Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 2

Skírnir - 01.01.1911, Side 2
2 Leo Tolstoj. smýgur inn í hjarta og hugskot manna eins og hárbeitt stál, og hin þunga einlægnis- og alvöru-undiralda í ritum hans lætur engan hugsandi mann og tilfinningaríkan ósnort- inn. En hitt varðar þó efalaust mestu, að hann heillaði ósjálfrátt ímyndunarafi manna. Hann gnæfði upp úr til- hreytingarleysinu og andvaraleysinu eins og nokkurskon- ar tákn frá umliðnum öldum, óskiljanlegt og dularfult. Það gat eigi hjá því farið að heiminum hnykti við, er fram stóð maður af hágöfugum ættum, stórauðugur og stórfrægur fyrir skáldrit sin, varpaði hiklaust frá sér og með fyrir- litningu öllu hnossgæti lífsins, orðstír, metorðum og hóglífi, og lýsti yfir bókstaflegu fylgi sínu við hinar ákveðnustu og hörðustu kröfur Krists. Það var eins og heimurinn vakn- aði af dvala við hreiminn af þessari hrópandans rödd i eyðimörkinni, röddinni, sem hvað eftir annað hafði töfrað hann í skáldskap, en sem nú bauð honum að taka sinna- skifti, gjörbreyta lífi sínu og snúast til fylgis við Krist og kenningar hans. Þetta er það vafalaust, sem mestu hefir um valdið alþjóðafrægð Tolstojs, þetta óvenjulega og sérkennilega fyrirbrigði, auk snildargáfu hans. En hvorttveggja á þetta sér djúpar rætur í þjóðerni hans. Og þótt langt sé frá því, að vér getum tekið undir með frakkneska höfundin- um nafnkunna, er staðhæfir, að afurðir andans séu ná- kvæmlega sömu lögum háðar og afurðir iðnaðarins, þá er samt nokkuð í því hæft. Þá fyrst skilja menn rithöfund- inn til hlítar, er menn athuga gaumgæfilega uppruna hans og afstöðu hans til þjóðar- og aldarandans. I. Alla þá, er kynni hafa af landabréfum, mun reka minni til hins afarvíðlenda flæmis, er lýtur stjórn Rússa- keisara. Veldi hans stendur öðrum fæti í Norðurálfu og hinum í Austurálfu heims og tengir þessar tvær heimsálf- ur saman í margvíslegum skilningi. í Rússlandi sjálfu er alt stórbrotið og mikilfenglegt, yfirsvipur landsins og eðli,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.