Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 6

Skírnir - 01.01.1911, Side 6
Leo Tolstoj. € ar síns og bað prestinn að veita honum greftrun og yfir- söng. Prestur krafðist 50 kópeka fyrir starfann, en Souta- jeff hafði eigi handbærar neraa 30 kópekur, og tókust með þeim orðahnippingar út úr gjaldinu. Sárnaði Soutajeff svo við prestinn, að hann tók líkið með sér heim aftur og greftraði í garði sínum. Þetta ytra atvik varð til þess að Soutajeff sneri baki við kirkjunni og smám saman einnig við heiminum og öllu hans athæfi. I atvinnugrein sinni þóttist hann verða þess var, að menn beittu allskonar brögðum til að afla sér fjár og neyttu allrar orku til að draga arðinn úr höndum vinnulýðsins. Hann lét af iðn sinni, skifti aflafé sinu meðal fátækra og fluttist út á lands- bygðina til að stunda jarðrækt; taldi það heiðvirðasta at- vinnugrein og óhættasta við freistingum. En úti á lands- bygðinni hitti hann fyrir sér upp aftur sömu lestina bæði hjá klerkunum og bændalýðnum, og þótt hann hefði í sjálfu sér enga hvöt eða tilhneigingu til að mynda nýjan Söfnuð eða trúarflokk, varð hann þó nærri ósjálfrátt til þess bæði með ræðu sinni og eftirdæmi að boða fagnað- arerindi viðkvæmninnar og kærleikans. Soutajeff afneitar öllum kirkjukreddum, bæði skírnar- athöfn og hjónavígslu, og öllum ytri helgisiðum; telur af því leiða hræsni og yfirdrepskap. Jafnframt því afneitar hann allri trú á engla og djöfla og yfirnáttúrlega hluti, er svo eru nefndir, og lætur sig engu skifta um það, hvort nokkurt líf sé til eftir þetta. Vér eigum að vinna að því einu, að staðfesta ríki kærleikans og réttlætisins hér á jörðunni; hvað öðru lífi viðvíkur, segir hann, þá get eg ekkert um það borið, því eg hef aldrei verið þar; ef til vill tekur ekkert annað við en eilíft myrkur. Siðferðislega endurfæðing mannkynsins telur Soutajeff undir því komna, að þjóðskipulagið gjörbreytist og að eignarréttur einstaklingsius hverfi úrsögunni. Eignarrétt- urinn er að hans skoðun aðaluppsprettulind haturs og öf- undarmeðmönnunum. Jarðeigendur verða að selja af hendi eigur sínar, sem upphaflega eru fengnar með ráni, og vinna sér brauð í sveita síns andlitis eins og fátækling-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.