Morgunblaðið - 17.06.1994, Side 56

Morgunblaðið - 17.06.1994, Side 56
56 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ 50 I M IN TME 6R0CERY 5T0RE WITH MYMOM... VK TMI5 LAPY A5K5 ME WOW OLP I AM... I TELL HER. l‘M A HUNDREP ANP FIFTY.. EVERY TIME I RIPE ON THE BACK OF MY MOM’S BlCYCLE. I AGETU)ENTY YEAR5! Ég er í matvörubúðinni mömmu ... með Þessi frú spyr mig hve gamall ég sé ... ég segi henni að ég sé hundrað og fimmtíu ... Ég eldist um tuttugu ár í hvert sinn sem ég fer með mömmu á reiðhjólinu! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 GREINARHÖFUNDUR telur það ekki skipta sköpum fyrir fatl- aða að þeir komist inn í þær stofnanir sem í greininni eru nefnd- ar, heldur að þeir hafi aðgang að þeirri þjónustu sem þær veita. Hveijir eru fatlaðir? Frá Helgv Garðarsdóttur: FÖSTUDAGINN 10. þ.m. komu félagar úr Sjálfsbjörgu saman fyrir utan umhverfisráðuneytið og Al- þingi til að láta í ljós vanþókknun sína á því að húsnæði þessarra stofnana væru ófært fötluðu fólki. 'Ástæða þess að ég sting niður penna er sú hvemig fól notaði orð- ið ,fatlaður“, þ.e.a.s. af málflutningi þess mátti skilja að orðið vísaði til þess að sitja í hjólastól. Maður í hjólastól er vissulega fatlaður, en það eru fleiri fatlaðir. Fatlaður maður er m.a. sá sem er hreyfihaml- aður en gangfær, blindur, heymar- laus og þannig má lengi telja og því má ekki gleyma að fötlun er ekki alltaf sýnileg. Fólk í hjólastól er aðeins hluti fatlaðra og getur því ekki eignað sér orðið fötlun og gert þannig lítið úr annars konar fötlun en þeirri sem setur fólk í hjólastól. Sú fullyrðing fólksins að húsnæði umhverfisráðuneytisins sé ófært fötluðu fólki er röng; hús- næðið er vel fært mörgu fötluðu fólki. Mótmælendurnir áttu að segja hreinskilningslega að þeir vildu geta farið inn í húsið og um það í hjólastól. I tilefni af samkomunni vaknaði sú spuming í huga mér hve oft fólk á erindi í umhverfisráðu- neytið og Alþingishúsið? Mér finnst nefnilega við hæfi að upplýst verði hve oft ,mannréttindi em brotin“ á fólki í hjólastólum, svo notað sé afburða smekklaust orðfar fólksins sem stóð að sam- komunni. Meðan fólki í hjólastólum er ekki neitað um þjónustu hins opinbera af því að það er fatlað á það ekki að nota svo stórt og vand- meðfarið orð sem ,mannréttinda- brot“ er. Sjálf hef ég aldrei átt er- indi í ráðuneytið, en það skýrist e.t.v. af því að ég sit ekki í hjóla- stól. í Alþingishúsið hef ég hins vegar átt erindi tvisvar sinnum. í bæði skiptin hefði mátt afgreiða mig vandræðalaust gegnum síma og þann hátt hefði ég haft á hefði ég átt í vandræðum með að komast inn í húsið. Mig undrar þá ofur- áherslu sem sumt fólk í hjólastólum leggur á nauðsyn þess að opinberar stofnanir séu aðgengilegar fólki í hjólastólum. Það að hægt sé að ýta hjólastól inn í hús og þar innan dyra getur ekki verið aðalatriði, heldur það að maður, hvort heldur hann situr í hjólastól eða stendur í báða fætur, hafi aðgang að þeirri þjónustu sem stofnun veitir. Það fólk í hjólastól, sem á annað borð getur farið um bæinn og tjáð sig með talfærum, getur notað síma og stendur því betur að vígi en það fatlaða fólk sem hefur ekki heym og mál. Ég hef sannreynt að marg- ar opinberar stofnanir senda fólki ýmis gögn og legg til að mótmæ- lendumir láti á það reyna hvort þeim standi sú þjónusta ekki til boða. Sú fötlun sem setur fólk í .hjóla- stól er óneitanlega mjög sýnileg en þar með er ekki sagt að þeir séu mest fatlaðir. Síðastliðið vor kynnt- ist ég blindri konu sem býr við þá erfíðleika sem fylgja því að líkami hennar verður hægt og bítandi æ veikari. Sjálfsvorkunn og óhóflegar kröfur á landa sína og stjórnvöld em eins fjarri þessari blindu konu og hugsast getur, en hún biður, sem betur fer, um hjálp/aðstoð innan skynsamlegra og eðlilegra marka. Þótt kynni okkar hafí verið stutt er hún meðal þeirra sem ég dáist mest að og ber mesta virðingu fýr- ir. Mér varð hugsað til hennar þeg- ar ég horfði á manninn skríða um umhverfísráðuneytið til að sýna hve bágt hann ætti og til að leggja áherslu á kröfur sínar og annarra; kröfur sem mér virðast vera settar fram krafnanna vegna en ekki vegna brýnnar þarfar. í framhaldi af þeirri sjón veiti ég því fyrir mér hvort þeim fjármunum sem varið er til að létta fötluðu fólki, öllu fötl- uðu fólki, lífið sé virkilega best varið með því að breyta gömlum húsum að innan og utan og byggja hús sérstaklega svo fólk í hjólastól geti rennt sér áhyggjulaust um. Það er e.t.v. misskilningur minn að halda að brýnna sé að lista- og menningarstofnanir og allar þær stofnanir sem fatlaðir þurfa mest að skipta við séu aðgengilegar öllu fötluðu fólki, að ég tali ekki um heimili þeirra og vinnustaði. Þið sem mótmæltuð, vitið kannski ekki að sumt fatlað fólk á við erfiðleika að stríða heima hjá sér? Það búa nefni- lega ekki allir fatlaðir í sérhönnuðu íbúðarhúsnæði. Að lokum ítreka ég það sem ég sagði hér að ofan, að fólk í hjólastól- um er aðeins hluti fatlaðs fólks og getur því ekki leyft sér að tala eins og orðið fötlun eigi við um það eitt. Með slíku tali er það að beina at- hygli almennings og stjómvalda frá erfíðri aðstöðu annarra fatlaða ein- staklinga að sínum sérhagsmunum. HELGA GARÐARSDÓTTIR, Bjarnarstíg 6, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.