Morgunblaðið - 18.11.1993, Síða 46

Morgunblaðið - 18.11.1993, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 Minning Margrét Gísladótt ir frá Hoftúni Fædd 10. ágúst 1906 Dáin 26. september 1993 Miðvikudaginn 6. október var jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju Margrét Gísladóttir frá Hoftúni, sem lést á elli- og hjúkrunarheimil- inu Kumbaravogi 26. september síðastliðinn. Prestur var séra Úlfar Guðmundsson, sönginn annaðist fólk úr kirkjukórum Stokkseyrar- og Gaulveijabæjarsókna undir stjóm Pálmars Þ. Eyjólfssonar. Það var eins og okkar litla ver- öld hér við ströndina vildi halda alveg sérstaklega upp á þennan dag, þegar söfnuðurinn, ættingjar og vandamenn kveddu Margréti hinstu kveðju, með því að skarta sínu fegursta haustveðri sem gef- ur hér að líta. Stafalogn svo al- gjört. Hafflöturinn svo spegilslétt- ur að ysta sjóndeildarhring. Heið- blámi himinsins speglaðist í hyl- djúpum lónunum og haustlitir náttúrunnar nutu sín svo vel í fagra íjallahringnum sem umlykur Suðurland. Margrét var fædd í Hoftúni í Stokkseyrarhrepp. Foreldrar hennar voru merkishjónin Guðrún Þórðardóttir frá Brattsholti og Gísli Pálsson frá Syðra-Seli, einn af hinum kunnu Selsbræðrum, sem höfðu svo mikil og afgerandi menningarleg áhrif á samtíð sína. En þeir voru Bjarni Júníus, Jónar tveir, ísólfur, Pálmar og Gísli. Fjórir af þessum bræðrum voru merkisformenn og sjósóknarar á áraskipaflotanum um aldamótin síðustu. Um Júníus segir í form- annavísu: Jagúðar eri jétur hug úr Júníusi á Seli, um hvalabúð hans hönd öflug, hleypur knúð af formanns dug. Þessi vísa gæti allt eins verið um bræður hans Bjarna, Gísla og Pálmar. Lengst af verður þessara bræðra minnst og getið fyrir áhuga þeirra og störf í þágu bind- indismála og sérstaklega hæfíleika á sviði tónlistar og söngs. Fyrsta orgelið sem kom í kirkju austanfjalls kom_ í Amarbælis- kirkju árið 1874. Áður höfðu verið forsöngvarar sem stýrðu kirkju- söngnum án hljóðfæris. Var þetta því nýjung sem hlaut skjóta út- breiðslu. Arið 1876 kom orgel í Stokkseyrarkirkju. Einn af aðal- hvatamönnum þess var Páll Jóns- son bóndi á Syðra-Seli. Orgelið var keypt fyrir samskotafé safnaðar- ins, meira að segja lögðu börn og gamalmenni sitt af mörkum. Org- elið kostaði 400 kr. Elsti sonur Páls á Seli, Bjami, hóf orgelnám hjá fröken Sylin Torgrímssen, dóttur verslunar- stjórans við Eyrarbakkaverslun. Danska fólkið við Eyrarbakka- verslun flutti með sér ýmsar menn- ingarlegar nýjungar sem fólkið á staðnum var opið fyrir að tileinka sér. Bjarna sóttist námið vel og var fýrsti organisti og söngstjóri við Stokkseyrarkirkju og var það til dauðadags. Hann fórst við lend- ingu í Þorlákshöfn langt um aldur fram. Hann kenndi mörgum að leika á orgel, hafði allt upp í ell- efu nemendur í einu. Einnig æfði hann kóra barna og fullorðinna. Bamakennslu annaðist hann líka. Hann lét eftir sig sex börn, tvær dætur og fjóra syni. Þrír af þeim urðu kirkjuorganistar. Kunnastur þeirra varð Friðrik, organisti við Hafnarfjarðarkirkju, skólastjóri þar starfandi og stjómandi Þrasta um árabil. Hann var einnig fjöl- hæft tónskáld. Fjórði sonurinn, Páll, var einn af aðalbaráttumönn- um um stofnun ungmennafélag- anna á Suðurlandi. Um langt ára- bil skólastjóri í Vestmannaeyjum. Eftir fráfall Bjama tók við org- anistastarfínu Jón yngri, síðar lengi aðalbankaféhirðir Lands- bankans í Reykjavík. Til marks um hvað þessir bræð- ur voru víðsýnir 5 menningarmál- um og áhrifamiklir, kom Jón því til leiðar við sýslunefnd Ámessýslu að efnt var til skólahalds fyrir sjó- menn í öllum verstöðvum austan fjalls, Loftsstöðum, Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn. Mun það hafa verið um 1890. Land- legudagar gátu orðið margir á áraskipatímabilinu og blöskraði Jóni að ungir menn gætu ekkert aðhafst sér til lærdóms og þroska. Af Jóni tóku svo við organista- starfínu við Stokkseyrarkirkju ísólfur, sem sinnti þessu starfi af mikilli alúð og dugnaði, og varð mikið ágengt við að ná upp fjöl- þættu sönglífi og samdi fjölda- mörg músíkverk, sem kunnugt er. Þegar hann flutti af staðnum tók fjórði bróðirinn, Gísli, við kirkju- kómum og hafði þar stjórn á endi til dauðadags, eða í þijátíu og eitt ár. Var talið af kunnugum að hann hafi ekki verið hvað sístur áhuga- maður um sönglistarstarfíð hér á Stokkseyri, og orðið mikið ágengt að fegra og prýða mannlífíð með vel æfðum kórum, bæði bama og fullorðinna. Eftir fráfall Gísla tók við organista- og söngstjórastarf- inu við kirkjuna Margrét dóttir hans og hafði starfíð á hendi í þijú ár. Þegar Margrét lét af því starfí hafði hún, faðir hennar og föðurbræður haft á hendi stjórn á kirkjusöngnum í Stokkseyr- arkirkju í rétt sjötíu ár. Margrét hafði eins og fjölmargt ungt fólk lært að leika á orgel hjá föður sínum. Var það alltítt að í Hoftúni dveldust einn eða fleiri nemendur hjá Gísla vetur eftir vetur. Einn af nemendum hans var hún Rúna, Sigrún hét hún Einars- dóttir. Var það til þess að hennar vera varð þar í mörg ár og urðu þær Margrét mjög samrýndar og skreyttu kirkjusönginn í Stokks- eyrarkirkju í langa tíð, og frá Hoftúni giftist hún Rúna söngfé- laga þeirra, honum Helga frá Sæbóli. Hún Magga frá Hoftúni kom víðar við í listalífinu en í söngnum. Hún var mjög fjölhæf listakona og tryggur ungmennafélagi. Mér er það minnisstætt og get þess hér með þakklæti í huga, þegar á formannsferli mínuin í Ungmenn- afélagi Stokkseyrar, að færðir vom upp sjónleikir þar sem þurfti að hafa útisendur með langslagi, hvað gott var að leita til Möggu. Hún var jafnan fús til hjálpar. Hugmyndirnar voru til staðar og hönd brást ekki. Hún tók þátt í samsýningum listamanna. Magga var mikill náttúruunnandi og veitti sér í því skyni ferðalög með Ferða- félagi íslands. Hún ferðaðist líka erlendis og vann þar Iíka, meðal annars á hótelum, til að kynnast háttum annarra þjóða. Þessi lista- gáfa og menntun á því sviði varð Barna- og unglingaskóla Stokks- eyrar til mikils láns, því að meira en hálfa öld kenndi hún .handa- virinu við þann skóla og hefur enginn kennari við þann skóla starfað jafnlengi. Vakti vorhanda- vinnusýningin oft óskipta athygli og undrun hvað jafnvel ungu telp- urnar náðu miklum árangri og framförum undir hennar hand- leiðslu. Kunnugum kom það því ekki á óvart að á kveðjustundinni væru konur í miklum meirihluta. Magga var yngst þriggja systk- ina. Páll lést um sautján ára aldur og Þóra meðan Magga var enn barn að aldri, en Bjamþór, einka- sonur Þóru, kom til fósturs til afa síns og ömmu í frumbernsku þeg- ar móðir hans féll frá og naut Magga samvistar hans alla tíð, þess prúða drengskaparmanns, og það var hennar stóra gæfa í líf- inu, og breyttist ekki þegar Bjarn- þór gekk að eiga Sigþóru Sigurð- ardóttur frá Svanavatni. Hún var með þeim meðan þau bjuggu í Hoftúni. Dætur þeirra hjóna þijár, Unnur, Guðrún og Bima, voru stolt og heiður Hoftúnshjónanna. Fullyrða má að þær voru einnig stolt og heiður Margrétar. Hver árangur í námi, hver áfangi til þroska, snart hana einnig djúpt. Þó að hún eignaðist ekki sjálf maka eða afkomendur er fjarri því að hún hafi farið með öllu á mis við hamingjuna af að ala upp börn, umgangast og eiga í börnum. Og að leiðarlokum kveðja öll börnin hennar hana með söknuði, þökk og mikilli virðingu. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson) Jón Ingvarsson, Skipum. t Faðir okkar og tengdafaðir, HJÖRTUR HJÁLMARSSON fyrrv. skólastjóri á Flateyri, andaðist á dvalarheimilinu Barmahlíð, Reykhólum, hinn 17. nóv- ember. Emil Ragnar Hjartarson, Anna Jóhannsdóttir, Grétar Snær Hjartarson, Sigrún Sigurðardóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ TORFADÓTTIR, Laufásvegi 59, Reykjavík, veröur jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 22. nóvember kl. 13.30. Kristinn Vilhjálmsson, Jón P. Kristinsson, Anna Sigríður Kristinsdóttir Fredriksen, Finn R. Fredriksen, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær eiginkona mín og ástkær dótt- ir, fósturdóttir, systir, mágkona og frænka, HELGA JÓHANNA SVAVARSDÓTTIR, Borgartanga 1, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju föstudaginn 19. nóvember kl. 14.00. Einar Friðfinnsson, Arnbjörg Markúsdóttir, Ingvar Brynjólfsson, Svavar Guðmundsson, Guðmundur Svavarsson, Sævar Svavarsson, Unnur Þórðardóttir, Guörún Sævarsdóttir. t Ástkær systir okkar, mágkona og móðursystir, HALLDÓRA PÁLÍNA SIGURÐARDÓTTIR frá Götuhúsum, Stokkseyri, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 20. nóvem- ber kl. 14.00. Sigríður Sigurðardóttir, Auðunn Jóhannesson, Valgerður Siguröardóttir. og systrabörn hinnar látnu. t Móðir okkar og tengdamóðir, RÓSA EINARSDÓTTIR frá Geirlandi, Sandgerði, verður jarðsungin frá Hvalsneskirkju föstudaginn 19. nóvember kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlega bent á Slysavarnafélag íslands. Rósa Magnúsdóttir, Einarína Magnúsdóttir, Samúel Björnsson, Aldfs Magnúsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, ARNDI'SAR G. JAKOBSDÓTTUR, Merkjateigi 5, Mosfellsbæ. Bernhard Linn, Dagbjört Pálmadóttir og börn. t Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, ELÍSABETHAR SONNENFELD (ABBET) fædd ULRICH Ijósmyndara, Munkaþverárstræti 11, Akureyri. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á lyfjadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri og öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar. Kúrt Sonnenfeld, tannlæknir, Úrsúla Sonnenfeld, Jón Kristinsson, Álfgeir Kristjánsson. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU JÓHANNESDÓTTUR, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkra- húss Vestmannaeyja fyrir frábæra umönnun. Ólafur M. Kristinsson, Inga Þórarinsdóttir, Theodóra Þ. Kristinsdóttir, Daniel J. Kjartansson, Geirrún Tómasdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Bjarni Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.