Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 47

Skírnir - 01.01.1911, Side 47
Helgi. 47 »Svona, vertu nú góður. Og guð sé hjá þér, barnið mitt.« Sigga gekk að hestinum sínum, fór á bak og reið niður tröðina, með Kristmundi á Bjargi, fylgdarmanni sínum. Helgi hallaðist upp að traðarveggnum og grét. »Snáfaðu nú inn og vertu ekki að þessu ólukkans öskri«, sagði Þórunn, og tók óþyrmilega í handlegg Helga og hristi hann og rak hann á undan sér inn í bæinn og upp á loft. Jón gamli smali stóð við kvörnina frammi í hæjar- dyrunum og var að mala. »Af hverju er hann nú að gráta?« sagði hann við Þórunni, þegar hún kom fram aftur. »Lætur hann ekki altaf svona? Það er eins og verið sé að drepa hann í hvert skifti og einhver ókunnugur er staddur hér. Eg get hugsað að honum Kristmundi á Bjargi hafi litist á orgin í honum.« »Barnið hefur nú ekkert vit á því hvort nokkur ókunn- ugur er viðstaddur eða ekki. Hann grætur bara þegar eitthvað amar að honum. Og það verður líklega ekki sjaldnar hér eftir, sem maður verður að hlusta á hljóðin í honum.« Jón gamli dró niður í sér, þegar hann sagði síðustu setninguna, og sneri kvörninni í ákafa. »Hvað sagðirðu, Jón gamli?« »Ekkert«. »Eitthvað sagðirðu«. »Ekkert merkilegt«. »Jæja, sama er mér auðvitað hvað þú segir«. Húsfreyja fór inn í eldhúsið og skelti hurðinni á eftir sér. — Helgi varð smali á Gili, — þegar hann var tólf ára. Framan af sumrinu misti hann oft úr hjásetunni. Einu sinni kom hann ekki heim nema með helminginn af án- um. Þoka hafði verið síðari hluta dagsins.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.