Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1911, Blaðsíða 52

Skírnir - 01.01.1911, Blaðsíða 52
52 Helgi. »Viljið þér ekki bíða eftir kafíi, síra Árni?« »Nei, þakka yður fyrir.« Þórunn fylgdi presti fram í bæjardyrnar. Þegar hún kom inn aftur, mætti hún Helga i göngunum. Hann var á leiðinni fram til að mala. »í öllu ertu eins. Þú hefir sagt prestinum að eg væri vond við þig, og að þú hefðir ekki tíma til að læra. Hvað segirðu? Viltu bera á móti því að þú hafir sagt það?« »Eg sagði ekkert nema það sem hann spurði mig um.« »Ætlarðu að reyna að telja mér trú um, að hann hafi spurt þig, hvort eg væri hörð við þig? Heldurðu að eg viti ekki að þú hefir sagt honum það í óspurðum fréttum, ólánið þitt?« sagði Þórunn og hratt Helga frá sér. Helgi var fermdur þegar hann var sextán ára. Aldrei hafði honum liðið ver en fyrsta daginn sem hann var á prestsetrinu, vikuna áður en hann var fermdur. Aldrei hafði verið hæðst jafn-napurlega að honum og fötunum hans. Þegar presturinn hafði spurt börnin eins og hann ætl- aði þann daginn, fóru þau út á tún að leika sér. Helgi fór í hámót á eftir þeim, og horfði á þau. Hann var minstur af öllum drengjunum, langleitur í andliti og horaður. Hann var í gráum, bættum fötum úr afar-grófgerðu vaðmáli, með stóra samlita stormhúfu á höfðinu, í mógráum togsokkum og með óbrydda leðurskó á fótum. »Nei, sko hann Helga frá Gili!« sögðu fermingarsyst- kin hans, og bentu á hann og hlógu. »Lítið þið á fötin hans og húfuna! Honum á víst ekki að verða kalt í vorbliðunni. Og sjáið þið skóna hans! Það er eins og hann eigi að fara í fjallgöngur.« «Viltu ekki koma að glíma, Helgi?« sögðu drengirnir. »Við höf- um heyrt að þú værir svo skrambi sterkur og góður glímu- maður. Þú fleygir okkur öllum, auðvitað. Þú ert lika eldri en við. Ertu ekki sextán ára? Þú áttir víst að ferm- ast í fyrra eða hittifyrra. Komdu nú og glímdu.«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.