Morgunblaðið - 17.06.1994, Side 15

Morgunblaðið - 17.06.1994, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 15 LANDIÐ BÆJARSTJORN Húsavíkur 1994. Morgunbiaði«/Siin murgunuiauio/ jvuuub MESTA mildi er að ekki fór verr, þegar stór flutningabíll með tólf tonn af fiski innanborðs fór út af á Fróðarheiði. Tíð óhöpp flutninga- bíla á Fróðárheiði Ólafsvík - Stór fiskflutningabíll á leið til Reykjavíkur fór út af veginum á sunnanverðri Fróðár- heiði seint á þriðjudagskvöld. Að sögn lögreglu er ekki vitað um tildrög óhappsins, en flutn- ingabílinn er furðu lítið skemmd- ur miðað við aðstæður. Var fiskflutningabílinn með um 12 tonn af fiski innanborðs, og er sá fiskur að öllum líkindum ónýtur. Ökumaður bílsins slapp nær ómeiddur úr þessu óhappi og telur lögreglan mestu mildi að ekkifór verr. Að sögn lögreglu er búið að vera talsvert um óhöpp hjá flutn- ingabílum á Fróðárheiði, undan- farna mánuði. Um 80% af lönduð- um afla í Ólafsvík er sent suður með bilum og því er umferð flutningabfla mikil um heiðina. Sumarhátíð Vest- ur-Húnvetninga Hvammstanga- Vestur-Húnvetn- ingar halda lýðveldis- og héraðshá- tíð, sem kallast Bjartar nætur, dag- ana 19. til 26. júní næstkomandi. Hátíðin verður á Hvammstanga sunnudaginn 19. júní. Hátíðarguðs- þjónustan verður í Hvammstanga- kirkju og skrúðganga og skrautreið hestamana verður á útivistarsvæði í Kirkjuhvammi. Þar verður hátíðar- dagskrá með fjallkonu, hátíðarræðu og samsöng kirkjukóra í héraðinu ásamt þátttöku barna. Hestamanna- félagið mun síðan sjá um skemmti- dagskrá og veitingar, og á þess veg- um verður firmakeppni, sem er létt dagskrá. Mánudaginn 20. júní er Vatns- nessdagur, farið að Illugastöðum og Tjörn. Um kvöldið verður hlaðborð við Hamarsrétt, í þjóðlegum stíl. Dansað verður í tjaldi. A þriðjudag er farið um Víðidal, m.a. sólstöðuganga með KUgljúfr- um, stund í Víðidalstungukirkju og fjölskylduhátíð með varðeldi, úti- grilli og söng. Á miðvikudag er farið um Vest- urhóp, kirkjustaðir heimsóttir, stund í Borgarvirki. Þar verður m.a. karla- kórssöngur. Veitingar verða í Vest- urhópsskóla. Á fimmtudaginn 23. júní verður hátíðin í Hrútafirði, í Byggðasafninu og veitingar verða í barnaskóla Stað- arhrepps. Um kvöldið verður farið i Staðarkirkju og loks grillað við Stað- arskála. _____________j Föstudaginn 24. júní verða veit- ingar í félagsheimilinu Ásbyrgi, hóp- ferð um Miðfjörð, m.a. að leiði Vatnsenda-Rósu og á Bjargi verða fluttir þættir úr Grettissögu. Unglingatónleikar verða um kvöldið á Laugarbakka, einnig dag- skrá með söng, upplestri og tónlist í íþróttahúsinu. Á laugardag, 26. júní, verður fjöl- skyldudagur á Hvammstanga í um- sjá 17.-júnínefndar Hvammstanga. Einnig verður þá útimarkaður. Um kvöldið verða stórdansleikir fyrir alla aldurshópa. Hópferðir verða í hverja sveit og hefjast kl. 17. llÉ ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR á vit nýrra tíma Útflutningsmöguleikar íslenskra afurða á forsendum hollustu, hreinleika og gæða Föstudaginn 24. júní verður haldinn fræðslufundur á Hótel Sögu um möguleika á sölu íslenskra afurða á erlendum mörkuðum. Fyrirlesarar eru virtir sérfræðingar á hinum lífræna/vistvæna markaði. Dagskrá: Kl. 8.00 Skráning. Kl. 8.30 Setning: Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra. Thomas B. Harding forstj. IF0AM Thomas B. Harding: Myndun innlendra og erlendra markaða fyrir lífrænar íslenskar afurðir. Carl Haest: Hvernig má ná árangri í sölu íslenskra, lífrænna afurðaá evrópska hágæðamarkaðnum. Mel Colman yngri framkvstjóri Mel Coleman yngri: Markaðsmöguleikar náttúrulegs (vistvæns) kjötsí Bandaríkjunum og Japan. Mel Coleman eldri: Skoðunarferli og upprunakerfi „Coleman kjötsins“. Carl Haest markaðssérfræðingur Mel Colman eldri forstjóri Thomas B. Harding: Vottunarkerfi O.C.I.A. Umræður: Stjórn Sigurgeir Þorgeirsson. Ráðstefnuslit: Haukur Halldórsson Fundarstjóri: Baldvin Jónsson. Erindin verða flutt á ensku og verða þau þýdd jafnóðum fyrir þá sem vilja. Þátttökugjald er kr. 3.500. Innifalið kaffi og hádegisverður. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 91-630300. Allir velkomnir. Og nú einnig á sœnsku llin vinsada, íshmska iandkynningar <ig mal.rtdöslubók liafur nú verift cndurútgefm. Ljúffengir, séríslenskir réttir. ásamt Htórbrotnum ljósmyndum uf landi og þjóð, geru þessa bók að tilvulinni gjiif t.il vinu orlendis. Fæst á ensku, þýsku og sænsku. Bókaforlagið Njála Sími 61 44 33 Meirihluti B- og G-lista Húsavík - Hin nýkjörna bæjarstjórn Húsavíkur hélt nýlega sinn fyrsta fund og voru þar mættir nýkjörnir aðalfulltrúar frá A-lista, Jón Ásberg Salomonsson, B-lista, Stefán Haraldsson, Arnfríður Aðalsteinsdóttir og Sveinbjörn Lund, D-lista, Kristján Ásgeirsson, Valgerður Gunnarsdóttir og Tryggvi Jóhannsson. Aldursforseti, Kristján Ásgeirs- son, stjórnaði fundi og kosningu forseta, sem kosin var Valgerður Gunnarsdóttir (G), og tók hún þá við stjórn fundarins og gerði grein fyrir samningi, sem B- og G-listinn hefðu komið sér saman um að starfa eftir næstu fjögur árin, en þeir mynda meirihluta með 6 bæjarfull- trúum af 9. Sigurjón Benediktsson, fulltrúi D-lista, lýsti óánægju sinni yfir því, að fyrrverandi samstarfsflokk- ur, B-listamenn, hefði ekki rætt við þá, heldur snúið sér strax til sam- starfs við G-listamenn. Gerði hann grein fyrir yfirlýsingu frá A- og D-listafulltrúum, um að þeir hefðu komið sér saman um að vinna sam- an að þeim stefnumálum sem full- trúar þeirra lista væru sammála um og getið var í sérstakri greinargerð og að þeir mundu veita meirihlutan- um öflugt aðhald. Þá var gengið til kjörs varafor- seta og var Arnfríður Aðalsteins- dóttir (B) kosin fyrsti varaforseti og Tryggvi Jóhannsson (G) annar varaforseti. Kom þá að kjöri bæjarstjóra og var Einar Njálsson, fyrrverandi bæjarstjóri, endurkjörinn, með 6 atkvæðum en fjórir sátu hjá. Kosið var í 33 nefndir, sam- kvæmt framlögðum listum, og voru þeir allir sjálfkjörnir, þar sem á þeim voru ekki fleiri nöfn en kjósa átti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.