Morgunblaðið - 27.09.1988, Side 50

Morgunblaðið - 27.09.1988, Side 50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 í fclk f fréttum „Jakob“ gaf skipun. Snöggiega heyrðist hviss og ýmis ankannaleg hljóð fylgdu í kjölfarið. Börnin böð- uðu út handleggjunum og sveigðu í allar áttir. Þau léku „tré í vindi“ en það var engin venjuleg norðanátt... Morgunblaðið/Emilla „Neeeeeeeei, það eru engin eplatré á íslandi"... sögðu þessar litlu stúlkur af miklum sannfæringar krafti. Morgunblaðið/Emilía Sumir þurfa aðeins að krúnka saman úti í horni, aðrir skunda heim með það mikilvægasta af öllu, nestisboxið. SKÓLALÍF „Eigum við kannski að vera „samfó““. Morgunblaðið/Emilia „Það er leikur að læra“ að eru mikil tímamót í lífí hvers bams þegar skólagangan hefst. Þá fyrst þurfa litlar mann- eskjur að gæta að mörgu sjálfar. Það má ekki mæta of seint í skól- ann, það er bara á vissum tíma sem maula má það sem mamma setti í nestisboxið, hlýða þarf nú öðmm en foreldrum, verkefnum þarf að skila, og svo verður auðvitað að tileinka sér þann vísdóm sem skólabækur geyma. í byijun skólagöngu fer tíminn í það að kynnast hvert öðm, og kenn- aranum. Fyrir utan hefðbundna stundaskrá er farið í alls kyns leiki, teiknað, sungið, saumað og jafnvel vefað en stærfræðin er alltaf vin- sælt fag hjá þeim yngstu. Þau vaxa hratt og þroskast, og verkefni eða leikir sem farið er í byijun annar, er fljótlega litið á með mikilli lítils- virðingu. „Guð hvað þetta er bafna- legt" heyrist einn góðan veðurdag úr öllum homum með tilheyrandi svip og andvarpi. „Fólk í fréttum" leit inn í kennslustund s_ex ára bama í Vest- urbæjarskóla. í þessum skóla, sem er í nýjum og glæsilegum húsa- kynnum, er svokallað „opið kerfí". Bömin læra það sama og annars- staðar tíðkast, en hinsvegar fá þau að ráða hvenær, en ekki hvort þau læra einhver tiltekin fög, og em þá tveir mismunandi aldurshópar gjaman að vinna að sama verk- efni. Síðan er haft eftirlit með hveiju bami fyrir sig, og gerð könn- un á hæfni þeirra þegar vissum áfanga er lokið. Það er heilt ævintýri, út af fyrir sig, að skoða sjálfsmyndir sem bömin teiknuðu fyrsta skóladaginn sinn, sum em bæði handa og fóta- laus, en sólin brosir niður til allra, úr einu hominu. I huga sex ára bams er eitthvað sem ræður því að gjaman em eplatré á þessum myndum, en eins og allir vita fínnast hvergi slík tré á íslandi! í „heimakróknum" þar sem bömin koma saman í byijun og í lok skóladags sátu krílin og lifðu sig inn í leik sem kennari þeirra stýrði. „Jakob segir" var viðkvæðið og áttu bömin að gera sem hann sagði. Þau léku slöngu, kisu, „tré í vindi", gerðu sér upp fílusvip eða ráku upp hlátursrokur, allt eftir pöntun þessa Jakobs. Eins og geta má nærri vom tilbrigðin æði mis- jöfn, og þeim mun spaugilegri. Þegar skóladegi var lokið flykkt- ust bömin með tilheyrandi ærslum fram og klæddu sig af nýtilkominni leikni í hlífðarfötin. Akefðin og stoltið skein úr andlitum litla fólks- ins þegar það axlaði nýju fínu skól- atöskumar sínar, sem geymdu kannski bara eitt nestisbox og pennaveski. Léttar em byrðamar, svona í byijun... „Við gerum okkar, ger- um okkar besta... og að- eins betur en það er það sem þarf...“ syngja islensku strákarnir í handknattleiksliðinu og þar bljóma orð að sönnu, því víst er að þeir hafa ekki látið sitt eftir liggja á Ólympíuleikunum í Seoul i Suður-Kóreu. Al- mennar Tryggingar h.f. hafa nú bæst í hóp þeirra sem veita handknatt- leiksíþróttinni stuðning. Á myndinni sést Ólafur Jón Ingólfsson, frá Al- mennum Tryggingnm h.f. óska liðinu góðs gengis á Ólýmpíuleikun- um og afhendir hann hópnum farangurs- og ferðaslysatryggingu, en Almennar Tryggingar sjá öllum átta landsliðum H.S.Í. fyrir slíkum hóp- tryggingum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.