Morgunblaðið - 27.09.1988, Síða 25

Morgunblaðið - 27.09.1988, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 25 Arni Benediktsson Arnar Signrmundsson Arnar Sigur- mundsson, for- maður stjómar Sam- taka fískvinnslu- stöðvaima: Arlegt tapum 2 millj- arðar Ævar Agnarsson, Þorlákshöfii: Algjört ábyrgð- arleysi hvernig staðan er Þorsteinn Asgeirsson, Ólafsfirði: Landið að klofnaí tvennt „MENN hafa verið iðnir við að íofa aðgerðum en þau loforð iiafa ekki verið efhd. Það þarf að gera mikið og það strax, en enginn virðist ætla að þora það og jafnframt viðurkenna hve niikill vandinn er. Hann hefur ekki verið jafiimikiil í áratugi. Það þarf 20 til 25% gengislækk- un verðstöðvun og aftengingu lánskjaravísitölunnar, eigi að- gerðir að skila árangri," sagði Þorsteinn Asgeirsson, Cram- kvæmdasfjóri Hraðfiystihúss Ól- afsfjarðar. „Ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar gerði ýmislegt gott, en undirstaðan brast. Landsbyggðin hefur orðið undir í baráttunni við hagsmuna- hópana í höfuðborginni og lands- bygðarfólkið er orðið þreytt á því að sjá peningana flæða suður. Ekk- ert verður eftir og segja má að landið sé að klofna í tvennt. Við þolum þetta ekki öllu lengur enda höfum við sagt starfsfólkinu upp frá og með 14. október næst- komandi. Einstaka frystihús hafa verið svo vel stödd að þola taprekst- urinn án stórkostlegra skakkafalla eða rekstrarstöðunar, en flest hús- anna eru að fara á hausinn. Það þarf að gera þessa hluti strax en það er vandséð að veik fjölflokka- stjóm, þar sem allir verða að gefa eftir og allir setja úrslitakosti, geti gert eitthvað af viti.“ „ÞAÐ voru mikil vonbrigði að núvcrandi ríkisstjórn skyldi ekki ná saman um aðgerðir og ekki skyldi takast að mynda nýja um helgina. Staðan hefúr aldrei verið verri, mörg hús eru að loka og fleiri fylgja í kjölfarið. Það verð- ur svo erfitt fyrir marga að kom- ast af stað aftur, þvi skuldahalinn vegna langvarandi erfiðleika er langur. Meðal annars þess vegna hafa einhveijir hreinlega ekki þorað að loka,“ sagði Arnar Sig- urmundsson, formaður stjómar Samtaka fiskvinnslustöðvanna. „Við vorum famir að trúa því að ný ríkisstjóm yrði mynduð um helg- ina. Svo varð ekki og því er fyrirsjá- anlegt að aðgerðir til að leysa vanda fiskvinnslunanr dragast enn á lang- inn. Starfsstjórnin getur sjálfsagt ekkert gert og því er þetta algjör vandræða staða. Menn em hálf- hræddir við pólitíska sjóðsstofnun og millifærslu eins og talað hefur verið um, því meira en nóg af lánum hvílir á atvinnugreininni og enginn vill sjóðakerfisfrumskóginn yfir sig aftur. Það var búið að lofa ráðstöfun- um í maí, en þá kom ekkert nema lág gengislækkun. Skuldbreytingin frá ámnum 1984 og 1984 er enn þungur baggi á vinnslunni og þó rekstrarstöðunni verði komið yfír núllið margfræga, þarf að ná i peng- inga til að vinna þetta tap upp. Áætla má árlegt tap fískvinnslunnar um 2 milljarða króna við núverandi aðstæður. Að auki hefúr vinnslunni verið lánaður líklega um milljarður til skuldbreytingar á þessu ári. Þetta þarf allt að endurgreiða og menn verða til að byija með að fá lánað fyrir tapinu, sem stjómvöld skylduðu þá til með aðgerðarleysi sínu." orðin „VIÐ erum eiginlega orðlausir yfir því hvemig er komið fyrir fiskvinnslunni. Henni verður tæp- lega bjargað, þvi menn eru búnir að missa trúna á reksturinn. Það er spurning um það, hve mikið menn eigi í handraðanum, hve Iengi þeir geti þraukað," sagði Ævar Agnarsson, framleiðslust- sjóri Meitilsins í Þorlákshöfn. „Verð á fiskinum erlendis virðist enn vera að lækka og það virðist alveg sama hvaða pakkningar em reyndar, það er nánast vonlaust að endar nái saman. ðrvænting manna í greininni er því orðin svo mikil að flokkadrættir em úr sögunni, menn nenna ekki lengur að þræta um það hvorir standi verr, SH-húsin eða Sambandshúsin. Það er í raun algjört ábyrgðar- leysi hvemig komið er. Skárst hefði verið að ríkisstjóm Þorsteins Páls- sonar hefði gert eitthvað, en hún gerði það því miður ekki. Óvissan um myndun nýrrar stjómar er mikil og ástandið slæmt. Það verða miklir „timburmenn", sem menn fá eð lo- knu þessu „fylleríi"." Merki Menn- ingar- og minningar- sjóðs kvenna ARLEGUR merkjasöludagur Menningar- og minningarsjóðs kvenna er í dag, þriðjudag. Sal- an hefúr um árabil verið helsta tekjulind sjóðsins. Tilgangur sjóðsins er að vinna að menningarmálum kvenna, með- al annars mneð því að styðja kon- ur til framhaldsnáms og rannsókna að námi loknu. Sjóðurinn hefur gefíð út æviminningarrit í 5 bind- um. Þá gefur hann einnig út minn- ingarkort, sem er til sölu á skrif- stofu Kvenréttindafélgs íslands að Hallveigarstöðum. í dag, þriðjudag, á afmælisdegi Bríetar Bjamhéðinsdóttur, gengst stjóm Kvenréttindafélags Islands fyrir kaffisamsæti í fundarsalnum í kjalla Hallveigarstaða að Túngötu 14 í Reykjavík og hefst það kl. 20.30. Ráðstefha umijar- vinnslu og fjarkennslu RÁÐSTEFNA um Qarvinnslu og Qarkennslu í dreifbýli verður haldin í Norræna húsinu á morg- un, miðvikudag, og hefst hún kl. 10. Að ráðstefnunni stendur FILIN, (Föreningen för Informations- teknologiska Lokalcentra i Nord- en), samnorrænt félag sem vinnur að því að miðla nýrri upplýsingar- tækni í dreifbýli á Norðurlöndun- um. Þeir sem hafa áhuga á þátt- töku á ráðstefnunni eru beðnir um að hafa samband við Upplýsinga- þjónustu Háskólans, Jón Erlends- son, forstöðumann. Fréttatilkynning. ALLRA NÝJASTA MÁLE) ERSMÁMÁL með karamellubragði - málið sem getur bæði verið daglegt mál og sparimál.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.