Morgunblaðið - 27.09.1988, Page 56

Morgunblaðið - 27.09.1988, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 STJORNARMYNDUNARVIÐRÆÐURNAR: Sáttmáli Alþýðubandalags, Framsóknar- og Alþýðuflokks HÉR FER á eftir steftiuyfirlýs- ing' sú, sem Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Samtök um jafnrétti og fé- lagshyggju höfðu komið sér sam- an um, þegar upp úr stjórnar- myndunarviðræðum slitnaði á sunnudag: Ríkisstjóm Framsóknarflokks, Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Samtaka jafnréttis og félagshyggju er mynduð til að leysa bráðan efna- hagsvanda sem steðjar að þjóðinni og til að treysta gmndvöll áfram- haldandi uppbyggingar atvinnulífs, stöðu landsbyggðarinnar og vel- ferðarkerfis á Islandi. Ríkisstjómin mun byggja jöfnum höndum á rétti einstaklingsins til heilbrigðra framkvæmda og á samvinnu og samstarfí á félagslegum grundvelli. því að treysta atvinnuöryggi í landinu. Færa niður verðbólgu og vexti. Veija lífskjör hinna tekju- lægstu. Bæta afkomu atvinnuveg: anna og draga úr viðskiptahalla. í því skyni er nauðsynlegt að grípa til tímabundinna aðgerða í verð- lags- og launamálum, lækkunar fjármagnskostnaðar og ráðstafana til að bæta afkomu fyrirtækja í útflutnings- og samkeppnisgreinum og til að tryggja kjör tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna. Megin- atriði í stefnu ríkisstjómarinnar er sem hér segir: Efnahagsmál Markmið ríkisstjómarinnar í efnahagsmálum á þremur áram era: • Að treysta atvinnuöryggi í landinu samtímis því að verð- bólga verði hamin. Aðgerðir ríkisstjómarinnar til • Að bæta lífskjör hinna tekju- lausnar aðsteðjandi vanda miða að , lægstu. Jf’V M IIIPIELMII KOSTUR FYRIR ÞIG ÍVA2.3KO- bióívail- pVOL 0.5 L- pOnmvkingaR^-01-- barnið KAUPFELÖGIN UM LAND ALLT! • Að viðskipti við útlönd verði hallalaus. • Að tryggja afkomu útflutnings- og samkeppnisgreina. • Að framfylgja öflugri byggða- stefnu sem tryggi jafnvægi í byggð landsins. Samræmd stjóm ríkisfjármála, peningamála og gengismála verður grandvöllur efnahagsstefnu ríkis- stjómarinnar. Stefnt verður að stöðugleika í gengismálum. Aðhaldi verður beitt í ríkisfjármálum og peningamálum til að koma á og viðhalda jafnvægi í efnahagsmálum á næstu áram. Ríkisfjármál og lánsfjármál fyrir næsta ár munu miðast við að síá á þá þenslu sem verið hefur í þjóðar- búskapnum undanfarin misseri. Fjárlög fyrir árið 1989 verða sam- þykkt með afgangi sem nemur 1% af tekjum. Til að ná þessu mark- miði verða útgjöld ríkisins ekki hækkuð að raungildi frá því sem er á þessu ári. Auk þess verður tekna aflað í ríkissjóð meðal annars með skattlagningu fjármagnstekna. Lánsíjárlög munu mótast af ströngu aðhaldi að erlendum lán- tökum, meðal annars verður lán- tökuskattur í breyttri mynd fram- lengdur til ársloka 1989 og ríkis- ábyrgð á lántökum banka og fjár- festingarlánasjóða erlendis tak- mörkuð. Atvinnumál Mörkuð verður ný atvinnustefna sem tryggir hagvöxt og skynsam- lega nýtingu sameiginlegra auð- linda þjóðarinnar. Tekið verður fyllsta tillit til byggðasjónarmiða. Athafnafrelsi einstaklinga og fé- laga verður meginreglan í atvinnu- málum og fíjálsræði í milliríkjavið- skiptum. Ríkisstjómin mun með framkvæmd efnahagsstefnu móta almenna umgjörð um atvinnustarf- semi, sem hvetji til ábyrgðar eig- enda þannig að arðsemissjónarmið ráði ákvörðunum. • Skipulag rannsóknar- og þróun- arstarfsemi í þágu atvinnuveg- anna verður endurskoðuð og stuðningur hins opinbera við áhugaverð nýsköpunarverkefni í íslensku atvinnulífí aukinn. • Mörkuð verður sérstök fisk- vinnslustefna. • Ákveðið verður með löggjöf hvar skuli draga mörk milli al- mannaeignar og einkaeignar á náttúragæðum. • Skipulag orkuvinnslu og dreif- ingar verður endurskoðað með sameiningu orkufyrirtækja að markmiði. Orkulindir verða nýttartil atvinnuuppbyggingar. • Unnið verður að því að endur- skoða lög og reglur til þess að búa íslenskum fyrirtækjum sambærileg starfsskilyrði og samkeppnisaðilar þeirra erlend- is njóta. • Við fyrirhugaða fjárhagslega endurskipulagningu útflutn- ingsfyrirtækja verður stefnt að aukinni hagkvæmni í rekstri þeirra. • Bygging nýs álvers verður háð samþykki allra stjórnarflokk- anna að teknu tilliti til stöðu efnahagsmála. Vinnumarkaður Ríkisstjómin æskir vinsamlegra samskipta við aðila vinnumarkaðar- ins og mun hafa samráð við þá. Hún mun hafa framkvæði um: • Að auka starfsmenntun í at- vinnulífinu. • Að leita leiða til að auka fram- leiðni og bæta kjör. • Að taka upp viðræður um skipu- lag vinnumarkaðarins og starfs- mannastefnu ríkisins í því skyni að auðvelda mörkun sam- ræmdrar launastefnu, sem tryggi aukinn launajöfnuð. • Að setja löggjöf um aukna hlut- deild starfsfólks i rekstri og stjómun fyrirtækja. Fjármagnsmarkaður Stefnt verður að samrana og stækkun banka, meðal annars með endurskipulagningu á viðskipta- bönkum í eigu ríkisins. Markmiðið er að ná aukinni hagkvæmni og rekstraröryggi í bankakerfinu, minnka vaxtamun og tryggja eðli- lega samkeppni viðskiptabankanna og bæta þjónustu. • Ríkisstjómin mun beita sér fyr- ir setningu laga og reglna um fjármagnsmarkaðinn. • Lög verða sett um greiðslu- korta- og afborgunarviðskipti. • Sjóðakerfi atvinnuveganna verður endurskoðað og einfald- að. • Fjármagn sjóða verður í aukn um mæli varðveitt og ávaxtað í heimabyggðum jafnframt því sem athugaðir verða möguleik- ar á því að efla atvinnuþróunar- sjóði á landsbyggðinni. Utanríkismál Markmið utanríkisstefnu íslend inga era að treysta sjálfstæði lands- ins og gæta hagsmuna þjóðarinnar í alþjóðlegum samskiptum. Að því verður unnið með virkri þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Þessum mark- miðum verður meðal annars náð: • Með aukinni aðstoð og sam- vinnu við þróunarríki. • Með stuðningi við baráttu fyrir mannréttindum hvar sem hún er háð. • Með því að stuðla að friðsam- legri og bættri sambúð þjóða. • Með virkri þátttöku í umræðum um afvopnunarmál og kjam- orkuvopnalaus svæði í okkar heimshluta. Áhersla verður lögð á að auka þekkingu íslendinga á vígbúnaðarmálum, sérstak- lega á hemaðaramsvifum á Norður-Atlantshafi, til þess að leggja óhað mat á öryggismál- efni landsins og nálægra svæða. • Ekki verða gerðir nýir samning- ar um meiriháttar hemaðar- framkvæmdir og samskipti ís- lendinga og vamarliðsins verða endurmetin. • Með því að hvetja til og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um umhverfismál, sérstaklega um mengunarvarnir á Norður-Atl- antshafi. • Með því að búa íslenskt atvinnu- líf undir þær breytingar sem verða á viðskiptaháttum og efnahagsstjóm í Evrópubanda- laginu á næstu áram. Sérstak- lega verður unnið að því að laga íslenskt efnahagslíf að hinum nýju aðstæðum og tryggja við- skiptastöðu íslenskrar atvinnu- starfsemi án aðildar að banda- laginu. Ríkisstjómin áréttar áður yfir- lýsta stefnu Alþingis að hér á landi skuli ekki vera kjamorkuvopn. Stjómkerfisbreytingar Stjómkerfi ríkisins þarf að vera í stöðugri þróun sem tryggi árang- ursríka stjómsýslu með lágum til- kostnaði. í því skyni mun ríkis- stjómin vinna að eftirtöldum verk- efiium á kjörtímabilinu: • Sett verða almenn stjómsýslu- lög sem miða að aukinni vald- dreifingu. • Settar verða skýrar reglur um upplýsingaskyldu stjómvalda. • Æviráðning embættismanna verður afnumin. • Starfshættir og skipulag stjóm- arráðsins verða tekin til endur- skoðunar. • Sett verða lög um aðskilnað dóms- og framkvæmdavalds og unnið að endurskoðun annarra þátta réttarkerfisins. • Unnið verður að heildarendur- skoðun stjómarskrárinnar. • Kosningalög verða endurskoð- uð. Byggðamál Ríkisstjómin mun beita sér fyrir jafnvægi í byggðaþróun meðal ann- ars með eftirfarandi aðgerðum: • Sveitafélögin í landinu verða efld og aðstaða þeirra til að veita íbúum sínum félagslega þjónustu jöfnuð. • Lög um tekjustofna sveitafé- laga verða endurskoðuð með Stjórnunarfélag Islands TÖLVUSKÓU Ananaustum 15 Simi 6210 66 ------3==-— t Woni frwMdsnámskeið Wordnotandí: Á þessu námskeiði lærir þú flóknustu aðgerðirnar, sem spara þér mikinn tíma oggera vinnuna léttari Efni: - Stutt upprifjun frá fyrra námskeiði. - Prentun límmiða. - Sjálfvirkt efnisyfirlit. - Samsteypa texta og vistfanga. - Flutningur texta á disklingum tilprent- smiðju. Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen, ritvinnslukennari. Tími og staður: 3.-5. okt. frá kl 8.30-12.30. Ánanaustum 15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.