Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1911, Blaðsíða 26

Skírnir - 01.01.1911, Blaðsíða 26
26 Sægróður íslands. ins austur undir Langanes. En fyrir Austfjörðum er kald- ur straumur norðan úr íshafi. Haflð við ísland er því í stuttu máli þannig, að sjórinn við suður- og suðvestur- ströndina er tiltölulega heitur, við norðurströndina talsvert kaldari og kaldastur við Austurland. Takmörkin milli kalda og heita sjávarins eru glögg við suðausturhorn lands- ins, og munu þau vera hér um bil um Eystrahorn eða á bilinu milli Eystra- og Vestrahorns. Við Norðurland eða norðausturhorn landsins eru ekki skörp takmörk milli kalds og heits sævar, að því er mér er kunnugt. Lifskjör jurt- anna í kalda og heita sjónum hér við land eru talsvert svipuð þegar hiti og selta er undanskilið. Kringum strend- ur landsins er víðast hvar blómlegur og mikill sæjurta- gróður og sést best á því að kjörin eru góð bæði í köld- um og heitum sjó. En tegundirnar er ekki hinar sömu. í heita sjónum, eða við suður- og suðvesturströndina, eru tegundir, sem eiga heima í norðurhluta Atlantshafs. Við Austurland eru margar af tegundum Norður íshafsins og við Norðurland ægir saman íshafstegundum og Atlants- hafstsgundum. Fyrir sæjurtirnar er sjórinn hið sama og loftið og jarðvegurinn fyrir landjurtir. Sjórinn verður því að geta veitt öll þau næringarefni sem sæjurtir þurfa á að halda. Landjurtir taka sum næringarefnin úr jörðinni, en sum t. a. m. kolsýru úr loftinu. Rætur landjurta hafa á liönd- um tvenskonar hlutverk: að festa jurtina í jörðinni og taka næringarefni þaðan. »Rætur» allflestra sæjurta, allra þör- ungategundanna, hafa að eins það hlutverk að festa jurtina við botninn en taka ekki næringu. Sumar sæjurtir, t. a. m. marhálmur, taka næringu úr jarðveginum. Þörungarn- ir verða þá að fá öll sín næringarefni úr sjónum bæði kolsýru og önnur ólífræn efni. Venjulegast er og nóg af þessum efnum í sjónum hvort sem hann er kaldur eða heitur og kaldi sjórinn er jafnvel kolsýrumeiri. En jurt- irnar geta ekki unnið sér næringu úr sjónum nema að bæði hiti og ljós sé á hæfilegu stigi. Um hitann í sjón- um hér við land heflr verið talað. Hann er alstaðar nægi-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.