Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1911, Blaðsíða 47

Skírnir - 01.01.1911, Blaðsíða 47
Helgi. 47 »Svona, vertu nú góður. Og guð sé hjá þér, barnið mitt.« Sigga gekk að hestinum sínum, fór á bak og reið niður tröðina, með Kristmundi á Bjargi, fylgdarmanni sínum. Helgi hallaðist upp að traðarveggnum og grét. »Snáfaðu nú inn og vertu ekki að þessu ólukkans öskri«, sagði Þórunn, og tók óþyrmilega í handlegg Helga og hristi hann og rak hann á undan sér inn í bæinn og upp á loft. Jón gamli smali stóð við kvörnina frammi í hæjar- dyrunum og var að mala. »Af hverju er hann nú að gráta?« sagði hann við Þórunni, þegar hún kom fram aftur. »Lætur hann ekki altaf svona? Það er eins og verið sé að drepa hann í hvert skifti og einhver ókunnugur er staddur hér. Eg get hugsað að honum Kristmundi á Bjargi hafi litist á orgin í honum.« »Barnið hefur nú ekkert vit á því hvort nokkur ókunn- ugur er viðstaddur eða ekki. Hann grætur bara þegar eitthvað amar að honum. Og það verður líklega ekki sjaldnar hér eftir, sem maður verður að hlusta á hljóðin í honum.« Jón gamli dró niður í sér, þegar hann sagði síðustu setninguna, og sneri kvörninni í ákafa. »Hvað sagðirðu, Jón gamli?« »Ekkert«. »Eitthvað sagðirðu«. »Ekkert merkilegt«. »Jæja, sama er mér auðvitað hvað þú segir«. Húsfreyja fór inn í eldhúsið og skelti hurðinni á eftir sér. — Helgi varð smali á Gili, — þegar hann var tólf ára. Framan af sumrinu misti hann oft úr hjásetunni. Einu sinni kom hann ekki heim nema með helminginn af án- um. Þoka hafði verið síðari hluta dagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.