Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 8

Skírnir - 01.01.1911, Page 8
8 Leo Tolstoj. ein, að fundum þeirra bar saman einmitt um það leyti, er Tolstoj var á vegamótum staddur og í mestum andleg- um nauðum. Rétt um þær mundir gengu margar sögur af þessum einkennilega almágamanni, og hafa menn það fyrir satt, að þær hafi borist Tolstoj til eyrna og fengið svo mikið á hann, að hann sótti á fund Soutajeffs. Er þar einkum tilgreint atvik það, er hér segir. Kvöld eitt kom farandkona á bæ Soutajeífs og beiddist gistingar. Var því vel svarað og henni veittur góður beini. Arla morguns daginn eftir fór heimafólk alt til vinnu og lét hana eina eftir. Notaði þá kerling tækifærið og lét greip- ar sópa um hirzlur allar og hafði sig á brott hið skjót- asta. Bændur nokkrir sáu til ferða hennar og þótti kon- an grunsamleg. Rannsökuðu þeir hana og fundu þýíið, og drógu hana því næst fyrir dóm með hendur bundnar á bak aftur. Soutajeff hafði brátt fregnir af þessu og skundaði fram fyrir dómarann. »Hversvegna hafið þið tekið konuna fasta?«, spurði hann. »Hún hefir stolið og verður að sæta refsingu«, var svarað. »Dæmið eigi, svo þér verðið eigi dæmdir«, mælti Soutajeff hátíðlega. »Allir erum vér sekir að einhverju leyti. Hvað fær gott af því leitt að sakfella konugarminn? Hún verður hnept í dýflissu, og hvað erum vér þá nær? Það væri miklu nær að gefa henni fylli sína að éta og láta hana svo lausa í guðs náðar nafni«. Þessi og því líkar sögur gengu af Soutajeff og vöktu almenna athygli á þessum ómentaða bónda, sem leitaðist við í fullri alvöru að feta í fótspor Krists. Það er al kunnugt, að eftirdæmi og breytni fá meiru áorkað til góðs, en ótal prédikanir, hversu snjallar sem eru, og svo var sálarástandi Tolstojs farið um þetta skeið, að eigi mundi annað þurfa en viðkynning við þenna mann til að ríða baggamuninn. — Tvenn eru tímabil auðgreind í æfi Tolstojs, sem áður er á vikið, og bæði jafn löng að heita má. Hið fyrra er skáldritatímabilið, nál. 1850—1877, hið síðara siðferðis og trúboðsritatímabilið, nál. 1880—1910. Á milli þessara

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.