Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 19

Skírnir - 01.01.1911, Page 19
19 Leo Tolstoj. / Hann gerir því næst grein fyrir aðalþáttunum í fé- lagsfræði sinni og telur fimm skilyrði óhjákvæmileg til auðnu og velferðar mannkynsins. Fyrsta skilyrðið er það, að sambandið milli mannsins og náttúrunnar sé eigi rofið, að allir megi að jöfnu njóta himinsins yfir höfði sér, hreina loftsins og sælunnar í skauti náttúrunnar. Allir eiga jafn- an óðalsrétt til landsins og jörðin er eða á að vera sam- eiginleg félagseign. Að þessu leytinu er Tolstoj mikið til á sama máli og Henry George, þjóðmegunarfræðingurinn nafntogaði. — Annað skilyrðið er vinnan, bæði andleg vinna, er menn hafa mætur á af því að þeir kjósa sér hana af eigin hvöt, og líkamleg vinna, er menn elska af því að hún er nauðsynleg til viðurhalds lífsins, eykur mönnum fögnuð og vellíðan, góða matarlyst og væran svefn. — Þriðja skilyrðiðið er hrein ást milli manns og konu. — Fjórða skilyrðið er greið og frjáls umgengni og bræðralag allra manna án alls flokkarígs og manngreinar- álits. — Fimta skilyrðið er góð heilsa, en hún er aftur bein afleiðing af hlýðni við hin boðorðin. Tolstoj hefir á öðrum stað og í öðru sambandi dreg- ið saman í örfáar setningar aðalmerginn úr öllum trúar- brögðum heimsins, og gerir það um leið að játningu sinni. En mergurinn er þessi: Maðurinn er að eðli og uppruna andi einsogguð, uppspretta alls lífs. Köllun mannsinser sú, að fullnægja vilja guðs, uppsprettu sinnar. Vilji guðs er velíerð mannanna. Velferð mannanna byggist á kærleika, ogkærleikurinnlýsirsér í því, að maðurinn geri öðrum það sem hann vill að aðrir geri sér. Frá þessum atriðum hefir Tolstoj aldrei hvikað síðan um eitt skref. — Hann freistaði að haga lífi sínu og breytni eftir þess- um meginreglum, og um allar álfur heims er tíðrætt orð- ið um lifnaðarháttu hans á síðasta aldursskeiðinu. Hann hafðist við að mestu á setri sínu Jasnaja Poljana, og inni 2*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.