Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 26

Skírnir - 01.01.1911, Page 26
26 Sægróður íslands. ins austur undir Langanes. En fyrir Austfjörðum er kald- ur straumur norðan úr íshafi. Haflð við ísland er því í stuttu máli þannig, að sjórinn við suður- og suðvestur- ströndina er tiltölulega heitur, við norðurströndina talsvert kaldari og kaldastur við Austurland. Takmörkin milli kalda og heita sjávarins eru glögg við suðausturhorn lands- ins, og munu þau vera hér um bil um Eystrahorn eða á bilinu milli Eystra- og Vestrahorns. Við Norðurland eða norðausturhorn landsins eru ekki skörp takmörk milli kalds og heits sævar, að því er mér er kunnugt. Lifskjör jurt- anna í kalda og heita sjónum hér við land eru talsvert svipuð þegar hiti og selta er undanskilið. Kringum strend- ur landsins er víðast hvar blómlegur og mikill sæjurta- gróður og sést best á því að kjörin eru góð bæði í köld- um og heitum sjó. En tegundirnar er ekki hinar sömu. í heita sjónum, eða við suður- og suðvesturströndina, eru tegundir, sem eiga heima í norðurhluta Atlantshafs. Við Austurland eru margar af tegundum Norður íshafsins og við Norðurland ægir saman íshafstegundum og Atlants- hafstsgundum. Fyrir sæjurtirnar er sjórinn hið sama og loftið og jarðvegurinn fyrir landjurtir. Sjórinn verður því að geta veitt öll þau næringarefni sem sæjurtir þurfa á að halda. Landjurtir taka sum næringarefnin úr jörðinni, en sum t. a. m. kolsýru úr loftinu. Rætur landjurta hafa á liönd- um tvenskonar hlutverk: að festa jurtina í jörðinni og taka næringarefni þaðan. »Rætur» allflestra sæjurta, allra þör- ungategundanna, hafa að eins það hlutverk að festa jurtina við botninn en taka ekki næringu. Sumar sæjurtir, t. a. m. marhálmur, taka næringu úr jarðveginum. Þörungarn- ir verða þá að fá öll sín næringarefni úr sjónum bæði kolsýru og önnur ólífræn efni. Venjulegast er og nóg af þessum efnum í sjónum hvort sem hann er kaldur eða heitur og kaldi sjórinn er jafnvel kolsýrumeiri. En jurt- irnar geta ekki unnið sér næringu úr sjónum nema að bæði hiti og ljós sé á hæfilegu stigi. Um hitann í sjón- um hér við land heflr verið talað. Hann er alstaðar nægi-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.