Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 52

Skírnir - 01.01.1911, Page 52
52 Helgi. »Viljið þér ekki bíða eftir kafíi, síra Árni?« »Nei, þakka yður fyrir.« Þórunn fylgdi presti fram í bæjardyrnar. Þegar hún kom inn aftur, mætti hún Helga i göngunum. Hann var á leiðinni fram til að mala. »í öllu ertu eins. Þú hefir sagt prestinum að eg væri vond við þig, og að þú hefðir ekki tíma til að læra. Hvað segirðu? Viltu bera á móti því að þú hafir sagt það?« »Eg sagði ekkert nema það sem hann spurði mig um.« »Ætlarðu að reyna að telja mér trú um, að hann hafi spurt þig, hvort eg væri hörð við þig? Heldurðu að eg viti ekki að þú hefir sagt honum það í óspurðum fréttum, ólánið þitt?« sagði Þórunn og hratt Helga frá sér. Helgi var fermdur þegar hann var sextán ára. Aldrei hafði honum liðið ver en fyrsta daginn sem hann var á prestsetrinu, vikuna áður en hann var fermdur. Aldrei hafði verið hæðst jafn-napurlega að honum og fötunum hans. Þegar presturinn hafði spurt börnin eins og hann ætl- aði þann daginn, fóru þau út á tún að leika sér. Helgi fór í hámót á eftir þeim, og horfði á þau. Hann var minstur af öllum drengjunum, langleitur í andliti og horaður. Hann var í gráum, bættum fötum úr afar-grófgerðu vaðmáli, með stóra samlita stormhúfu á höfðinu, í mógráum togsokkum og með óbrydda leðurskó á fótum. »Nei, sko hann Helga frá Gili!« sögðu fermingarsyst- kin hans, og bentu á hann og hlógu. »Lítið þið á fötin hans og húfuna! Honum á víst ekki að verða kalt í vorbliðunni. Og sjáið þið skóna hans! Það er eins og hann eigi að fara í fjallgöngur.« «Viltu ekki koma að glíma, Helgi?« sögðu drengirnir. »Við höf- um heyrt að þú værir svo skrambi sterkur og góður glímu- maður. Þú fleygir okkur öllum, auðvitað. Þú ert lika eldri en við. Ertu ekki sextán ára? Þú áttir víst að ferm- ast í fyrra eða hittifyrra. Komdu nú og glímdu.«

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.