Morgunblaðið - 18.11.1993, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 18.11.1993, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 27 Afnotagjald fyrirtækja er hærra en heimila AFNOTAGJALD Pósts og síma fyrir heimilissíma er 1.382 með virðisaukaskatti en afnotagjald fyrir síma, sem skilgreinist sem atvinnusími, er helmingi hærra eða 2.764 kr. Afnotagjald greið- ist ársfjórðungslega. „Innifalinn er ákveðinn skrefa- fjöldi og á höfuðborgarsvæðinu eða á 91-svæðinu eru 200 skref innifalin í hverjum ársfjórðungi, en úti á landi 400 skref. Hvað varðar heimilissíma, þá er-þetta stór hluti af afnotagjaldinu. Svo dæmi sé tekið kostar hvert skref á höfuðborgarsvæðinu 3,32 kr. sem þýðir 664 kr. upp í afnota- gjaldið. Upphæðin tvöfaldast úti á landi og verður 1.328 kr., eða nánast það sem nemur afnota- gjaldinu 1.382 krónum,“ segir Kristján Indriðason, aðstoðar- framkvæmdastjóri fjármálasviðs Pósts og síma. Aðspurður um ástæðu fyrir þessum mun milli höfuðborgar- svæðis og landsbyggðar segir Kristján: „Menn úti á landi þurfa að nota meira langlínu en íbúar höfuðborgarsvæðisins til að sækja þjónustu opinberra stofnana. Því hefur þetta fyrirkomulag verið talið eðlilegt." Þrír gjaidflokkar eru í gildi í almenna símakerfinu innanlands. Fyrsti flokkur tekur til staðarsím- tala og þar eru 240 sekúndur í hverju skrefi ef hringt er á dýr- asta tíma sólarhringsins frá kl. 8-18 mánud. til föstud. Áftur á móti ef hringt er úr Reykjavík til Akraness, Selfoss eða Keflavíkur fellur símtalið undir annan gjald- flokk og þá eru aðeins 48 sekúnd- ur í skrefi. í þriðja lagi ef hringt er að sunnan vestur eða austur á firði eða norður í land eru 32 sek- úndur í skrefi. Þá má geta þess að sólarhringn- um er skipt í 3 verðflokka til að dreifa álagi. Dýrast er að hringja á virkum dögum kl. 8-18. Ódýrara er að hringja á kvöldin kl. 18-23 og ódýrast um helgar og nætur.p JI 3000 blóm á blómamarkaði FORRÁÐAMENN hjá Hagkaup hafa keypt upp lager af potta- plöntum úr þremur gróðurhús- um eða alls um 3.000 pottaplönt- ur. í dag hefst þvi blóma- markaður hjá Hagkaup í versl- unum þeirra í Kringlu og Skeifu. Um er að ræða ýmsar plöntur og til dæmis munu gúmmítré 30-40 sentimetra há kosta 248 krónur, fígusar frá 199 krónum, drekatré 30-45 sentimetra há 298 krónur, monstera á 249 krónur og Madagaskar pálmi á 249 krónur. Bónusgámar sendir til Færeyja JÓHANNES í Bónus hefur fyllt þijá gáma af íslenskum varningi og sent til Færeyja en á laugar- daginn verður formlega opnuð þar verslunin Bónus. Um er að ræða íslenska osta, sælgæti frá Góu, Nóa og fleirum íslenskum framleiðendum, gos- drykkir og ýmsar vörur sem fram- leiddar eru á íslandi undir merkinu Bónus; uppþvottalögur, síróp og fleira. ■ fmrnm wnrn* ifflBw Masijy £;1ÍIIJ3JU cKöppErshu5[h) mm Wil ★ Þvottavél ★ 800 sn./mín. ★ 4,5 kg. ★ 16 þvottakerfi. ★ Sparnaðarhnappur. ★ Þriggja ára ábyrgð. 64.2111,- ★ Þurrkari ★ 4,5 kg. ★ Yfirhitunaröryggi. ★ Góð gufulosun. ★ Barnaöryggi. ★ Valkerfi eftir efnum. ★ Eyðsla 2,1 kwh. ★ Kæliskápur ★ Kælir 190 I. ★ Frystir 40 I. ★ Stjörnur 4. ★ Hraðfrysting. ★ Sjálfv. afhr. * Innbyggingarofn * Grillelement. * Snúningsmótor. * Hæð 59,5 cm. * Breidd 59,5 cm. ★, ★ Gufugleypir ★ Þriggja hraða. ★ Fyrir kol og útbl. ★ Hæð 15 cm. ★ Breidd 60 cm. ★ Dýpt 48 cm. ★ Eldavél ★ Tvær hraðsuðuhellur. ★ Grillelement. ★ Geymsluhólf. ★ Hlífðarlok. ★ Árs ábyrgð. ★ 50 cm breið. Á hausttilboðinu er mikið úrval heimiiistækja með 10-50% afslætti. Opið á laugardögum Frí heimsending og tenging á höfuðborgarsvæðinu. Við losum þig við gömlu tækin. h/f VISA Verslun Rafha, Lækjargötu 22, Hafnarfirði, sími 50022. Borgartúni 26, Reykjavík, sími 620100. (E Visa, Euro eða Munalán. Greiðslukjör við allra hæfi. íl® *V*- nfr t\'' n),-> 1 Gildir til 21. nóvember 1993 . :öí;.c Gildir til 25. nóvember ‘93 f\c vS* yí' m & OO V vf* Gildirtil 21. nóvember1993 Gildirtil 5. desember ‘93. *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.