Morgunblaðið - 17.06.1994, Side 27

Morgunblaðið - 17.06.1994, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Lífvörðurinn og forsetafrúin KVIKMYJNDIK Stjömubíó TESSí PÖSSUN („Guarding Tess“) ★ ★ ★ Leikstjóri: Hugh Wilson. Handrit: Wilson og Peter Torokvei. Framleið- andi: Ned Tannen og Nancy Graham Tannen. Aðalhlutverk: Shirley MacLaine, Nicolas Cage, Austin Pendleton, Edward Albert, James Rebhorn. Tri Star. 1994. ÞAÐ ER ekki oft sem bandarískar myndir koma jafn ánægjulega á óvart og Tess í pössun. Lengst af hefur maður ekki hugmynd um hvert hún stefnir en áður en líkur hefur henni tekist á einhvern undarlegan hátt að vera sambland af ellismellin- um Ekið með Daisy og lífvarðamynd- inni I skotlínu. Lengi framan af, reyndar alltof lengi því hún tekur sinn tíma að snúa sér að efninu, stefnir hún í nokkurskonar ellidrama þar sem ungur forsetalífvörður (Nic- olas Cage) gætir roskinnar fyrrum forsetafrúar (Shirley MacLaine), sem álitin er þjóðargersemi. Hún hefur allt á hornum sér og samskipti þeirra eru í besta falli stirðleg en lýst á gamansaman hátt. Hann hatar það að sitja fastur í neti kerlingar, sem vill alls ekki láta hann fara, hún hatar lífverði yfirleitt og það að fá aldrei að vera í friði fyrir þeim. En uppúr miðri mynd er skassinu rænt og við tekur hin ánægjulegasta spennumynd. Slíkar sviptingar í frásögn eru í hæsta máta óvenjulegar því myndin fær allt annan svip og þá magnast kraftur stuðsins. Fyrri hlutinn ein- kennist af gamansömum naggstíl þar sem sambandi lífvarðarins og forset- afrúarinnar er líst á grínaktugan máta en síðari hlutinn er afar alvöru- gefin mannránssaga þar sem brúna- þungir FBI-menn i öllu sínu veldi taka við stjórn. Þessi svipting í frá- sögninni er áhættusöm en gengur ágætlega upp hér því spennan í seinni hlutanum reiðir sig algerlega á það samband aðalpersónanna sem búið var að byggja upp í fyrri hlutan- um. Gamansemin stólar mikið á þá stöðu sem aumingja lífvörðurinn finnur sig í þegar sjálfur forsetinn þarf sífellt að vera að hringja í hann vegna umkvartana fyrrum forset- afrúar. Cage gerir góða hluti sem maður á milli steins og sleggju; frúin verður að fá sínu framgengt þótt slaka verðh á kröfum annars bíður forsetinn í símanum. Shirley MacLa- ine er líka skemmtileg sem forset- afrúin fyrrverandi og hún lýsir vel konu, sem skyndilega er horfin úr sviðsljósinu og hefur einangrað sig með minningum sínum. Gamninu hér fylgir talsverð alvara, sem er enn ein íjöður í hattinn, og einmitt á réttu andartaki lætur leikstjórinn og hand- ritshöfundurinn, Hugh Wilson, mann skilja af hveiju hún rembist við að halda í lífvörð sem greinilega vill ekkert hafa með hana að gera. Tess í pössun reynir að forðast klisjurnar sem mest hún má og tekst það með óvenjulegri sögu og góðri persónusköpun. Og það er gaman að henni þótt teygjast vilji á frásögn- inni í fyrri hlutanum. Það sakar ekki mikið þegar allt er komið í kring. Arnaldur Indriðason iviurgunuiaoio/ rvnsuni) Fyrsta eintakið afhent GUÐJÓN Magnússon, formaður Rauða krossins, afhendir frú Vig- dísi Finnbogadóttur, forseta Islands, eintak af Mannréttindabók- inni. Hrafn Bragason, forseti Hæstaréttar og Salome Þorkels- dóttir, forseti Alþingis, fengu einnig afhent eintök. íslensk kennslubók um alþjóðleg mannréttindi Mannréttindakennsla stuðlar að betra mannlífi RAUÐI krossinn hefur gefið út fyrstu íslensku kennslubókina um ajþjóðleg mannréttindi, sem nefnist einfaldlega Mannréttindi og Agúst Þór Arnason setti saman. Einnig koma út verkefnahefti og verður upplag þeirra og bókar- innar 5.000 eintök, en Námsgagnastofnun mun annast dreifingu í efri bekkj- um grunnskóla. Bókin hefur verið aflient forseta Islands, frú Vigdísi Finn- bogadóttur, og einnig tveimur af þremur handhöfum forsetavalds, þeim Salome Þorkelsdóttur, forseta Alþingis, og Hrafni Bragasyni, forseta Hæsta- réttar. Guðjón Magnússon, formaður Rauða kross íslands, afhenti bókina og rakti tilurð hennar og tilgang, og sagði það í senn ljúft og skylt fyrir Rauða krossinn að standa að útgáf- unni. „Rauði krossinn telur að kennsla í mannréttindum stuðli að betra mannlífi. Markmið hennar er að aukna skilning, umburðarlyndi og vináttu milli þjóða, kynþátta og trú- arhópa og stuðla þar með að friði í heiminum," sagði Guðjón. Mörg samtök aðstandendur Fyrir u.þ.b. þremur árum hélt Rauði kross íslands málþing um mannréttindi og Genfarsáttmálann um alþjóðleg mannúðarlög, en starf Rauða krossins í þágu striðsfóma- lamba byggist á ákvæðum sáttmál- ans. Meðal annars kom fram sú skoð- un á málþinginu, að alfarið skorti heildstætt rit um mannréttindi í land- inu og þyrfti að ráða bót á þessu og semja kennsluefni um mannréttinda- mál fyrir nemendur á grunnskóla- stigi. Rauði krossinn boðaði síðan til fundar með fulltrúum íslandsdeildar Amnesty lnternational, Þjóðkirkj- unnar, Félags Sameinuðu þjóðanna, menntamálaráðuneytisins og Náms- gagnastofnunar um slíka útgáfu. Fleiri samtök sýndu málinu áhuga, og var Ágúst Þór, fréttamaður sem á að baki nám í réttarheimspeki við Die Freie Universitat í Berlín, feng- inn til að skrifa bókina. Sýningin Kon- ur við stýrið Á KVENRÉTTINDADAGINN, sunnudaginn 19. júní, verður opnuð ljósmyndasýningin, Konur við stýrið í Geysishúsinu á 2. hæð. Sýndar verða ljósmyndir af konum við stýri margvíslegra farartækja frá ýmsum tímum og stendur hún til 26. júní. Geysishús, SVR og BSÍ bjóða kon- um í skoðunarferð um samgöngu- minjastaði borgarinnar. Ókeypis að- gangur. A Þjóðhátíðarhöld í Kópavogi 18. júní 10:00 Skólahljómsveit Kópavogs leikur við Kópavogshælið og á sama tíma hefst víðavangshlaup fyrir 16 ára og yngri við Vallargerðisvöll. 11:00 Verðlaun fyrir víðavangshlaupið verða afhent á Rútstúni. 13:30 Skrúðganga leggur af stað frá Menntaskólanum í Kópavogi á Rútstún. Skólahljómsveit Kópavogs leikur fyrir göngunni ásamt unglingahljómsveit frá Norrköbing, vinabæ Kópavogs í Svíþjóö. 14:00 Útihátíð á Rútstúni. 1. Skólahljómsveit Kópavogs og unglingahljómsveit frá Norrköbing leika. 2. Guöni Stefánsson, forseti bæjarstjórnar, flytur hátíöarræðu. 3. Börn úr dansskóla Hermanns Ragnars dansa þjóölega dansa við íslenska tónlist. 4. Ávarp fjallkonunnar. 5. Skilaboðaskjóðan - Leikarar úr Þjóðleikhúsinu flytja söngva og dansa dverganna úr leikritinu. 6. Nýstúdent flytur ávarp. 7. Furðufjölskyldan flytur leikþætti, meðal annars túlkar hún atriði úr Njálu að eigin hætti. 8. Óperusmiðjan - hópur úrvalssöngvara flytur nokkur lög undir forystu Sigurðar Bragasonar og við undirleik Þóru Fríðu Sæmundsdóttur. Auk þessarar formlegu dagskrár verður margt til skemmtunar á Rútstúni. Þar á meðal má-nefna: Skátar reka Tívolí. Hjálparsveit skáta verður með sýningu og aðrar uppákomur á hátíðarsvæðinu og selur veitingar í stóru tjaldi. Börn úr fimleikadeild Gerplu sýna fimleika. Keppni í götubolta og skotkeppni fyrir alla aldurshópa verður við Valiargerðisvöll í umsjón körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Skráð verður í keppnina á staðnum. 21:00 Útidansleikur í Hamraborg. Þar leika þrjár hljómsveitir fyrir dansi til miðnættis. Þær eru: Alvaran, söngvarar Rut Reginalds og Örvar Grétarsson, Spoon, söngkona Emiliana Torrini og Scope, söngkona Svala Björgvinsdóttir. ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND KÓPAVOGS FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 27

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.