Morgunblaðið - 18.11.1993, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.11.1993, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 23 Nýr formaður JON Gunnar Baldvinsson nýkjör- inn formaður LS. Samtök fámennra skóla Jafurétti til náms tryg-gt SAMTÖK fámennra skóla hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem áhyggjum er lýst vegna þess skamma tíma sem til stefnu er þar til rekstrarkostnaður grunnskólanna verður færður til sveitar- félaganna. Það á að gerast hinn 1. ágúst 1995 og er óttast að hagræðingarsjónarmið muni bitna á nemendum framtíðarinnar. Samkvæmt fréttatilkynningunni eru mörg umfangsmikil mál er snerta sameininguna ófrágengin og er talið brýnt að sem mest jafn- rétti til náms verði tryggt svo börn geti sótt nám í sinni heimabyggð og samræmis gætt í grunnnámi um allt land. Ekki megi láta sparn- aðar- eða hagræðingarsjónarmið skerða rétt bama. Einnig verði tryggt að lítil sveitarfélög hafi fjár- hagslegt bolmagn til þess að kaupa þjónustu fræðsluskrifstofa og Námsgagnastofnunar með fram- lögum úr Jöfnunarsjóði. Ekki megi líta á rekstrartilfærsluna sem sparnaðaraðgerð. Fámennum sveitarfélögum verði að vera kleift að reka sinn skóla á sómasamlegan hátt. Loks er bent á að nauðsyn- legt sé að óháður aðili fylgist með því að sveitarfélögin sinni skyldu sinni og fari að lögum í rekstri grunnskólans. Doktor í bygg- mgarverkfræði SIGURÐUR Erlingsson varði doktorsritgerð í byggingarverk- fræði við Konunglega tæknihá- skólann (KTH) í Stokkhóhni 8. júní sl. Ritgerðin er á ensku og nefnist í lauslegri þýðingu Hreyfingarfræði- leg jarðvegsgrein- ing og beiting hennar á sveiflur af völdum rokktón- leika á Ullevi leik- vanginum. Dr. Sigurður Erlings- son er fæddur í Reykjavík 1960. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1980 og BS-prófi í jarðeðlisfræði frá Háskóla íslands 1984. Árið 1985 hóf Sigurð- ur nám við Konunglega tækniháskól- ann í Stokkhólmi og lauk þaðan MS-prófi í byggingarverkfræði 1988. Sama ár hóf hann störf við jarðtæk- nideild skólans sem lauk með áður- nefiidu doktorsprófí. Foreldrar Sigurð- ar eru Erlingur Sigurðsson og Vilborg Magnúsdóttir. Eiginkona Sigurðar er Anna Kristín Stefánsdóttir lyfjatækn- ir, og eiga þau tvo syni. Dr. Sigurður Erlingsson gegnir nú starfí dósents við vérkfræðideild Háskóla íslands, þar sem hann sinnir rannsóknum og kennslu á sviði jarð- tækni og grundunar. Aðalfundur Landssambands stangaveiðifélaga Rætt um fiskikort og rétt almennings AÐALFUNDUR Landssambands stangaveiðifélaga, sá 43. í röðinni, var haldinn í Munaðarnesi í Norðurárdal fyrir skömmu. Jón G. Bald- vinsson fyrrum formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur var kjörinn formaður, en fráfarandi formaður, Grettir Gunnlaugsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Aðalerindi fundarins fluttu þeir Árni ísaks- son veiðimálastjóri og Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra og fjölluðu þeir einkum um eldismálin og umhverfismál eins og þau snúa að stangaveiðimönnum. Fundurinn samþykkti samhljóða nokkrar ályktanir. Ein var á þá leið að fundurinn fagnaði að lög um lax- og silungsveiði hafi verið tekin til endurskoðunar og Halldóri Blönda! landbúnaðarráðherra þakkaður stuðningurinn vegna kaupa á lax- veiðikvótum Færeyinga og Græn- lendinga. I ályktuninni ítrekar fund- urinn fyrri óskir LS að fulltrúi þess verði hafður með í ráðum er lax- og silungsveiðilögin fara undir smásjá. Þá mótmælti fundurinn „síaukn- um tilhneigingum „landeigenda" til að takmarka umferð um landið og því að beitarrétthafar slái eign sinni á afrétti og veiðivötn á hálendi ís- lands“, eins og þar stendur. Einnig beinir fundurinn þeim tilmælum til yfirvalda að gerð verði nákvæm út- tekt á eignarrétti á landi. Afréttir og almenningar verði skilgreindir og umgengnis- og afnotaréttur almenn- ings þar ákveðinn og tryggður. Fundurinn lýsti og ánægju sinni með störf sem samstarfsnefnd LV, LS og LFH innti af hendi í þágu baráttunnar gegn ólöglegum laxveið- um í sjó og óánægju með tregðu stjórnvalda til að láta meira fé af hendi rakna til Veiðimálastofnunar og eftirlits með sjávarveiðum á laxi. Dómsmálaráðherra var hvattur til að beita sér fyrir harðari viðurlögum og virkara eftirliti. Loks var borin fram ályktunartil- laga sem var samþykkt, en ekki sam- hljóma. Enginn var þó á móti, en 39 fulltrúar veittu brautargengi. Fundurinn samþykkti að veita stjórn LS umboð til að kanna möguleika á útgáfu og sölu svokallaðra „físki- korta“ svo fljótt sem auðið er“, eins og þar stendur. Hugmyndin er að til að geta keypt veiðileyfí þurfi fyrst að hafa undir höndum fískikort sem munu fást keypt. Stjóm LS mun kanna möguleika á nýtingu arðs af slíkri sölu. Hafa menn haft á orði að með tilkomu fískikorta verði LS í stakk búið til að leggja sitt af mörkum í hvers konar rannsóknar- verkefnum sem koma stangaveiði- mönnum til góða. Sem fyrr segir var Jón G. Bald- vinsson kjörinn formaður, en með- stjómendur við hlið hans voru kjörn- ir Hjörleifur Gunnarsson SVFH og Svend Richter Ármönnum. Vara- menn vora kjörnir þeir Jón Bjarnason SVFK, Rafn Hafnfjörð SVFR og Jón Sigurðsson Straumum Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.