Morgunblaðið - 17.06.1994, Side 60

Morgunblaðið - 17.06.1994, Side 60
60 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ : ( Fjall- konan fríð! Fjallkonan á fastan sess í hátíðar- höldum 17. júní. GuðrúnÞóra Magnúsdóttir hefur tekið saman bók sem heiðrar íjallkonur lýðveld- isins frá upphafi. FJALLKONAN er ekki mjög gömul í sögulegum skiln- ingi, þótt hún hafí unnið sér sess í hátíðarhöldum á þjóðhátíðardegi íslands og hugum landsmanna. Egg- ert Ólafsson orti í kvæði sínu Ofsjónir árið 1752 um konu sem persónugerving iandsins, en það var Bjarni - Thorarensen sem orti fjallkonunni leið í íslenskan skáldskap í kvæði sínu íslands minni, sem varð til á námsárum hans í Kaupmannahöfn á fyrstu árum 19. aldar: „Eldgamla ísafold, / ástkæra fósturmoid, / fjall- konan fríð! / mögum þínum muntu kær, / meðan lönd gyrðir sær / og gumar gimast mær, / gljár sól á hlíð.“ Sigurður Guðmundsson málari hannaði þjóðbúning um 1860, sem var liður í áformum hans um að efla þjóð- ernisvitund íslendinga. ísienski hátíðarbúningurinn sem fjallkonan ber er sniðinn eftir hugmyndum Sigurð- ar og þykir afar skrautlegur, enda tilheyra honum ýmsir ómissandi hlutir, svo sem stokkabelti um mitt- ið, faldur á höfði, útsaumsbekkur að neðan, gullflúr ■vO.fl. Elsta prentaða mynd af fjallkonu birtist fyrst í enskri þýðingu íslenskra þjóðsagna, „Icelandic leg- ends“, sem út kom 1864-66. Hiutverk fjallkonunnar var klætt holdi í fyrsta skipti að því talið er árið 1924 á Islendingadeginum í Winnipeg í Kanada. Konur í gervi fjallkonu hafa komið fram á hveiju ári síðan 1944. Fyrstu fjallkonurnar fengu búning sinn lánaðan hjá hefðarkonum hér í borg, því að þær einar áttu dýran og fínan klæðnað við hæfi. Seinustu ár hefur verið fenginn að iáni gamall búningur frá Árbæjar- safni, sem sumar heimildir telja ekki alveg kórréttan miðað við útgáfu Sigurðar málara, þótt sá búningur þyki fallegur. „Fjallkonur í fímmtíu ár“ nefnist nýút- komin bók sem Guðrún Þóra Magnúsdóttir hefur tek- ið saman með myndum af öllum fjallkonum frá 1944, ljóðum þeim sem þær lásu í ávarpi sínu, ásamt skálda- tali og margvíslegu efni öðru. Morgunblaðið fékk góðfúslegt leyfi Guðrúnar til að birta eina mynd af hverri fjallkonu frá 1944, ásamt því að geta höfunda þeirra fjallkonuljóða sem flutt hafa verið frá upphafi, en þeir eru alls 22 talsins. Árið 1945 og 1946 komu engar fjallkonur fram á 17. júní en frá og með fjallkon- unni 1947 hafa þær verið órofínn hluti af hátíðarhöld- um á þjóðhátíðardegi íslendinga, fyrir utan árið 1970 þegar hátíðarhöld féllu niður að hluta vegna vinnu- deilna og var hlutverk fjalikonunnar ófyllt það ár. Hætt var á seinustu stundu við ávarp fyrstu fjallkon- unnar, Kristjönu Millu Thorsteinsson, vegna rigningar á Þingvöllum. Kristjana Milla varð síðar viðskiptafræð- ingur, en sú hefð hefur skapast að allar fjallkonur sem hafa fyigt í fótspor hennar síðan hafa verið leikkonur að mennt. Fjörtíu og þijár konur hafa gegnt þessari „stöðu, og hafa fjórar þeirra öðlast þann heiður að vera fjailkona tvívegis. Tíu þeirra kvenna sem komið hafa fram sem fjallkonur eru nú látnar. í ár verða tólf fjallkonur í stað einnar á Þingvöllum, en ein í Reykjavík. 1944: Kristjana Milla Thorsteinsson. Ljóð eftir Guðmund Böðvarsson, Huldu og Jóhannes úr Kötlum. 1958: Helga Bach- mann. Ljóð eftir Einar M. Jónsson. 1971: Kristbjörg Kjeld. Ljóð eftir Jó- hannes úr Kötlum. 1983: Lilja Þórisdótt- ir. Ljóð eftir Jakob Jóh. Smára. Í947 : Alda Möller. Ljóð eftir Tómas Guð- mundsson. 1959: Bryndís Pét- ursdóttir. Ljóð eftir Davíð Stefánsson. 1972: Margrét Helga Jóhannsdóttir. Ljóð eft- ir Guðmund Böðvars- son. 1984 : Guðrún Þórð- ardóttir. Ljóð eftir Tóm- as Guðmundsson. 1948: Anna Borg. 1949 : Regína Þórð- Ljóð eftir Tómas Guð- ardóttir. Ljóð eftir Tóm- mundsson. as Guðmundsson. 1960 : Þóra Friðriks- 1961: Sigríður Haga- dóttir. Ljóð eftir Tómas lín. Ljóð eftir Sigurð Guðmundsson. Einarsson. 1973: ValgerðurDan 1974: Halla Guð- Jónsdóttir. Ljóð eftir mundsdóttir. Ljóð eftir Matthías Johannessen. Matthías Jochumsson. 1985: SólveigPáls- 1986: Siguijóna dóttir. Ljóð eftir Guð- Sverrisdóttir. Ljóð eftir mund Böðvarsson. Einar Benediktsson. í ( 1950 : Arndís Björns- dóttir. Ljóð eftir Tómas Guðmundsson. i i ( ( ( ( 1962: Kristbjörg Kjeld. Ljóð eftir Jó- hannes úr Kötlum. 1975 : Anna Kristín Arngrímsdóttir. Ljóð eftlr Stephan G. Step- hansson. I I I I I 1987: Guðný Ragn- arsdóttir. Ljóð eftir Hannes Hafstein. Opnunartími verslana Hagkaups dagana 16.-19. júní Fimmtudaginn 16. júní er opið til kl. 21 í öllum verslunum nemn Kringlunni og Kjörgarði til kl. 20, Njarðvík til kl. 19. Föstudaginn 17. júní er lokað laugardaginn 18. júni er opið frú kl. 10-18 í öllum verslunum nema Njarðvík 10-16. Kringlan og Kjörgarður: Lokað. Sunnudaginn 19. júní er opið fró kl. 12-18 í öllum verslunum nema Akureyri 12-17. Kringlan, Kjörgarður, Njarðvík: Lokað. HAGKAUP uqííöíiíBlog'i! £>Í ÍÍUiIlíliílI ít 'ÍlH&ii ,880« íllfi ÖC* Ílltfí | . '• ~*hiI** / % riitft, i -k&jyj. ” - i , **

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.