Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 20

Skírnir - 01.01.1911, Side 20
20 Leo Tolstoj. í klefa hans var minna um húsbúnað og hagræði en í mörgum útlagakofa í Síbiríu. Þar samdi hann rit sín og vann að skósmíði. Þess á milli starfaði hann úti við, plægði akur eða hnoðaði tigulstein handa fátæklingunum eða hljóp í að bera á völlinn hjá einhverri einstæðings- ekkjunni. Þannig kemur hann oss fyrir sjónir á óteljandi myndum, klæddur í grófgerðan kyrtil með ólarbelti um miðju. En af öllu verður mönnurn þó mest starsýnt á þetta stórskorna, alvöruþrungna, þjáða en þó einbeitta andlit með hvössu augun undir þungum brúnunum, — ógleymanlegt öllum þeim, sem einu sinni hafa séð það. í inörgum greinum hefir Tolstoj snúist öfugur við sam- tíðinni í skoðunum sínum, en þó hvergi ef til vill áþreif- anlegar en í skoðunum sinum um 1 i s t i n a, er hann birti í ritinu »IIvað er list?« Var hann sjálfur lang ánægðastur með það af öllum ritum sínum. Vill hann þar alls eigi við það kannast, að listin út af fyrir sig hafi nokkurt gildi í sér falið, en telur þau ein listaverk lofsverð og réttmæt, er standi í þjónustu siðferðismeðvitundarinnar og hafi betr- andi og göfgandi áhrif á mannkynið. I samræmi við þessa skoðun sína kveður hann upp þungan áfellisdóm yfir ýms- um þeim listaverkum, er menn töldu afbragð annara, og af þessum ástæðum sneri hann bakinu við hinum fyrri skáldritum sínum og vildi eigi við þau kannast. Það er þó sannast að segja, að fáir rithöfundar hafa átt listinni jafn mikið að þakka og hann, þvi listamaður er hann um fram alt og það með afbrigðum. Kennir þess engu síður í siðferðisritum hans og alþýðubókum, en i skáldritunum frá fyrri árum. Tökum t. d. bók hans »Hvað eigum vér þá að gera?« Það á umfram alt að vera þur og einföld skýrsla um rannsókn hans á kjörum og aðbúnaði fátækl- inganna í Moskva. En í meðferð hans verður það áhrifa- mikið, ömurlegt og örlagaþrungið sjónarspil mannlegrar flónsku og mannlegrar ástríðu, með einstökum leiftrum og ljósbrotum eðallyndis og ósérplægni. Eða tökum sögu-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.