Morgunblaðið - 20.03.1997, Síða 25

Morgunblaðið - 20.03.1997, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 25 ERLENT Reuter Ruplað og rænt NOKKUR ólga er í stjórnmálunum á Papúa Nýju segi af sér. t gær var efnt til mótmælagöngu í Gíneu og hafa andstæðingar stjórnarinnar krafist Port Moresby og notaði þá nokkur hluti göngu- þess, að Julius Chan, forsætisráðherra landsins, manna tækifærið til að ræna í verslunum. Seinkun EMU útheimtir breytingu á Maastricht MAASTRICHT-sáttmálinn veitir ekkert svigrúm til að fresta gildis- töku Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) frekar en orðið er, að sögn embættismanna, sem Morgunblaðið ræddi við i Brussel. Viðmælendur blaðsins segja að vilji menn seinka gildistöku EMU, til dæmis vegna efnahagsvandans i Þýzkalandi, verði að breyta sátt- málanum, en slíkt sé nánast útilok- að vegna þess tíma og fyrirhafnar, sem það hefði í för með sér, burt- séð frá pólitískum afleiðingum. Fylgismenn frestunar á gildis- töku EMU hafa vitnað í grein 109j í Maastricht-sáttmálanum, en þar segir að hafi dagsetning gildistöku EMU ekki verið ákveðin fyrir árslok 1997, skuli myntbandalagið ganga í gildi 1. janúar 1999. Viðmælendur Morgunblaðsins segja að það hafi aldrei verið ætlunin að hægt yrði að lesa út úr þessari grein að gildi- stakan gæti orðið síðar en 1999, heldur hafi hún þvert á móti átt að gefa kost á að flýta gildistöku EMU. Hafa ekki lesið sáttmálann „Seinkun gildistöku er ófram- kvæmanleg. Hún hefði í för með sér að taka yrði samninginn upp að nýju og síðan yrðu fimmtán þjóð- þing að staðfesta breytinguna. Þetta gæti seinkað EMU um tíu ár,“ segir hátt settur embættismað- ur framkvæmdastjórnar Evrópu- EMBÆTTISMENN ESB eru ekki í vafa um að nýja Evr- ópumyntin, evró, taki við af gjaldmiðlum aðildarríkja EMU 1. janúar 1999. EVROPA^ sambandsins. „Umræður í Þýzka- landi um að seinka gildistöku EMU fara eingöngu fram á meðal þeirra, sem hafa ekki lesið Maastricht-sátt- málann.“ Það viðhorf er ríkjandi á meðal sérfræðinga í peningamálum að þýzka stjórnin muni reyna sitt ýtr- asta til að standa við skilyrði Maas- tricht-sáttmálans um fjárlagahalla og opinberar skuldir hvað sem það kostar, jafnvel með „bókhalds- brögðum", en Þjóðveijar hafa gagn- rýnt slíkatalnaleiki hjá öðrum aðild- arríkjum Evrópusambandsins. Svigrúm til pólitískrar túlkunar Sérfræðingar benda jafnframt á að Maastricht-sáttmálinn gefi nokkurt svigrúm til pólitískrar túlk- unar á því, hvort markmiðunum hafí verið náð — fjárlagahalli upp á 3% af landsframleiðslu og skulda-* hlutfall upp á 60% séu ekki heilag- ar tölur. Það nægi til dæmis að ríki „nálgist" markmiðið um 3% fjár- lagahalla „umtalsvert og samfellt“, eða þá að halli umfram 3% sé að- eins „tímabundin undantekning." „Kostnaðurinn af sameiningu Þýzkalands er tímabundin undan- tekning," segir einn þeirra embætt- ismanna, sem við var rætt. EMU sem „tóm skel“? Að sögn Eeuters-fréttastofunnar hafa hugmyndaríkir lögfræðingar varpað því fram að takist nægilega mörgum aðildarríkjum ekki að upp- fylla skilyrðin í Maastricht sé hægt að hleypa EMU af stokkunum sem „tómri skel“ — þ.e. að myntbanda- lagið taki gildi samkvæmt samn- ingnum en hafi engin aðildarríki. Upplýsingaherferð ESB um sjávarafurðir Áherzla á „óvirðulegri“ tegundir EVRÓPUSAMBANDIÐ hóf í fyrradag upplýsingaherferð um sjávarafurðir og verndun fiski- stofnanna. Emma Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í fram- kvæmdastjórn sambandsins, sett- ist undir stýri á stórum sýningar- vagni, sem mun aka á milli borga Evrópu næstu mánuði og dreifa kynningarefni og sýnishornum af hinum ýmsu sjávarréttum til al- mennings. Meginmarkmiðið með herferð- inni er að upplýsa neytendur í ESB, einkum ungt fólk, um nær- ingargildi sjávarafurða og jafn- framt um gildi þess að varðveita auðlindir sjávar. Sérstök áherzla verður lögð á „óvirðulegri" fisk- tegundir, sem hafa verið minna eftirsóttar en aðrar og eru því ekki í sömu útrýmingarhættu. Framkvæmdastjórnin telur að t.d. síld, sardínur, makrill, brynstirtla og brislingur séu „heilnæmar og fljótlegt að borða þær, í samræmi við nútimalegan lífsstíl." Þar að auki séu þessar tegundir á prýði- legu verði. Sjávarútvegsstefnan útskýrð Á meðal annarra markmiða herferðarinnar er að kenna neyt- endum að þekkja gæðafisk í fisk- borðinu og að útskýra hina sam- eiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB fyrir þeim. Sýningarvagn framkvæmda- sljórnarinnar mun aka um öll ríki ESB. Ferðin hefst um miðjan apríl í Brussel í tengslum við hina al- þjóðlegu sjávarútvegssýningu og henni lýkur í Köln í október, en þá er alþjóðleg matvælasýning haldin í borginni. Aðrir þættir i herferð fram- kvæmdasijórnarinnar eru t.d. sam- keppni á meðal gagnfræðaskóla- barna um gerð kvikmyndar um auðlegð og heilbrigði sjávarins, uppski-iftakeppni á meðal beztu sjávarréttakokka Evrópu, pall- borðsumræður um mikilvægi fisks í vörnum gegpi hjarta- og æðasjúk- dómum og kynning á sjávarafurð- um í 400 stórmörkuðum á svæðum, þar sem fiskneyzla er minnst. Fagnaðu með Litnum! afmælisalsláttur HTGÆA Bostik Mn*** Utupiim er sérverslun með málningarvörur þar sem þú nýtur persónulegrar þjónustu fagfólks, sem hugsar aöeins um þarfir þínar. Prufudns á 100 kr. léttir leitina að rétta litnum! ...rétti liturinn, rétta verðié, rétia fólkið Síðumúla 15, sími 553 3070 o

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.