Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1911, Blaðsíða 15

Skírnir - 01.01.1911, Blaðsíða 15
Leo Tolstoj. hana hvort hana fýsti eigi að breyta til um ráð sitt og taka eitthvað annað fyrir, — t. d. matartilbúning. Hún hló við. »Matartilbúning?« sagði hún. »Eg kann ekki einu sinni að baka brauð«. En út úr svip hennar las hann megna fyrirlitningu. »Þessi kvenmaður«, segir hann, »sem fórnaði hiklaust öllu sem hún átti fyrir dauðvona manneskju, hafði sama álit á líkamlegri vinnu sem aðrar lagskonur hennar, taldi hana lítilmótlega og fyrirlitlega. I þessu var ólán hennar fólgið. En hver af oss, karl eða kona, fær leiðrétt þenna misskilning hjá henni? Hver er sá af vorri stétt, er telji stritvinnuna sómasamlegri en iðjuleysið og lifi eftir því og meti menn og málefni eft- ir því?« Aðra vændiskonu hitti hann á leið sinni, er alið hafði upp dóttur sína 13 vetra gamla við sömu atvinnugrein. Hann einsetti sér að bjarga telpunni og koma henni fyrir hjá góðu fólki, en eigi fekk hann með nokkuru móti kom- ið móðurinni í skilning um annað, en að hún hefði vel í haginn búið fyrir dóttur sína, er hún beindi henni á þessa braut. Hann komst því að þeirri niðurstöðu, að meiri væri þörfin á að bjarga móðurinni og uppræta hjá henni þá röngu lífsskoðun, að konum væri það sæmandi að lifa án þess að geta börn og starfa eingöngu i þjónustu losta- girndarinnar. »Þegar eg hugleiddi þetta betur«, segir hann, »komst eg að þeirri niðurstöðu, að sami hugsunarhátturinn ríkti jafnt hjá æðri og lægri. Góðkvendi þau, er eg ætl- aðist til að tæki telpuna að sér og leiddi hana á rétta braut, töldu sér sæmandi að hliðra sér hjá barneignum og vinnu og ólu dætur sínar upp í sama anda. önnur móðirin sendir dóttur sína á pútnahúsið, hin á dansleikinn, það er allur munurinn.. Báðar mæðurnar byggja á röng- um hugmyndum, sem sé þeim, að dæturnar beri að fæða, klæða og ala upp eingöngu til að svala og fullnægja losta- girnd karlmannanna. Hvernig gat eg þá vænst þess, að hefðarfrúrnar kynnu nokkur tök á því að leiða mæðgur þessar á rétta braut?«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.