Morgunblaðið - 20.03.1997, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 20.03.1997, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR RÓIÐ til fiskjar. Kvikmynd um árabátasjómanninn ÍSLANDS þúsund ár heitir leikin heimildarmynd um sjósókn fyrri alda, sem frumsýnd verður í Há- skólabíói laugardaginn 22. marz. Höfundur myndarinnar er Er- lendur Sveinsson. í kynningu segir að íslands þús- und ár sé sjálfstætt framhald myndaflokksins Verstöðvarinnar íslands og fjalli um einn dag í lífi og starfi árabátasjómanna á vetr- arvertíð fyrir tíma tæknialdar. Þessum eina degi er ætlað að end- urspegla sjósókn íslendinga í þau þúsund ár, sem árabátaöld var við lýði á íslandi. Reynt er að gefa innsýn i veröld og hugarheim, sem íslensk menning er að stórum hluta sprottin úr, þar sem bland- ast saman náttúrutrú, kristindóm- ur, hjátrú og stundum galdur. Við fylgjumst með einni skips- höfn frá því að vermennirnir vakna að morgni i verbúð sinni, klæðast, matast og búa sig undir að leggja á djúpið. Þeir róa á miðin, leggja lóðir, bíða þess að fiskurinn bíti á, draga lóðirnar, sigla heim, gera að aflanum og heilsa upp á útsendara kaup- manna, sem sendir hafa verið i verið með umburðarbréf til að hvetja til vöruvöndunar. Kapital- ismi er í sókn gegn sjálfsþurftar- búskapnum. Vermennirnir hvílast síðan á verbúðarloftinu og senn taka þeir á sig náðir til þess eins að vakna aftur næsta dag og endurtaka þá öll sömu handtökin, allt þar til þessi veröld áraskipanna líður undir lok við árblik nýrra tíma. Handrit og stjórn var í höndum Erlends Sveinssonar, Sigurðar Sverrir Pálsson kvikmyndaði og klippti og Þórarinn Guðnason annaðist hljóðupptökur. Eftir hlé verður sýnd myndin Ár í útgerð, 4. hluti Verstöðvar- innar Islands, sem Lifandi myndir hf. framleiddu fyrir Landssam- band ísl. útvegsmanna og frum- sýnd var 1992. Ár í útgerð er nútímahluti útvegssögumyndar- innar Verstöðvarinnar íslands og segir sögu tiltekinnar bátaútgerð- ar og togaraútgerðar eins og hún gekk fyrir sig á árinu 1989, um það bil einni öld eftir að saga árabátamannanna, sem reru úr Ósvör, er látin gerast. Þegar horft er á þessar tvær myndir í röð fæst afgerandi samanburður á sjósókn og útgerðarháttum ís- iendinga fyrr og nú segir m.a. í kynningu. Óvænt efnisskrá og leynigestur Lev Jónas Markiz Ingimundarson SINFÓNÍUHLJÓM- SVEIT íslands heldur tónleika í Háskólabíói í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20. Hljóm- sveitarstjóri er Lev Markiz og kynnir Jón- as Ingimundarson. Þessir tónleikar eru aðrir af þrennum tón- leikum Bláu tónleikar- aðarinnar, en yfir þeirri röð hvílir sá leyndardómur að tón- verkin eru ekki kynnt fyrr en á sjálfum tón- leikunum. Einn af þekktustu listamönn- um okkar mun koma fram á tónleikunum en sama leynd hvílir yfir honum og efnisskránni. í kynningu segir: „Jónas Ingi- mundarson píanóleikari er upphafs- maður þessarar tónleikaraðar en eins og kunnugt er hefur Jónas verið óþreytandi í viðleitni sinni að opna augu og eyru Islendinga fyrir töfraheimi tónlistarinnar. Auk starfa sinna sem píanóleikari er Jónas þekktur fyrir störf sín að uppbyggingu tónlistarlífs hvar á landi sem hann hefur starfað og m.a. er hann frumkvöðull átaksins Tónlist fyrir alla, þar sem lands- mönnum er gefinn kostur á að fá fremsta tónlistarfólk okkar í heim- sókn með skipulögðu tónlistarhaldi víða um land. Hljómsveitarstjórinn Lev Markiz er Rússi fæddur í Moskvu þar sem hann stundaði nám í fiðluleik og síðar hljómsveitarstjórn. Kennari hans í hljómsveitarstjórn var einn fremsti hljómsveitarstjóri Rússa, Kirill Kondrasjín. Markiz er stofn- andi hinnar þekktu hljómsveitar The Moscow Soloists, en hún öðlað- ist fljótt sérstöðu í rússnesku tón- listarlfífi fyrir glæsilegan leik. Jafnframt að stjórna og leika ein- leik í þeirri hljómsveit starfaði Markiz æ meir sem hljómsveitar- stjóri og stjórnaði hann öllum helstu hljómsveitum Rússlands með fremstu einleikurum landsins s.s. Sviatoslav Richter, David Oistrach og Emil Gilels. Árið 1981 flutti Markiz til Hollands þar sem hann hefur búið síðan. Hann er nú aðalstjórnandi Nieuw Sinfo- netta Amsterdam. Markiz hefur unnið töluvert í Svíþjóð fyrir út- gáfufyrirtækið BIS, m.a. hljóðritað verk landa síns Alfred Schnittke og hlotið mikið lof fyrir,“ segir í kynningunni. Eins og áður segir kemur ekki í ljós fyrr en á tónleikunum hvaða tónverk verða leikin en víst er að þau munu falla flestum tónleika- gestum vel í geð. Skáld þinga um upphaf nýs tímabils HEIÐURSSTJÓRN Norrænu æskulýðshljómsveitarinnar skipa Anker Jorgensen, Vigdís Finnbogadóttir, Elsi Hetemáki-Olander og Thorbjörn Fálldin. Norræna æskulýðs- hljómsveitin fær veglegan stuðning RITHÖFUNDASAMBAND Pa- lestínu efnir til alþjóðlegrar ráð- stefnu um ný umhugsunarefni við upphaf nýs tímabils, í Jeríkó, Ra- mallah og fleiri palestínskum borg- um dagana 22.-27. mars. Ráð- stefnan er skipulögð í samvinnu við Norðurlandaráð, Rithöfunda- samband Noregs og Evrópuráðið. Búist er við fjölda rithöfunda á ráðstefnuna sem mun mótast af umræðum um það sem framundan er í alþjóðasamskiptum á næstunni og við aldamót. Mun samvinna landanna í efnahags- og friðarmál- um setja mark sitt á bókmenntir og mannlíf? verður ein þeirra spurninga sem leitast verður við að svara. Sérstaklega verður hug- RÁÐSTEFNA um Hallgrím Pét- ursson og verk hans verður haldin laugardaginn 22. mars í Hall- grímskirkju. Að ráðstefnunni standa Stofnun Sigurðar Nordals og Listvinafélag Hallgrímskirkju. Ráðstefnan hefst kl. 10 og stendur til um kl. 16. Fluttir verða níu fyrirlestrar: Helgi Þorláksson: Aldarfarið á 17. öld; Siguijón Ámi Eyjólfsson: Sjö orð Krists á krossinum í túlkun Lúthers og Hallgríms Péturssonar; Vésteinn Olafsson: Ljós og myrkur í skáldskap 17. aldar; Margrét Eggertsdóttir: Um handrit og varðveislu verka Hallgríms Péturs- að að hvers kyns öfgatilhneiging- um og ógnarstjórnum í þróunar- löndum og hvernig koma megi á skynsamlegum skoðanaskiptum sem leiði til lausnar og til þess að mannréttindi séu virt. Ljóðadagskrár, tónlistarkvöld, dans- og listsýningar verða meðal viðburða í tengslum við ráðstefn- una. Ljóð eftir skáld sem boðið er til ráðstefnunnar hafa verið þýdd á arabísku og verða flutt af palest- ínskum leikurum. Hópur norrænna skálda er væntanlegur á ráðstefnuna og eru íslendingar þeirra á meðal. Forseti ráðstefnunnar er formaður Rithöf- undasambands Palestínu, skáldið Izzat Ghazzawi. sonar; Steinunn Jóhannesdóttir: Maðurinn Hallgrírnur Pétursson; Sigurbjörn Einarsson biskup: Boð- skapur Hallgríms Péturssonar; Þórunn Sigurðardóttir: Erfiljóða- hefðin á 17. öld og Hallgrímur Pétursson; Wilhelm Friese: Hall- grímur Pétursson og barokk á Norðurlöndum; Helgi Skúli Kjart- ansson: Barokkmeistarar heima og heiman: Hallgrímur og Bach. Að loknum fyrirlestrum verða umræður og síðdegiskaffí í u.þ.b. hálftíma en þá leikur Hörður Áskelsson barokktónlist á orgel. Þátttakendum gefst kostur á að kaupa sér hádegisverð í hádegishléi. NORRÆNA æskulýðshjjóm- sveitin, Orkester Norden, hlaut nýlega veglegan styrk norrænu ráðherranefndarinnar eða 2 milljónir norskra krónatii starf- seminnar. Með því móti er fjár- hagslegur grundvöllur tryggður til aldamóta. Norræni menningarsjóður- inn, Norræna ráðherranefndin, Lions-hreyfingin, Norskatón- listarráðið og Sænsku ríkis- hljómsveitirnar hafa verið helstu stuðningsaðilar hljóm- sveitarinnar. Iheiðursstjórn hljómsveitarinnar eru nú Thor- björn Falldin, Odvar Nordli og Anker Jargensen, allir fyrrver- andi forsætisráðherrar, ásamt Vigdísi Finnbogadóttur fyrrver- andi forseta og Elsi Hetemaki- Olander fyrrverandi þingmanni. Þau hafa hvert og eitt beitt sér fyrir eflingu hljómsveitarinnar. í Orkester Norden koma sam- an um 100 ungir hljóðfæraleik- arar í fremstu röð á aldrinum 15-25 ára. Hijómsveitarstjórinn skal vera viðurkenndur og kunnur á alþjóðlegum vett- vangi. Hann er nú Paavo Járvi og er jafnframt listrænn stjórn- andi. Fimmta starfsár hljóm- sveitarinnar hefst í sumar með tónleikum í Ingesund í Svíþjóð, en hljómsveitinni er boðið næsta sumar til tónleikahalds á Eng- landi. Fyrirlestur um mynd- list og veraldar- vefinn DOUGLAS Davis heldur fyrirlestur á Kjarvalsstöðum um veraldarvefínn og mynd- listina, föstudaginn 21. mars kl. 14. Dogulas Davis er heims- kunnur gagnrýnandi, lengst við Times, fræðimaður og myndlistarmaður sem hefur sérhæft sig í gerð myndlistar- verka á veraldarvefnum. Ný- lega eignaðist Whitney-safnið í New York netlistaverk eftir hann og vakti það mikla at- hygli í listheiminum. Douglas Davis mun fjalla um listræna möguleika veraldarvefsins og þau áhrif sem hann getur haft á eðli listaverka og hug- myndir manna um list- og höfundarhugtakið. Aðgangur er ókeypis. Sýningnm á Astandinu að ljúka SÍÐUSTU sýningar á Astand- inu eru um helgina. Ástandið er eftir Brynhildi Olgeirsdótt- ur og Sigrúnu Valbergsdóttur og er Sigrún einnig leikstjóri. Tuttugasta sýningin er í dag, fimmtudaginn 20. mars, og síðustu sýningar á laugar- dag og sunnudag í Risinu, Hverfisgötu 105. Hallgrímsstefna í Hallgrí mskirkj u
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.