Morgunblaðið - 18.11.1993, Síða 41

Morgunblaðið - 18.11.1993, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 41 r „BRUNKUR“ Þegar ég byrjaði að búa, bökuðu allar myndarlegar hús- mæður einu sinni í viku. Þá voru líka flestar mæður heima og börnin fengu oft eitthvað nýbakað með eftirmiðdags- kaffinu. Börnin mín segja stundum að það hafi verið svo gott að koma heim úr skólanum og fínna bökunarilminn mæta þeim í forstofunni og að það versta við að ég fór að vinna úti hafi verið að fá ekki eftirmiðdagshressinguna hjá mömmu. Mín sælasta bemskuminning er ilmurinn úr eldhúsi móður minnar, ilmur af nýbök- uðu brauði og brenndu kaffí, en þá brenndu flestar húsmæður kaffíbaunirnar heima, síðar vora þær settar í kaffikvörn og svo sátu börnin á gólfínu og möluðu kaffíð. Á mínu bernskuheimili var mjög stór kaffíkvörn, sú stærsta sem ég hefí séð. Alltaf þegar kökuuppskriftir era í þess- um þætti, fæ ég mikil viðbrögð frá lesendum, svo að ég veit að þeir kunna að meta kökurnar. Bömin sem ég kenni segja að amma baki alltaf en pabbi og mamma mjög sjaldan. Þau ætla sér að vera dugleg að baka þeg- ar þau era komin með heimili og börn. Flestir foreldrar vinna utan heimilis og því lítill tími til kökubaksturs, en hér era upp- skriftir að fljótlegum kökum ættuðum frá Ameríku, kökum sem heita brownies, en við gæt- um bara kallað brúnkur og þær geta stálpuðu börnin bakað sjálf. Brúnkur (brownies) 4 egg 4 dl sykur 1 tsk. vanillu- dropar 2 dl brætt smjörlíki 4 dl hveiti 3 msk. kakó 1 tsk. lyfti- duft Vt tsk salt 1 dl saxaðar hnetur 1 dl saxaðar rúsínur . 1. Bræðið smjörlíki, kælið að mestu. 2. Þeytið egg, sykur og van- illudropa vel saman. 3. Blandið saman hveiti, kakó, lyftidufti og salti. Setjið smám saman út í, hrærið saman, ekki í hrærivél. 4. Saxið hnetur og rúsínur og setjið saman við. 5. Setjið bökunarpappír á bök- unarskúffuna, setjið deigið jafnt í hana. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 6. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 180°C, setjið í miðjan ofninn og bakið I um 12-15 mínútur. 7. Kælið örlítið, en skerið þá í feminga, 5x5 sm, með beittum hnífí. Salthnetubrúnkur 125 g smjörlíki 4 msk. kakó 2 dl flórsykur 3 egg 3 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft 2 dl salthnetur 1. Bræðið smjörlíkið, kælið örlítið, setjið í skál og hrærið kakó saman við. 2. Setjið egg og sykur út í og hrærið saman. 3. Setjið hveiti og lyftiduft út í og hrærið saman. 4. Setjið salthneturnar í sigti og skolið saltið af þeim. Leggið síðan á hreint stykki og þurrkið örlítið. Saxið þær síðan. Setjið í deigið. 5. Setjið bökunarpappír á bök- unaskúffu, setjið deigið á hana. 6. Hitið bakaraofn í 210°C, blástursofn í 180°C, setjið miðj- an ofninn og bakið í um 15 mín- útur. 7. Takið úr ofninum, kælið örlítið, skerið síðan í ferninga, 4x4 með beittum hnífí. Mansöngvar og trega Hljómplötur Arni Matthíasson Plötumarkaðurinn fyrir þessi jól er að mörgu leyti forvitnilegur í ljósi þess að stóru útgáfurnar eru ekki lengur stórar, í það minnsta ekki ef miðað er við fyrri ár, og óvenju marg- ir gefa sjálfir út. Þeirra á meðal er ungur maður af Akranesi, Orri Harð- arson, sem sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, Drög að heimkomu, fyrir skemmstu. Lög af plötunni hafa heyrst nokkuð í útvarpi, og er að vonum, því mörg eru útvarpsvæn, eins og til stóð. Orri hefur lýst því í viðtölum að hann hafi vísvitandi valið á plötuna með það fyrir augum að hafa hana aðgengilega og samfellda, og þannig er uppistaðan mansöngvar og trega, en platan varð að einhverju leyti til í útlegð Orra í Danmörku. Textamir eru og víða mærðarlegir, stundum um of, en flestir þekkilegir og margt einkar vel gert. Kannski teygir Orri sig um of á köflum að ná í viðunandi rím, til að mynda í öðru lagi plötunn- ar: „Vindur hvín. / Súrt mitt vín. / Þú varst mín / og ég held það séu jólin“, og síðar: Ef biði okkar betri tíð / við bæði myndum forðast tauga- stríð / við myndum byija enn á ný. / Hamingjusöm á ný.“ Vert er þó að meta textana í samhengi laganna, enda ekki líklegt að þeir séu samdir sem sjálfstæð ljóð. Orri hefur fengist við ýmsar gerð- ir tónlistar, allt frá nýbylgjurokki í tæra popptónlist, en fór þá leið að fá Jón Olafsson til að vinna plötuna með sér. Það samstarf skilað yfírleitt góðu og Jón er naskur á að ná því besta út úr lögunum og beitir yfir- leitt fáum hljóðfærum. Á köflum er þó útsetningin of mikil fyrir rödd Orra, en hann frekar raular en syng- ur, til að mynda í Dauðum dögum, upphafslagi plötunnar, sem virkar vel við fyrstu hlustun, en hnökrarnir koma í ljós eftir því sem á líður. í Allt sem er gengur dæmið heldur ekki upp, sem má vísast skrifa að nokkru leyti á lagið líka. Það er kannski galli á plötunni hve lítið það er um lífsháska og stundum stutt í að hlustandinn spyrji sjálfan sig hvað hann varði um allan þennan trega. Flest laganna eru þó vel áheyrileg, til að mynda Litla sæta popplagið, sem felur nokkum brodd í heitinu, en er þó eitt besta lagið á plötunni, Okkar lag, frábært lag þar sem útsetningin fellur einkar vel að rödd Orra, Drög að heimkomu, Man- söngur og Þegar það liðna kallar, sem gefa öll góð fyrirheit um framhaldið. Morgunblaðið/Sverrir Orri Harðarson. • Lítil, létt og lipur • Kraftmikil (1200 W) •Stórrykpokiog þreföld sýklasía • Sjálfinndregin snúra oghleðsluskynjari Hrífandi j r j. og prifandi Siemens ruksuga Verð aðeins kr. 13.900(afb.verð) kr. 13.205, - (staðgr.verð) UMBOÐSMENN OKKAR ERU: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarfjörður Rafstofan Hvítárskála Hellissandur. Blómsturvellir Grundarflörður Guðni Hallgrimsson Stykkishólmur: Skipavík Búðardalur Húsavík: Höfn i Homafirði: Ásubúð öryggi Kristall ísafiörður Póllinn Þórshöfn: Vestmannaeyjar Norðurraf Tréverk Blönduós: Neskaupstaður Hvolsvöllur Hjörleifur Júliusson Rafalda Kaupfélag Rangæinga Sauðárkrókur Rafsjá Reyðarfjörður. Ratnet Selfoss: Árvirkinn Siglufiörður: Torgio Egilsstaðir Sveinn Guðmundsson Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. Akureyri: Breiðdalsvík: Keflavík: Ljósgjafinn Stefán N. Stefánsson Ljósboginn Viljir þú endingu og gæði - velur þú SIEMENS. SMITH & NORLAND NÓATÚNl 4 • S ( M I 6 2 8 3 0 0 Palli var einn í heiminum Hin heímsfræga barnabók - sem þýdd hefur verið á nær 40 tungumál - er komin út í 5. útgáfu. Óskabók íslenskra barna í 45 ár sem lengi hefur vantað í bókaverslanir. Bókaútgáfan Björk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.