Morgunblaðið - 20.03.1997, Page 54

Morgunblaðið - 20.03.1997, Page 54
54 FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Dýraglens Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang:lauga@mbl.is (jpETn^VElSTU HV'Af>?I>AP) SNJÓAOI i' NCÍ— Tommi og Jenni Ljóska Smáfólk Mér þykir gam- Ég hata Nei, kennari... ég er ekki byrj- Ég drakk það ... an að lita með það ... það er aður ennþá ... ég hef ekkert vatnslitum of erfitt... vatn ... Aðdáunarverðir starfsmenn NLFI Frá Alberti Jensen: EFTIR mánaðar dvöl í heilsuhælinu í Hveragerði, virðist mér fólkið í þorpi þessu lifa í friði, sátt og virð- ingu hvort við annað, ef undan eru skildir stjórnmálamenn staðarins. Ef til vill er það bara góðlátlegur leikur þeirra í milli um völd og frama. Undarlegt hefur mér þótt þegar fólk leggur á sig að kvarta yfir t.d. því að starfsmönnum hvar sem er, sé hælt. Þeir fái sín laun og þar með sé það afgreitt. Skoðun að vísu, en kolröng. Heilsuhælið í Hveragerði er eins og heimur útaf fyrir sig. Þar er fjöldi eins og tveggja manna herbergja í aflöngum jarðhæðar byggingum. Afþreyingarstaðir víða í útskotum og langir bjartir gangarnir upplagð- ir til gönguæfinga þegar illa viðrar. Þegar opnað er í stóra matsalinn kemur vísa Stefáns frá Hvítadal ósálfrátt í hugan: Vítt til veggja, heiðið hátt hugan eggja gömlu sporin hefði ég tveggja manna mátt mundi ég leggjast út á vorin. Salurinn er eins og flest þarna, staðnum til sóma. Þar er hátt upp í límbitana og ljósadýrðina. Frá vel gerðri gluggahliðinni sér vítt út í gróðursælt umhverfið. Gegnt gluggahlið hanga uppi víðáttumiklar landslagsljósmyndir. Þær eru sann- kallað augnayndi. Heilsuveröld þessi býður margvíslegar æfíngar án hjálpar og með. En umfram allt er það starfsfólkið sem setur hágæða- stimpil á staðinn og gerir hann að því sem hann er. Aðlaðandi, frábær- an. Það fer ekki hjá að vistfólk dragi dám af slíku og fari jafnvel betra en með var reiknað. í matsal og eldhúsi eru með fleira fólki, Systa, Kristín, Inga, Sigga og Ólöf sem jafnframt vinnur á skrif- stofunni. Um sjúkraþjálfun, sjúkra- nudd og heilsuböð sjá meðal ann- arra: Gunnhildur, Sigurður og Mar- ía. Um snúninga með hjólastólafólk o.s.frv. sér Lydía, afríska rósin frá Kenía. Á vaktinni allan sólarhring- inn er hjúkrunarstarfsfólkið: Nor- bert, Steinunn Gísla, Steinunn Sig- urðar, Hulda, Villa, Vilný, Hafdís, Svava, Anna María, Auður, Jó- hanna, Ása, Lóa o.s.frv. Um her- bergin sér Anna Dögg ásamt móður sinni. Svavar húsvörður og kollegi fá aðstoð bókbindara staðarins þeg- ar mikið liggur við. Eg gæti trúað að Helga Haraldsdóttir sé við sund- laugina. Svo eru það leirböðin og útigöngurnar. Falleg kapella er eitt af mörgum sérkennum er þarna prýða. Hljómburður er þar góður. Eftirsóknarverður staður fyrir kóra o.s.frv. Sjónvörp eru víða og svo billiard. Áð allt sé á réttu róli sjá þau um framkvæmdastjórinn Árni og hjúkrunarforstjórinn Gunnhildur. Þetta er lítið samfélag í nærmynd þar sem góður andi ríkir. Á þessum stað verður ekki vart við boð, bönn og yfirborðsmennsku. Það er mannbætandi að kynnast starfsfólki þessa samfélags. ALBERTJENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. Endurkoma Krists Frá Einari Ingva Magnússyni: ÞAÐ líður að afmæli kristnitökunnar í landinu, sem er á sama tíma og spádómar segja fyrir að verða muni miklar breytingar á jörðinni. Þar á meðal bíður hinn kristni heimur eft- ir endurkomu Messíasar, eða komu Krists til jarðar. Það hefur valdið mér vangaveltum sem kristnum manni, hvernig Kristur muni koma aftur. Flest trúsystkini mín ljúka gjarnan upp heilagri ritn- ingu og vitna í Guðsorð, þar sem segir að Kristur muni koma aftur á skýjum himinsins. Þegar þau eru beðin um að útskýra það, er ósjaldan minnst á kraftaverk eða leyndar- dóma. Ég hef einnig leitt hugann að þeim móttökum sem Jesús Kristur fékk hjá gyðingum þegar hann fór að boða nýja siði eftir að hafa alist upp sem maður á meðal gyðinganna, slit- ið barnskónum hjá Josef smiði eftir að hafa fæðst í fjárhúsi. Hann kom til eignar sinnar, eins og lesa má um í Jóhannesarguðspjalli, en hans eigið fólk tók ekki á móti honum. Hvernig getur endurkoma Krists átt sér stað? Mun hann ekki fæðast á jörðu og vera mennskur á meðal manna? Mun Guð ekki smyija hann heilögum anda og veita honum yfir- ráð yfir mannheimi, sem tilheyrir honum með réttu frá upphafi sköp- unarinnar. Verður hlutverk hans ekki það að sameina mannheim í nafni sínu og færa hann Guði, sem er höfundur lífsins? Endurkoma Krists hlýtur að felast í komu Messíasar, sem manns eða Guðssonar sem hefur þvi hlutverki að gegna að endurreisa hinn synduga heim og skapa ríki Guðs á jörðu, þar sem sannur kærleikur ríkir, friður, ást og hamingja undir Drottinvaldi Guðs. Kristur mun ríkja sem konung- ur sameiningarinnar og friðelskandi menn þjóna honum með glöðu geði við þetta mikilvæga verk, að skapa Guðsríki á jörðu, sem frá upphafi vega var áætlun Guðs með jörðina. Líkt og gyðingarnir á tímum Jesú Krists, hafa kristnir menn þá ábyrgð að vera vakandi fyrir þeim manni til koma mun með krafti Guðs til að endurreisa heiminn og að taka á móti honum í stað þess að gera sömu mistök og gyðingarnir. Mér segir þó svo hugur að líklega verði uppi sama vandamálið við komu Messías- ar og varð áður fyrr, að fræðingarn- ir hinir skriflærðu voru þeir fyrstu til að afneita Kristi. Hinn ómenntaði almúgi varð fyrri til að þekkja Guð og kynnast honum í gegnum sannan son hans en hinir svokölluðu guð- fræðingar sem töldu sig vita manna best hvernig Guð starfaði og opin- beraði sjálfan sig. EINARINGVI MAGNÚSSON, Heiðargerði 35, Reykjavík. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.