Morgunblaðið - 17.06.1994, Page 72

Morgunblaðið - 17.06.1994, Page 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Kristinn Þjóðinni árnað heilla MIKILL fjöldi heillaóskaskeyta hefur borist Vigdísi Finnbogadótt- ^ ur forseta íslands í tilefni af 50 * • ára afmælis lýðveldisins. Skeyti bárust meðal annars frá leiðtogum þjóða sem Islendingar hafa ekki haft mikil samskipti við, eins og Kim il Sung, forseta Norður- Kóreu, og soldáninum af Brunei, Hassanal Bolkiah. Elísabet Eng- landsdrottning sendi íslensku þjóðinni kærar kveðjur, óskaði henni til hamingju með timamótin og bjartrar framtíðar. Borís Jelts- ín Rússiandsforseti óskaði forseta Islands heilla og íslensku þjóðinni velfarnaðar sem og Bill Clinton Bandaríkjaforseti sem sagði að þjóðirnar ættu það sameiginlegt að virða mannréttindi af einlægni og halda frelsishugsjóninni á lofti. A myndinni er Hildur Rosenlqær, starfsmaður skrifstofu forseta ís- lands, með heillaóskaskeytin. Meiri áta mælist nú á íslandsmiðum en sl. 30 ár Afar góð skilyrði fyrir uppvöxt fiska MEIRA magn dýrasvifs mældist í hafinu umhverfis ísland í vorieiðangri Hafrannsóknastofnunar en sl. 30 ár. Auk þess var almennt ástand sjávar, gróðurs og átu í kringum landið afar gott og uppvaxtarskilyrði uppsjávar- fiska því með besta móti, að sögn Svend-Aage Malmbergs haffræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Hann segir að magn átu nú sé sums staðar mjög mikið. Átan er undirstaða fæðukeðjunnar í hafínu næst á eftir þörungum en í leiðangrinum kom einnig fram að gott jafnvægi væri milli vaxtar þör- unga og átu í hafinu. „Það virðast vera mjög góð skilyrði fyrir uppvöxt físka 'því hiti og æti í sjónum er í mjög góðu ástandi og ekki hefur mælst svo mikil áta í þijá áratugi," segir Svend-Aage. Hann segir að farið hafi að bera á auknu ætis- magni strax í fyrra eftir langt sam- dráttarskeið en það sé mun meira á þessu vori. Hann benti á að einnig væri visst samræmi í þessum tíðind- um og ætisleit norsk-íslenska síldar- stofnsins inn í íslensku efnahagslög- söguna. Hlýindaskeið hafið? Á árabilinu 1920 til 1965 var hlý- indaskeið í hafinu en frá 1965 til 1970 var hafísskeið. Svend-Aage segir að dýrasvif hafi ekki náð sér á strik á íslandsmiðum að ráði fyrr en nú. „Það sem er að gerast núna er sambærilegt við það sem var fyr- ir hafísárin,“ segir Aage. Innstreymi hlýsjávar að sunnan, vestur með landinu og fyrir Norður- land hefur verið með ágætu móti síðastliðin fjögur ár en var afar dræmt á hafísárunum. Svend-Aage segir að þessi grein Golfstraumsins beri varma og skilyrði fyrir næringu inn á norðurmið sem eru uppvaxtar- slóðir físka . Uppvöxtur fiska fyrir Norðurlandi er þó einnig talsvert mikið háður stofnstærð hrygningarstofnsins og hann er ekki stór um þessar mundir, að sögn Svend-Aage. Væntingar eru um að hrygningarstofninn frá því í fyrra sé stærri en undanfarin ár. Fiskurinn er ekki veiðanlegur fyrr en hann er fjögurra ára og því getur enn orðið nokkur bið á sterkum veiði- stofnum við landið og mörg ár þang- að til aftur er hægt að gera sér von- ir um sterka árganga. Hvíta húsið * Clinton bauðbleikjii frá Islandi SKÝRT var frá því í bandaríska dagblaðinu Washington Post í vik- unni að eldisbleikja frá íslandi hefði verið aðalrétturinn í fyrstu veislunni sem Bill Clinton Banda- ríkjaforseti hélt erlendum þjóð- höfðingja í Hvíta húsinu. Gestir Bandaríkjaforseta voru <d»Akihito Japanskeisari, A1 Gore varaforseti og ráðherrar í ríkis- stjórn Clintons. Washington Post segir að bleikj- unni hafi verið slátrað á íslandi og líklega ekki verið nema tveggja nátta gömul þegar hún var borin á borð í Hvíta húsinu. Blaðið segir að allt þar til fyrir þremur árum hafi bleikja verið ófáanleg nema villt. Nú framleiði Silfurstjarnan 1,5 milljónir punda af bleikju á ári og selji mestan- hluta afurðanna til Bandaríkjanna. Morgunblaðið/Golli Austurvöllur í þjóðhátíðarbúning ÆSKA landsins hefur verið áberandi í sumar eins og önnur sumur við að snyrta og fegra umhverfið. Á meðan þingmenn sátu inni á Alþingi og gátu ekki notið veðurblíðunnar úti unnu þessar stúlkur við að fegra Austurvöll í tilefni þjóðhátíðar. - ALÞYÐUSAMBAND Islands telur Fjármálaráðherra vísar á bug fullyrðingum um launaskrið ASÍ krefst 5-6% launahækkunar að laun opinberra starfsmanna og bankamanna hafi hækkað um 5-6% umfram launabreytingar á almenna vinnumarkaðinum á sl. 4 árum. Frið- rik Sophusson, fjármálaráðherra, sagðist hvorki geta játað né neitað tölum ASI fyrr en hann fengi að sjá útreikningana að baki. Hann gagn- rýndi hins vegar harðlega framsetn- ingu ASI á tölunum. Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ, ^sagði að það hefði vakið athygli ASI að á sama tíma og laun standi nán- ast í stað hækki launavísitala og þar með lánskjaravísitala.-Hann sagðist hafa óskað eftir skýringum Hagstof- unnar, en gengið illa að fá skýrar upplýsingar. Það sé þó ljóst að launa- vísitala hafi hækkað 1,8% meira en laun ASÍ-félaga gefí tilefni til. Ari ^sagði að lausleg athugun á launa- ^hækkunum sl. 4 ár gefi til kynna að laun á almennum vinnumarkaði hafi hækkað um 14,5%, en laun opin- berra starfsmanna og bankamanna um 20%. „Sú launastefna sem við, atvinnu- rekendur og ríkisvaldið höfum komið okkur saman um er brostin. Við höf- um óskað eftir frekari upplýsingum frá Hagstofu, en ég held að þær breyti ekki þeirri meginniðurstöðu að okkar hópur er orðinn 5-6% á eftir öðrum. Við höfum óskað eftir því að okkur verði bætt þetta. Við höfum einnig óskað eftir fundi með forsætisráðherra til að spyrja hann hveiju það sæti að við.semjum um ákveðna stefnu, tökum á okkur allan fórnarkostnaðinn og um leið er alit í fullum gangi í ljármálaráðuneyt- inu,“ sagði Ari. Friðrik Sophusson sagðist undrast málflutning ASÍ. Hann benti á að fulltrúar þess viðurkenni að þeir hafi ekki í höndunum upplýsingar um alla þætti þessa máls og noti meira segja orðið „talnaleikfimi" um út- reikninga sína. Friðrik sagðist ekki frekar „n ASÍ hafa upplýsingar sem skýri þessar tölur. Hins vegar séi alveg ljóst að heildarlaunakostnaður ríkisins hafi ekki aukist á síðustu árum, en hann gæti ekki svarað því hvað hefði gerst hjá sveitarfélögunum og bönkunum. „Það getur hafa gerst, í einstökum kjarasamningum og ráðningarsamn- ingum bæði hjá hinu opinbera og eins á einkamarkaðinum, að ákveðið hafí verið að gera smávegis launa- breytingar. Þá er það gert vegna þess að menn eru að ná fram hag- ræðingu. En ef við lítum á heildina og á stefnu ríkisvaldsins þá er hún í engu frábrugðin þeirri stefnu sem hefur verið rekin á almennum vinnu- markaði," sagði Friðrik. Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ, sagði nauðsynlegt að skoða þessar tölur betur. Hann sagði ótrú- legt að munurinn á launaþróun í opinbera geiranum og einkageiran- um sé 5-6%. „Miðað við aðstæður í þjóðfélaginu í dag og það umhverfi sem menn eru að horfa fram á á næstu mánuðum þá liggur það nokk- uð ljóst fyrir að það er ekkert svig- rúm fyrir launahækkun af þessari stærðargráðu,“ sagði Magnús. 20 kelfdar kvígur til Færeyja TUTTUGU kelfdar kvígur voru fluttar um borð í Bakkafoss, skip Eimskipafélagsins, síðdegis í gær en gripirnir verða fluttir til Færeyja þar sem fylgst verð- ur með þeim í sérstakri saman- burðarrannsókn sem fyrirhuguð er á íslenskum og norskum kúm. í fyrsta skipti í 1.000 ár Það er Rannsóknastofnun landbúnaðarins sem stendur fyr- ir útflutningi kvíganna í sam- vinnu við Færeyinga en um er að ræða tilraunir í nautgripa- rækt. „Þetta er örugglega í fyrsta skipti í þúsund ár sem við skipum út nautgripum," sagði Gunnar Ríkharðsson, tilrauna- stjóri á Stóra - Ármóti, í sam- tali viðiMorgunblaðið. „Markmiðið er að bera saman íslenska kúakynið og norskar kýr, sem eru í Færeyjum," sagði hann. Kvígurnar bera í haust og verður fylgst með þeim á fyrsta mjaltaskeiði næsta vetur, efna- samsetning mjólkurinnar verður könnuð, heilsufar þeirra, át og hagkvæmni framleiðslunnar, að sögn Gunnars. Minni kýr „Við erum að reyna að tengja okkar kúastofn öðrum kynjum. Það er ómögulegt að gera slíkt nema við algerlega sambærileg- ar aðstæður. Okkar kýr eru mun minni en flest önnur kúakyn, mjólka minna og við notum miklu meira hey en flestar aðrar þjóðir. Þess vegna þarf að gera þennan samanburð við sömu aðstæður,“ sagði- hann. Kvígurnar koma af þrettán bæjum af Suðurlandi. Þær verða settar í einangrun í einn mánuð eftir að þær koma til Færeyja en verða síðan fluttar á tilrauna- stöð þar sem íslenskir og fær- eyskir sérfræðingar fylgjast með þeim næsta vetur. Gunnar sagði að Vestnorden- sjóðurinn, Rannsóknasjóður og Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins styrktu þetta verkefni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.