Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 16

Skírnir - 01.01.1911, Page 16
16 Leo Tolstoj. Enn hitti hann fyrir sér dreng á flækingi 12 ára gaml- an, skýrleiksbarn. Vildi hann freista að koma honum til manns og tók hann heim til sín í því skyni. Að viku liðinni strauk piltur frá honum og lagði lag sitt við trúð- leikara. Þetta fekk Tolstoj mikillar áhyggju og beindi huga hans að eigin heimilishögum. »Eg hafði tekið hann á heimili mitt«, sagði hann, »í því skyni að gera vel til hans og koma honum til manns, — en hvað sá hann þar fyrir sér ? Börnin mín, — eldri, yngri og á reki við hann sjálfan —, sem aldrei snertu á nokkuru verki og ollu öðrum þar á ofan mestu fyrirhafnar; þau skemdu alt, sem hönd á festi, átu yfir sig af krásum og sætindum, brutu borðbúnaðinn og fleygðu í hundana ýmsu, sem þessi dreng- ur áleit hið mesta hnossgæti. Eg hefði átt að sjá hve heimskulega mér fórst. Eg ól sjálfur börnin min upp við iðjuleysi og munað og tókst á hendur að siða aðra menn og börn þeirra án þess að athuga, að þeir unnu þó að minsta kosti fyrir sér og sínum«. Svona var rejmsla hans í öllum greinum. Hann fekk eigi varist þeirri hugsun, að honum svipaði til manns, er leitast við að draga náunga sinn upp úr feni, án þess að athuga, að hann stendur sjálfur í sama kviksyndinu. Sér- hvert atvik og sérhvert dæmi sýndi honum að eins betur og betur afstöðu sína og sinna líka. Þegar hann stóð við gistihælið í Moskva og horfði á alla þvöguna, er leitaði þar skjóls og liknar, vaknaði ósjálfrátt hjá honum endur- minningin um aftöku, er hann hafði verið sjónarvottur að í Parísarborg 30 árum áður. Hafði þá sú hugsun gripið hann, að morð væri aldrei annað en morð, og að hann ætti sjálfur þátt í þessu ódáðaverki. «Þannig greip það mig og«, segir hann, »er eg leit þessar þúsundir hungr- aðra og kaldra vesalinga, — greip eigi að eins huga minn, heldur hjarta mitt og sál til instu grunna —•, að hér væri framið ódáðaverk af mér og mínum líkum, er vérlét- um slikt viðgangast, en lifðum sjálfir í óhófl. Mismunur- inn á þessum tveim ódáðaverkum var að eins sá, að á af- tökustaðnum var mér eigi unt að sporna við glæpnum, en

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.