Morgunblaðið - 17.06.1994, Síða 68

Morgunblaðið - 17.06.1994, Síða 68
68 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Þjódveijar ætla sér sigur KRÖFUR, væntingar og sagan verður heimsmeisturum Þýska- lands erfiðari mótherji en Bólivíumenn, þegar landsliðin mætast í opnunarleik heimsmeistarakeppninnar í 30 stiga hita á Soldier Field-leikvellinum í Chicago í dag. Berti Vogts, þjálfari Þjóðverja, og leikmenn hans vita að handhafar heimsmeistarastyttunnar hafa ekki unnið í opnunarleik síðan 1974, en þá var byrjað á því að láta heimsmeistarana leika fyrsta leikinn í HM. Reuter Kælir sig niður LEIKMENN sem taka þátt í heimsmeistarakeppninni í Bandaríkjunum hafa kvartað yfir hita, en hitinn hefur farið allt upp í 30 stig á þeim tíma sem margir leikir fara fram, eða upp úr hádegi. Hér á myndinni sést írski landsliðs- maðurinn Alan Kernaghan kæla sig á æfingu. írar leika gegn ítölum á morgun í New York. Margir muna eftir hvernig Arg- entínumenn máttu þola tap, 0:1, fyrir Kamerún á Ítalíu 1990, ítalirgerðu jafntefli, oieu iciissui i , , skrifar entinumenn topuðu fyrir Belgíumönn- um, 0:1, á Spáni 1982, Þjóðverjar urðu að sætta sig við jafntefli, 0:0, gegn Pólvetjum 1978 og Brasilíu- menn jafntefli, 0:0, gegn Júgóslavíu 1974. Vogts vill gera þarna breyt- ingar á. „Það er kominn tími til þess. Ég mun tefla fram mínu sterk- asta liði til að leggja Bólivíumenn að velli. Við viljum bytja eins vel _ '}>g á Ítalíu, með sigri,“ sagði Vogts, en Þjóðvetjar unnu stórsigur, 4:1, á Júgóslövum í fyrsta leik sínum á Ítalíu. Andrúmsloftið í opnunarleik er oft rafmagnað og hafa leikirnir oft- ast verið á rólegu nótunum — leik- menn hafa ekki tekið miklar áhætt- ur. Fá mörk hafa verið skoruð í leikjunum. „Við ætlum að bijóta upp tölulegar staðreyndir opnunar- leikja," sagði Lothar Mattháus, fyr- irliði Þjóðvetja, sem skoraði tvö ^nörk gegn Júgóslövum 1990. Þjóð- vetjar tefla fram í HM níu leik- mönnum sem léku úrslitaleikinn gegn Argentínu í Róm, en þeir eru fjórum árum eldri. „Þó að aldurinn sé farinn að færast yfir leikmenn Þjóðvetja, hafa þeir yfir geysilegri reynslu að ráða — sú reynsla verð- ur þeim dýrmæt hér,“ sagði knatt- spymukappinn Pele, sem spáir Þjóðvetjum góðu gengi. Þjóðvetjar eiga titil að vetja og þess má geta að Evrópuþjóð hefur aldrei orðið heimsmeistari utan Evrópu, en alltaf nema einu sinni þegar keppnin hefur farið fram í Evrópu. Brasilíumenn urðu meistar- ar í Svíþjóð 1958. Þjóðvetjar hafa leikið þtjá síðustu úrslitaleiki HM — 1982 á Spáni, 1986 í Mexíkó og 1990 á Italíu, þar sem þeir fögnuðu sigri. Flestir reikna með auðveldum sigri Þjóðvetja gegn Bólivíu. Það munar mikið fyrir Bolivíumenn að leikstjórnandi þeirra Marco Etche- verry hefur verið nteiddur á hné. Bólivíumenn koma til með að leika varnarleik, eins og þeir gerðu gegn írum í Dublin á dögunum — leik sem Vogst sá — og gegn Svisslend- ingum, 0:0, í Montreal sl. laugar- dag. „Við munum gera allt til að bijóta vörn Bólivíumanna á bak aftur. Við munum leika knattspyrnu með breytilegum hraða — við þurfum að auka hraðann í sóknarlotum okkar, þar sem Bólivíumenn eru snöggir,“ sagði Vogts. Líklegt er að Vogts láti Andy Möller leika í sóknarhlutverki við hlið Klinsmanns, en bytjunarlið Þýskalands er væntanlega þannig: l-Bodo Illgner - 10-Lothar Mattháus, 14-Thomas Berthold, 4-Júrgen Kohler, 3-Andreas Brehme - 21-Mario Basler, 16-Matthias Sammer, 20-Stefan Effen- berg, 8-Thomas Hássler - 7-Andy Möll- er, 18-Júrgen Klinsmann. Bólivía: 1-Carlos Trucco, 3-Marco Sandy, 4-Miguei Rimba, 5-Gustavo Quinteros, 6-Carlos Botja, 8-Milton Melgar, 15-Vladimir Soria, 18-Willian Ramallo, 16-Luis Cristaldo, 21-Erwin Sanchez, 22-Julio Baldivieso. Fimm af þessum leikmönnum (4,8,15,16 og 18 — kom inná sem varamaður) léku gegn íslandi á Laugardalsvellinum. Bólivíumenn, sem hafa fram til þessa leikið þtjá leiki í HM - síðast 1950 - án þess að skora mark, hafa ekki skorað í fjórum síðustu leikjum sínum fyrir HM — töpuðu 0:1 fyrir íslandi og írlandi, en gerðu jafntefli, 0:0, gegn Perú og Sviss. Þjálfari Bolivíu er Spánvetjinn Xavier Azkergorta frá Baskahéruð- unum. Hann lék með Atletico Bilbao og Real Sociedad á sínum yngri árum, en varð að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Hann er lærður læknir og starfaði sem lækn- ir í Barcelona þegar hann fékk boð um að taka við landsliði Bólivíu fyrir átján mánuðum. Hann tók boðinu og er orðinn dýrlingur í Bólivíu. Spurningin er hvort að hann sé búinn að röntgengreina Þjóðveija? Carlos Trucco, mark- vörður Bólivíu, er sá leikmaður sem getur verið Þjóðvetjum erfiður — hann á það til að vetja eins og ber- serkur, eins og gegn Sviss á dögun- um. Spánverjar gegn S-Kóreu „Ég hef aldrei sagt að Spánvetj- ar myndu vinna Suður-Kóreumenn fimm núll. Þeir eru óþekkt stærð, en við berum virðingu fyrir þeim,“ sagði Javier Clemente, þjálfari Spánverja, sem leika gegn S-Kóreu- mönnum í kvöld í Dallas. Spánvetj- ar leika örugglega eins og þeir léku gegn Kanada, 2:0, í sl. viku — með einn leikmann í fremstu víglínu, Julio Salinas. Margir sókndjarfir miðvallarspilarar verða fyrir aftan hann — tilbúnir til að ráðast til atlögu, eins og hinn öflugi Juan Goikoetxea, Barcelona. Leikmenn S-Kóreu eru þekktir fyrir hvað þeir eru yfirvegaðir — og láta ekki slá sig útaf laginu. „Það er frábært að hafa mikla pressu á sér,“ segir Kim Ho, þjálf- ari S-Kóreu, en honum til aðstoðar er Rússinn Anatoly Byshovets, fyrr- um þjálfari Spartak Moskvu og Ólympíulandsliðs Sovétríkj anna, hann lék sjálfur með Sovétmönnum í HM 1970 í Mexíkó. S-Kóreumenn, sem hafa aldrei unnið Ieik í HM, eru leiknir og fljótir, þannig að þeir eiga eftir að láta hina skap- bráðu Spánvetja svitna. Aðsóknarmet Nú þegar hefur verið slegið að- sóknarmet í HM, en aðeins 100 þús. miðar eru eftir af þeim 3,6 milljónum sem voru til sölu. Að- sóknarmetið á Ítalíu, 2,5 millj. mið- ar, hefur þegar verið slegið. Þeir sem hafa hug á að tryggja sér miða, geta keypt miða á leik Nígeríu - Búlgaríu og Kamerún -'Svíþjóð. ■ JORGE Campos, markvörður Mexíkó, er einn af furðulegustu leikmönnum knattspyrnunnar. Hann lætur sjálfur sauma keppnis- búninga sína, sem eru litríkir og skrautlegir. Þá er hann frægur fyr- ir að fara fram á völlinn og hann er vítaspyrnusérfræðingur félags- liðs síns, UNAM. Hann á það til að hvíla sig á markvörslunni og leika einn og einn leik sem sóknar- leikmaður. A síðasta keppnistíma- bili í Mexíkó skoraði hann þrettán mörk. ■ LEIKMENN Spánar frá 2,7 millj. ísl. kr. á mann fyrir að taka þátt í HM, en ef þeir verða sigur- vegarar frá þeir 25 millj. kr. á mann. ■ LEIKMENN Kamerún hafa verið með mótmæli fyrir HM — hafa verið með ýmsar peningakröf- ur. Þeir fóru í „verkfall" áður en haldið var frá Younde-flugvellinum í Kamerún, þannig að flugvélin sem flutti þá til Bandaríkjanna tafðist um þtjár klukkustundir. Fimm af leikmönnum liðsins fóru ekki með. ■ JOSIP Weber, Króatinn, sem gerðist belgískur ríkisborgari á dög- unum og skoraði þrjú mörk í sínum fyrsta landsleik og eitt í öðrum, skoraði þijú mörk í æfingaleik gegn bandaríska 23ja ára landsliðinu á miðvikudag. Belgíumenn unnu 6:0. ■ JACK Charlton þjálfari írska landsliðsins hefur gagnrýnt Joao Havelange forseta FIFA fyrir þau orð að dómarar sem ekki gefi rautt spjald þegar leikmenn séu tæklaðir aftan frá verði sendir aftur heim. Charlton segir að Havelange hafi hrætt líftóruna úr dómurum með þessum orðum og sett á þá alltof mikla pressu. ■ FAUSTINO Asprilla leikmað- ur með kólumbíska landsliðinu hef- ur fulla trú á því að lið sitt komist í undanúrslit HM, ef ekki lengra. ■ ÍRAR hafa sett sig í stellingar beggja vegna Atlantshafsins vegna leiksins á morgun gegn ítal- íu. Ölverksmiðjur og krár hafa und- irbúið sig lengi og segja að morgun- dagurinn verði líkt og öllum helstu hátíðisdögum þjóðarinnar væri smellt saman í einn, nema hvað þessi dagur væri stærri. ■ LEIKURINN fer fram í New York. Fimmtán þúsund írar koma gagngert til Bandaríkjanna til að fylgjast með leiknum, en talið er að einungis helmingur þeirra eigi miða á leikinn. Vitað er um 77 írsk- ar krár, bara í Manhattan, þar sem leikurinn verður sýndur. Um 70 þúsund írskættaðir Bandaríkja- menn búa í New York og hafa þeir mikinn áhuga á leiknum. ■ ARRIGO Sacclii þj álf ari ítalska landsliðsins sagði er hann var innt- ur eftir því, að Diego Maradona og Romario væru líklegar stjörnur HM-keppninnar nú. „Hitinn hægir á leikmönnum og þá ættu hæfileik- ar Maradona að njóta sín,“ sagði Sacchi. ■ DEILAN um það hvort kynlíf fyrir knattspyrnuleik hafi góð eða slæm áhrif hefur magnast upp í kringum þýska landsliðið á ný. Hún hófst með því að Bianca Illgner, fyrrum flugfreyja og eiginkona markvarðarins Bodo Illgner, gagnrýndi harðlega heimsóknar- bann eiginkvenna leikmanna á hót- elið þar sem landsliðið dvelst. ■ DAGBLAÐIÐ Bild gerði skoð- anakönnun meðal Þjóðverja er deilan blossaði upp. I henni kom fram að 33 prósent Þjóðverja voru hlynnt því að hleypa eiginkonunum í heimsókn, en 67 prósent voru á móti því. ötu örfu bolti laugardaginn 18. Júní í Laugardal haldin í tílefni 50 ára afmælis ÍBR Verðlaun i hverjum floldti og aukaverðlaun fyrir víta og 3ja-stiga keppnina. Skráning fer fram á skrifstofu KKÍ á skrifstofutíma, til kl. 20:00 fimmtudaginn 16. Júní og frá kl. 9:00 - 12:00 laugardaginn 18.júní. Takið þátt í spennandi keppni. PEPSI MAX^ íniniimn iLii lcörfubolt Blab allra landsmanna! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.