Morgunblaðið - 17.06.1994, Side 35

Morgunblaðið - 17.06.1994, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ1994 35 Vætan var öll utan á Á hátíðarfundi Alþingis stóð Páll Eiríksson lög- regluþjónn í rigningunni og gerði honör. Hann segir Elínu Pálmadóttur að lögreglan hafi gefið alla aukavinnu við hátíðina. Með ólíkindum hvernig fólkið stóð og lét regnið ekki á sig frá. Amyndum frá lýðveldishá- tíðinni á Þingvöllum 17. júní 1944 og í Reykjavík daginn eftir sjást hvar- vetna lögreglumenn í sínum svörtu búningum með hvítar húfur og hvíta hanska þar sem mest er um að vera. Einn þeirra var Páll Eiríksson, síðar yfirlögregluþjónn, sem á hátíðafund- inum á Þingvöllum stóð í rigningunni við aðalfánastöngina á Lögbergi og gerði svo títt „honör“ þegar fyrirfólk og gestir komu og fóru, fánar voru dregnir að stöng _____________________ eða sunginn þjóð- söngur að regnið fossaði ofan í erm- ina hans og hann varð holdvotur und- ir. Hann hafði eins og allir aðrir lög- reglumenn landsins hlutverki að gegna bæði á Þingvöllum og daginn eftir á hátíðinni í Reykjavík. Og þrátt fyrir allan þennan manngrúa á báðum stöðum man hann ekki eftir neinni drykkju eða ólátum sem hafa þurfti afskipti af. Páll kom til almennra lögreglu- starfa hjá Lögreglunni í Reykjavík 1. febrúar 1943. Tveimur árum áður hafði hann komið austan úr sveitum í Bretavinnuna eins og aðrir ungir menn. Gerðist snarlega trésmiður. „Ég átti ryðgaða sög, hamar og gamlan hefil og það sýndi að ég hlyti að vera smiður. Ég var því ráðinn sem hálfgildings smiður við Reykja- víkurflugvöll, sem allt kapp var lagt á að ljúka. Við vorum keyrðir út eft- ir fram hjá gömlu Pólunum á morgn- ana og heim á kvöldin og höfðum með okkur nesti," segir Páll. Og þegar hann er spurður hvort þetta hafi verið erfið vinna, hlær hann og segir frá því þegar þeir voru lokaðir inni í bragga verkefnalausir í tvo daga. „Það var verið að setja gólf í einhvern bragga og vantaði efni. Við ætluðum þá að bregða okkur frá meðan við biðum, en var sagt að hreyfa okkur ekki út, því Bretarnir mættu ekki vita að vantaði efni. Við íslendingarnir vorum því inni í þess- um bragga á fullu kaupi í tvo daga áður én efnið kom loksins." Þetta gefur ofurlitla mynd af lífinu í Reykjavík 1941. Enn var stríð eftir að Páll var kominn í lögregluna og her í land- inu. Var það ekki erfitt fyrir lög- reglumenn? „Menn voru alltaf að lenda í ein- hveiju, en ég man ekki eftir neinum látum miðað við það sem nú er, ekki fyrr en á friðardaginn. Þá brustu öll bönd, var bókstaflega slegist um allt. Það voru Bretamir sem slepptu fram af sér beislinu — og íslendingarnir. Ameríkanamir voru lokaðir inni. Talið að ef þeim hefði verið sleppt lausum þá hefðu þeir slegist við Bret- ana. En það var ekki mikil ölvun. Þetta var bara blanda af gleði og heift, sem braust svona út,“ segir Pfill. Því má skjóta hér inn í þessu sam- bandi að sem lögregluþjónn lenti Páll eitt sinn fyrir herrétti. Lögreglu- menn tóku Ameríkana við ólöglegt athæfi. Með þeim var að venju amer- ískur ungur lögreglumaður og settist sá upp í bílinn hjá hinum seka og íslenski lögreglubíllinn fylgdi á eftir. Á götuhorni stöðvaði hann og kom til þeirra og á meðan ók hinn brot- legi burt og slapp frá þeim inn í kamp við Háteigsveg. Ur þessp varð mikið niál, fór fram sakbending og íslensku lögregluþjónarnir mættu fyrir herrétti. „Þar voru miklar ser- emoníur, við urðum að ganga fyrir hvern mann og gera honör. Svo þetta varð mjög minnisstætt," segir Páll. Svaf á blautum einkennisbuxunum Þótt Páll muni ekki eftir því að mikil umræða hafi verið meðal ungs fólks um aðskilað við Dani og lýð- veldisstofnun fyrr en að því kom, þá er honum mjög minnisstæður þessi _______________ hátíðlegi atburður bæði á Þingvöllum og daginn eftir í Reykjavík þegar komin var glamp- andi sól eftir þessa rosalegu rigningu fyrir austan. „Á Þingvöllum lenti ég rétt við athöfnin fór fram að vera að „gera í GLAMPANDI sólskini hélt lýðveldishátíð áfram I Reykjavík 18. júní. Páll Eiríksson, sem hafði tek- ist að þurrka einkennisbúninginn sinn eftir ausrigninguna á Þingvöllum, var í hópi lögreglumanna, sem gengu þá á undan skrúðgöngunni. Lögreglumennirnir gáfu alla sína yfirvinnu 17. og 18. júní. pallinn þar sem og þurfti alltaf að vera honör" af því að alltaf var einhver höfðingi að koma. Varð hundblautur af því að rigndi niður í ermina mína og vinda mátti buxnaskálmarnar sem voru óvarðar. Þá átti maður ekki nema þennan eina lögreglubúning og má ímynda sér hvernig það var að eiga að vera í honum í skrúð- göngunni daginn eftir. Við komum í bæinn um klukkan þijú um nótt- ina. Ég var einhleypur strákur, átti ekki konu og því síður straujárn. Bjó í leiguherbergi með öðrum strák á Hverfisgötu 117, inn við Gasstöð þar sem lögreglustöðin er nú. Leigðum ódýrt af því að það var svo af- skekkt,“ segir Páll. Og bætir við að þegar lögreglustöðin flutti þangað 1972 var hugsunarhátturinn enn sá, að nauðsynlegt væri að hafa af- greiðslu niðri í bæ af því þetta væri svo langt út úr. Páll Eiríkss^.i lög- regluþjónn á lýð- veldisárinu 1944. Rigndi niður í erm- ina og vinda mátti buxnaskálmarnar. En hvað gerði hann við blauta búninginn? „Ég svaf á dívan og braut buxurnar undir lakið. Svo svaf ég á þeim mmmmmmmmmmmmm blautum og morguninn eftir var svo fínt brot í þeim að ekki hefði verið betra þótt þær hefðu verið pressaðar. Við söfnuðumst svo saman við Tjamar- brúna og lögreglan gekk á undan skrúð- göngunni í glampandi sólskini niður á Aust- urvöll. Minnisstætt er hve þessi hátíðahöld voru vel heppnuð, mannfjöldinn gífurleg- ur og allt eins prútt og frekast gat orðið. Það er eins og alltaf þegar veðrið er gott, þá fer allt svo vel fram.“ En hvað þá á Þing- völlum í þessari minn- isstæðu óaflátanlegu rigningu? „Ég man eftir þess- ari miklu umferð og geysilegu fólksmergð. Það var með ólíkind- um hvernig fólkið stóð bara og lét regnið ekkert á sig frá. Stemmningin var mjög góð og enginn að kvarta. Ekki man mmmmmmmm ég eftir neinni ölvun sem orð er á gerandi. Hvað okkur lögreglumönnunum við- kom, þá var aðstaðan ekki sem best. Við höfðum afdrep í bragga ofan við Almannagjá, og það var svo lítill Páll var við lög- reglustörf í Reykja- vík frá 1943 til 1991. matur að maður var glorhungraður. En ekkert var verið að hugsa um það þótt maður þyrfti að standa í 2-3 klukkutíma samfellt í rigning- unni. Bílakostur var ekki til og ég minnist þess ekki að við höfum haft neitt slíkt afdrep til að setjast inn í. Gáfu alla aukavinnu Þá gat Páll Eiríksson þess til eftir- breytni nú, að Agnar Kofoed Hansen lögreglustjóri mun hafa ákveðið og greindi frá því í hófí sem haldið var á Hótel Borg 18. júní að lögreglu- menn gæfu alla aukavinnu sem unn- in var vegna hátíðahaldanna 17. og 18. júní 1944. Agnar lét síðan búa til fánastöng á stuðlabergsstétt með lögreglumerkinu „Með lögum skal land byggja“ og afhenti lögreglu- mönnunum sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf á þjóðhátíðinni. Páll Eiríksson var áfram við lög- reglustörf í Reykjavík allt til hausts- ins 1991, síðast sem yfirlögreglu- þjónn. Þegar hann bytjaði var Agnar Kofoed Hansen lögreglustjóri, en 1947 tók Siguijón Sigurðsson við. Ekki kveðst hann hafa merkt neina breytingu á lögreglustörfunum þótt íslendingar yrðu lýðveldi og engum háðir um sín mál. ■w—m Ml íiKíPMr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.