinu starfa um 129 þúsund manns. Tekjur Al- coa á síðasta ári námu 23 millj- örðum Bandaríkjadala eða um 2.300 milljörðum íslenskra króna. Að sögn Jake Siewerts er Alcoa stöðugt að vinna að nýjum verk- efnum í áliðnaði. Sem dæmi um það nefndi hann nýlegan áhuga stjórn- valda í Kanada og Finnlandi á sam- starfi við fyrirtækið um byggingu álverksmiðja í þeim löndum. Talsmaður Alcoa segir íslensk stjórnvöld hafa sett sig í samband við fyrirtækið Leitum ætíð að nýjum tækifærum EINNI bestu loðnuvertíð frá upphafi er nú lokið, þar sem saman fór gott verð fyrir afurðir og mikil veiði. Alls barst rúm 1 milljón tonna af loðnu á land á vertíðinni, þar af tæp 900 þús- und tonn eftir áramótin og hefur afli á vetrarvertíð aldrei verið meiri. Verð fyrir mjöl og lýsi hefur verið framleiðendum hagstætt að und- anförnu en ætla má að útflutnings- verðmæti loðnuafurða eftir vertíð- ina nemi um 16,3 milljörðum króna. Þó að fiskmjölsverksmiðjurnar séu að mestu þagnaðar í bili er nú víða unnið að því að selja framleiðsluna úr landi. Í vikunni var verið að skipa út mjölfarmi í Grindavík en þaðan verður siglt með hinn dýrmæta farm til Noregs þar sem mjölið er nýtt til fóðurgerðar fyrir fiskeldi. Morgunblaðið/RAX Góðri loðnuvertíð lokið  Verðmæti/C1 MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Ís- lands hefur lýst yfir áhyggjum vegna þess ástands sem skapast hafi með þeirri ákvörðun heilsugæslulækna að hætta útgáfu vottorða um óvinnu- færni launafólks vegna veikinda og slysa. „ASÍ mótmælir því að þessum réttindum sé teflt í tvísýnu vegna deilu heilsugæslulækna við stjórn- völd um gjaldtöku af sjúklingum og launamál lækna.“ Áhyggjur vegna vottorða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.